Fréttablaðið - 16.06.2017, Síða 32

Fréttablaðið - 16.06.2017, Síða 32
Náttúruleg gólfefni eins og Marm- oleum Click stuðla að hlýlegu umhverfi, hljóð- dempun og auknum loftgæðum á heimili og vinnustað. Jón H. Sigurðsson er sölumaður gólfefna hjá Kjaran. Hann segir möguleika á mynstrum og útfærslum Marmoleum Click linoleumparkets endalausa og mæta smekk hvers og eins. MYNDIR/ERNIR Möguleikar á mynstrum og útfærslu eru endalausir með Marmoleum Click.Litaskalinn býður upp á nýtískulegan stíl í bland við klassískari útfærslur. Marmoleum Click linoleum-parket er einstaklega fallegt og hundrað prósent náttúrulegt gólfefni. Það sker sig frá fjölda gólfefna sem framleidd eru úr gerviefni, eins og plastparketi, vínylparketi og margs konar harð- parketi,“ segir Jón H. Sigurðsson, sölumaður gólfbúnaðar hjá Kjaran. Þetta einstaka gólfefni er sam- sett úr linoleum, burðarplötu og korkundirlagi. „Það er leikur einn að leggja Marmoleum Click. Því er einfald- lega smellt saman á köntunum og lagt sem fljótandi lögn,“ útskýrir Jón um linoleumparketið sem ekki krefst límingar á gólf. „Ekki þarf hljóðdempandi undirlag undir Marmoleum Click þar sem lin- oleumparketið hefur áfast korkbak og það þarfnast hvorki pússunar né lökkunar. Þá er mjög auðvelt að skipta um flísar eða planka vegna skemmda eða slits.“ Eins og þú vilt Marmoleum Click má leggja beint ofan á öll hörð gólfefni, svo sem flísar, dúk og parket. „Möguleikar á mynstrum og útfærslu eru endalausir,“ upp- lýsir Jón. „Ríkulegt litaúrval gefur hverjum og einum möguleika á að skapa sinn eigin blæ og yfir- bragð; nýtískulegt útlit sem er í takt við tímann sem og klassískari útfærslur. Litaskalinn er allt frá sandbrúnu og steingráu, sem minnir á flotmúrað gólf, yfir í lif- andi og glaðlega liti sem lífga upp á andrúmsloftið.“ Náttúruleg gólfefni eins og Marmoleum Click stuðla að heil- næmu og hlýlegu umhverfi. „Framleiðandinn Forbo Flooring Systems framleiðir vörur sem stuðla að heilbrigði og þægindum fyrir notendur. Hljóðdempun, hálkuhindrun og aukin loftgæði á heimili og vinnustað eru meðal þess sem stefnt er að til að ná þessu markmiði. Með notkun endur- nýjanlegra og endurnýtanlegra hráefna og sjálfbærrar orku er leitast við að hafa sem minnst áhrif á umhverfið,“ útskýrir Jón. Marmoleum Click er linoleum- parket fyrir heimili og atvinnuhús- næði (EN-ISO 10874 fl. 23 heimili, fl. 33 atvinnuhúsnæði). Marmoleum Click er aftur á móti ekki ráðlagt að leggja á blaut- rými eins og baðherbergi og gufu- baðsstofur. Smellpassar við umhverfið Marmoleum Click linoleumparket er náttúruleg nýjung á gólfefnamark- aðinum sem stuðlar að heilnæmu og hlýlegu umhverfi með hljóðdemp- un og auknum loftgæðum á heimili og vinnustað. Úrvalið er heillandi. 6 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . J Ú N Í 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.