Fréttablaðið - 16.06.2017, Side 48

Fréttablaðið - 16.06.2017, Side 48
Við vorum að fá nýtt og fullkomið hús-næði fyrir safnið. Það er í Pálshúsi, næstelsta húsinu í bænum, nýendur- bættu,“ segir Anna María Guðlaugs- dóttir, formaður félagsins Fjallasalir sem heldur utan um Náttúrugripa- safn Ólafsfjarðar. Á safninu eru meðal annars allir íslensku varp- fuglarnir uppstoppaðir og fyrsta sýning safnsins í nýju húsakynn- unum er borin uppi af þeim. Hún nefnist Flugþrá og ásamt fuglunum er þar fjallað um flugþrá mannsins og sögu flugsins. „Fjallabyggð afhenti Fjallasölum Náttúrugripasafnið. Það var áður til sýnis á efri hæð Arion banka en nú er það komið í nýjan búning og með miklu betra aðgengi fyrir almenn- ing. Náttúrugripirnir eru settir í við- eigandi umhverfi, með myndum á bak við. Virkilega flott. Finnur Arnar, Þórarinn Blöndal og Erlingur Jóhannsson eru hönnuðirnir á bak við sýninguna,“ lýsir Anna María. Nýr myndlistarsalur er líka í Páls- húsi, að sögn Önnu Maríu. Kristinn G. Jóhannsson myndlistarmaður sem lengi var kennari á Ólafsfirði hefur komið þar fyrir myndum af húsum í bænum og kallar sýning- una Farangur úr fortíðinni. Pálshús var verslunarhús áður en það fékk hlutverk safnahúss. Bygging Pálshúss hófst 1892 og var gerð í áföngum en þar hefur verið Náttúrugripir settir í viðeigandi umhverfi Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar hefur opnað sýninguna Flugþrá og Kristinn G. Jóhannsson málverkasýninguna Farang- ur úr fortíðinni í næstelsta húsi Ólafs- fjarðar, Pálshúsi við Strandgötuna. Sýningin er ótrúlega eðlileg. Bjarg heitir þessi hluti hennar. Spói og hrossagaukur eru nágrannar í heiðinni. Pálshús er hið nýja safnahús Ólafsfjarðar. Það stendur við Strandgötuna. Eitt af málverkum Kristins G. í myndlistarsalnum. Eitt horn myndlistarsalarins. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is TÓNLIST Djasskvöld   Luca Kézdy, Sunna Gunnlaugs, Scott McLemore og Þorgrímur Jónsson léku djass. Björtuloft í Hörpu Miðvikudaginn 14. júní Tónleikar Sunnu Gunnlaugs og ung- verska fiðluleikarans Luca Kézdy byrjuðu ekkert sérstaklega vel. Snemma á dagskránni var lagið Jóga eftir Björk Guðmundsdóttur, og það var með eindæmum smekklaust. Í grunninn er þetta einfalt lag, tær- leiki svífur yfir vötnunum, en um leið er einlæg og djúp tilfinning, sem gerir lagið einkar heillandi. Það er blátt áfram og hnitmiðað og þannig þarf að bera það fram fyrir áheyrendur. Leikur Kézdy var hins vegar fullur af ísmeygilegu renn- eríi á milli tónanna, og það ásamt þykkum djasshljómum píanósins og almennt kæruleysislegu yfirbragði fór laginu einstaklega illa. Upplifun- in var eins og að sjá mynd af fallegri konu sem búið væri að skrumskæla með augnlepp og yfirvaraskeggi. Kézdy virtist ekki örugg fyrst framan af. Tónar fiðlunnar voru ónákvæmir og fyrir bragðið var leikurinn fremur þunglamalegur. Það lagaðist þó eftir því sem á leið og síðasta lagið eftir Thelonius Monk fyrir hlé var afar skemmti- legt. Húmorinn var í forgrunni og alls konar plokk, ásamt kröftugum slagverks- og kontrabassaleik lyftu laginu upp í hæstu hæðir. Tónlistin á tónleikunum var að megninu til eftir Sunnu og Kézdy. Hún kom nokkuð misjafnlega út. Tiltekt eftir Sunnu framarlega á dag- skránni var ansi ofhlaðin, en annað var skemmtilegra. Folksong eftir Kézdy var t.d. greinilega innblásið af ungverskri þjóðlagahefð, sem einkennist oft af dökkri stemningu og framandi laglínum. Lagið hér var í slíkum stíl og það kom stöðugt á óvart. Hið óvænta var einmitt megin- þema tónleikanna. Vaninn í djass- inum er að tónahugmyndir séu sett- ar fram í upphafi lags, og svo hefst úrvinnsla. Tónefnið er þá þróað, m.a. með því að leika af fingrum fram. Á tónleikunum var úrvinnslan óvana- lega íburðarmikil þegar fram í sótti. Maður hafði á tilfinningunni að þar sem aðrir djassleikarar stoppa, héldu fjórmenningarnir áfram. Fyrir bragðið var farið með áheyrandann í andlegt ferðalag aftur og aftur. Eins og áður sagði var Kézdy ekki mjög nákvæm í tónmyndun í byrjun. Eftir hlé var hún hins vegar komin á flug, og þá var leikur henn- ar sérlega glæsilegur, margbrotinn og lifandi. Myrkur, lokkandi tónn var í túlkun hennar. Hið ómstríða var ávallt í seilingarfjarlægð án þess að gert væri of mikið út því. Hlutföllin voru því ætíð sannfær- andi sem skapaði eftirminnilegan sjarma. Sunna spilaði líka prýðilega á píanóið, leikur hennar var mjúkur og ljóðrænn, hún hefur þægilegan leikstíl. Scott McLemore var auk þess frábær á slagverkið. Hann mót- aði tónana af ótrúlegri nákvæmni, léttleika og fjölbreytni svo unaður var á að hlýða. Þorgrímur Jónsson lék jafnframt á bassann af gríðar- legir fimi. Bassinn er ekki einleiks- hljóðfæri öllu jöfnu, en Þorgrímur tók nokkur sóló sem voru kröftug, áleitin og glæsileg. Samspil fjór- menninganna var svo þétt og fók- userað, og varð stöðugt betra eftir því sem á leið. Gaman væri að heyra hópinn leika saman aftur sem fyrst. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Þrátt fyrir slæma byrjun var þetta áhugaverð og metnaðarfull dagskrá. Óvænt tilþrif, oftast spennandi Scott McLemore, Sunna Gunnlaugs og Þorgrímur Jónsson. Á myndina vantar Luca Kézdy. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SVEINSSON verslun frá upphafi þar til það var tekið undir safnahús. Verslunin var í eigu ýmissa aðila, með mis- munandi varning og hét ýmsum nöfnum en húsið heitir eftir fyrsta kaupmanninum, Páli Bergssyni, að sögn Önnu Maríu. „Við stofnuðum félagið Fjallasalir árið 2015 og tímanum síðan hefur verið varið í að gera upp húsið og koma mununum fyrir þar,“ segir hún og tekur fram að safnið sé opið frá klukkan 10 til 16 alla daga til loka ágústs. 1 6 . J Ú N Í 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U R28 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.