Fréttablaðið - 16.06.2017, Blaðsíða 60
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is,
Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI
512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG
SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Ég var þunglyndur og hef alltaf verið að berjast við þann djöful en er búinn að rífa mig upp úr því. Ég dílaði við það þannig að reykja gras en núna
sem ég lög, mála eða teikna og er í
kringum fólk,“ segir Andri Fannar
Kristjánsson sem kallar sig AFK.
Fyrir skömmu kom út sex laga EP-
plata þar sem Andri semur allt efnið
sjálfur. Platan ber heitið Wasting
my time og eru allir textar á ensku
en Andri bjó í Bandaríkjunum um
nokkurra ára skeið. „Ég flutti til Flór-
ída árið 2007 en sneri aftur til Íslands
fjórum árum síðar. Ég hef samt verið
að flakka á milli síðan þá og gerði
plötuna með Chandler Pearson vini
mínum sem stýrði upptökum. Hann
kom með dótið sitt og við tókum upp
á stuttum tíma.“
Slegið var í útgáfutónleika á
þriðjudaginn en það var í þriðja
sinn sem Andri hefur stigið á svið.
Næst verður hægt að sjá hann á
Secret Solstice hátíðinni og á þjóð-
hátíðardaginn. Andri spilar á gítar
á plötunni en tónlistarferill hans
hófst með gítar við hönd. „Ég byrj-
aði að spila á gítarinn í tíunda bekk.
Byrjaði eitthvað að glamra því ég
vildi kynnast stelpu. Svo hætti hún
með mér og þá varð ég allur brot-
inn og fór að syngja og skrifa texta.
Reyna að koma öllu þessu út.“
Andri er vel skreyttur húðflúrum
en hann alls með ellefu myndir
víða um líkamann. Sum hefur hann
hannað sjálfur en fyrir utan tónlist-
arferil er hann einnig liðtækur lista-
maður og teiknar og málar. Hann
er meira að segja búinn að prófa að
flúra nokkra vini og kunningja. Þeir
sem til þekkja segja að hann sé lið-
tækur með húðflúrnálina. „Ég hef
alltaf verið að mála og teikna frá
því ég var lítill. Hef verið að vinna
með olíu og teikningu. Ég er með
nokkur húðflúr sem ég hef hannað
sjálfur og hef húðflúrað nokkra vini
og kunningja.“
Andri sökk djúpt niður í fen fíkni-
efnaneyslu en hefur rifið sig upp úr
slíku rugli. „Ég var mjög mikið að
reykja gras og taka pillur. Ég reif mig
upp úr því og nota aðeins áfengi í dag.
Platan er hálfgerð lífssaga, þegar ég
var í ruglinu, um ástina, dóp og að
sóa lífinu,“ segir hann glaður í bragði
og ljóst að beina brautin í lífinu fer
honum vel. benediktboas@365.is
Reif sig upp úr
þunglyndi og rugli
Tónlistarmaðurinn Andri Fannar Kristjánsson, eða AFK, hefur gefið
út sex laga EP-plötu þar sem hann semur um tímabilið þegar þung-
lyndi og eiturlyf tóku yfir. Nú er hann kominn á beinu brautina.
AFK
Er á samningi hjá Icelandic Sync
sem þær Soffía Jónsdóttir og
Steinunn Camilla stýra. Þar eru
listamenn eins og Svala Björgvins,
Dimma, Ragnheiður Gröndal,
Alda Dís og fleiri. „Við Steinunn
höfum mikla trú á honum. Hann
er rosalegur listamaður fyrst og
fremst,“ segir Soffía.
Andri er kominn á beinu brautina eftir að hafa gengið um dimma dali þunglyndis og dópneyslu. MYND/HULDA VIGDÍSARDÓTTIR
1 6 . J Ú N Í 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U R40 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
ALL
A V
IRKA
DA
GA
KL.
07-
10
BRE
NN
SLA
N
RIKKI G
ALLA VIRKA DAGA
KL. 10-13
ALLA VIRKA DAGA
KL. 13-17
VALA
KRISTÍN
ALLA VIRKA DAGA
KL. 17-22
Topp tónlistarstöðin