Fréttablaðið - 17.02.2016, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —4 0 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 1 7 . f e b r ú a r 2 0 1 6
Fréttablaðið í dag
MarKaðurinn
Aðstandendur The
Social Progress Impera-
tive stofnunarinnar
leggja áherslu á
gæði samfélaga
og innviði þeirra í
stað hagvaxtar.
sKoðun Árni Páll Árnason skrifar
um banka og Borgun. 14-15
sport Stelpurnar ætla sér sigur á
móti Portúgal. 16
Menning Steingrímur Eyfjörð
opnar sýningu á morgun í
Gallery Gamma. 22
lÍfið Sextán þúsund manns
fylgdust með Manuelu í LA.
28-30
plús 2 sérblöð l fólK l lÍfið
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Faxafeni 11 • Sími 534 0534
Finndu okkur á
KONUDAGS -
BLÖÐRUR
Í MIKLU
ÚRVALI
Vísundur
17. febrúar – 1. mars
Ævintýraheimur
skynfæranna
ViðsKipti Fimm örbrugghús fram-
leiða bjór sem seldur er í Vínbúðun-
um. Þá er ótalin framleiðsla Vífilfells
og Ölgerðarinnar.
Fjöldi minni örbrugghúsa brugg-
ar fyrir einstaka veitingastaði og
smærri hópa. Stefán Pálsson, sagn-
fræðingur og bjóráhugamaður,
segir brugghúsum fara fjölgandi og
heimabruggun sé vinsæl.
„Það er greinilegt að við erum
dálítið að fara að sjá það að það er
bylgja í uppsiglingu,“ segir Stefán.
Heimabruggun sé vinsæl og svo
sé hópur fólks sem vilji taka hana
skrefinu lengra.
„Þarna erum við að tala um minni
brugghús og mörkin á milli hobbís
og þeirra sem eru í atvinnustarf-
semi eru orðin svolítið óskýrari,“
segir hann.
– jhh / sjá Markaðinn
Brugghúsum fer
ört fjölgandi
ViðsKipti Stjórnendur Borgunar seldu
hlut í Borgun á 57 prósent hærra verði
í júlí 2015 en Landsbankinn seldi þeim
á í nóvember 2014.
Eignarhaldsfélagið Borgun ehf.
keypti 3,85 prósenta hlut í Borgun af
starfsmönnum Borgunar og félaginu
BPS ehf., sem er í eigu 12 æðstu stjórn-
enda kortafyrirtækisins, þann 21. júlí
2015, á verði sem miðaði við að heild-
arvirði Borgunar væri 11 milljarðar
króna. Þetta segir Magnús Magnússon,
forsvarsmaður Eignarhaldsfélagsins
Borgunar. Söluverð Landsbankans á 25
prósenta hlut í Borgun til Eignarhalds-
félagsins Borgunar og 6,2 prósenta hlut
til BPS átta mánuðum áður miðaði við
að Borgun væri metin á sjö milljarða
króna.
Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar,
segir engu síður að kaupverðið staðfesti
að forsvarsmenn Borgunar hafi ekki
vitað að Visa Inc. hygðist nýta sér val-
rétt á að eignast Visa Europe. „Þetta er
það vitlausasta sem við höfum gert, að
selja þarna, þetta var hörmung að gera
það, eftir á að hyggja,“ segir Haukur.
Rúmum tveimur mánuðum eftir að
salan á hlut starfsmanna og stjórnenda
gekk í gegn, tilkynnti Visa Inc. að það
hygðist nýta sér valrétt til að kaupa
Visa Europe á um 3.000 milljarða
íslenskra króna. Borgun á von á tæp-
lega 5 milljarða peningagreiðslu vegna
þessa. – ih / sjá síðu 10
Seldu hlutinn á 57 prósent hærra verði
„Það vitlausasta sem við höfum gert,” segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar og að eftir á að hyggja hefði ekki átt að selja hlutinn.
Hann segir kaupverðið engu síður staðfesta að bankinn hafi ekki vitað að von væri á milljarðagreiðslum vegna Visa-samnings.
Steingrímur Eyfjörð opnar sýn-
ingu á morgun í Gallery Gamma.
„Um leið og það kom breyttist starfið. Það er bara komið alvöru hús,“ segir Jón Karl Ólafsson, formaður Ungmennafélagsins Fjölnis, um nýtt fimleikahús sem vígt var síðastliðið haust.
Hann segir biðlistana hafa verið með tvö til þrjú hundruð börnum og nú séu þeir farnir að myndast aftur enda mikil eftirspurn eftir þjónustunni. Fréttablaðið/Pjetur