Fréttablaðið - 17.02.2016, Síða 2

Fréttablaðið - 17.02.2016, Síða 2
 Á morgun er útlit fyrir áframhaldandi suðvestanátt og éljagang, en bjartviðri um norðaustanvert landið. Élin geta verið töluvert dimm, en á milli þeirra glaðasólskin. Hiti er yfirleitt um og undir frostmarki. Síðdegis snýst í norðaustanátt á Vestfjörðum með snjókomu, og norðanáttin dreifir svo úr sér til austurs. Sjá Síðu 20 Veður Menntun Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar hefur ritað bæjar- ráði Garðabæjar bréf þar sem óskað er eftir breytingum á samningi hvað varðar fjárframlög til reksturs grunn- skóla Hjallastefnunnar í bænum. „Í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur á síðustu misserum hvað varðar starfsmat og kjarasamninga er ljóst að rekstrarskilyrði grunn- skólanna eru afar erfið og þung,“ segir í bréfinu. Þar stendur enn- fremur að núgildandi samkomulag byggist á rekstrarkostnaði grunn- skóla í Garðabæ sem eru fjölmennir og hagkvæmir í rekstri. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir gamla samninginn hafa verið hagstæðan á sínum tíma en aðstæð- ur hafi breyst. Hjallastefnan er að fara fram á að fjármögnun skólans verði með sambærilegum hætti og í öðrum sveitafélögum eða að fylgt verði eftir svokölluðu Hagstofu- viðmiði. Viðmiðið gerir ráð fyrir að einkareknir grunnskólar fái að lágmarki 75 prósent af meðalfram- færslu grunnskóla. „Í Garðabæ þróaðist það með þeim hætti að ekki var samið um Hagstofuviðmiðið heldur er greitt samkvæmt meðalkostnaði á nem- anda í grunnskóla í Garðabæ,“ segir Ingibjörg. „Þá kom það bara vel út fyrir Hjallastefnuna en síðan það gerðist hefur meðalkostnaður grunnskólanna í Garðabæ lækkað á meðan Hagstofuviðmiðið hefur hækkað.“ Þá bendir hún á að í samningnum við Garðabæ er Hjallastefnunni ekki heimilt að rukka skólagjöld en það er til dæmis heimilt í Hafnarfirði og Reykjavík. Þá kemur fram í bréfinu ósk um að Garðabær niðurgreiði einn- ig kostnað vegna frístundastarfs, frístundaakstur og akstur vegna íþróttaiðkunar nemenda. Þá óskar Hjallastefnan eftir því að liðir sem snúa að rekstrarkostnaði fasteigna, viðhaldi og kaupum á búnaði verði sérstaklega skoðaðir. Foreldrar barna í grunnskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ hafa sent bæjaryfirvöldum áskorun þess efnis að bærinn styðji Hjallastefn- una í að byggja sitt grunnskólastarf í bænum. Bæjarráð fjallaði um málið í gær og hefur vísað því til skólanefndar. stefanrafn@frettabladid.is Hjallastefnan óskar eftir meira fjármagni Vilja endurskoða samning um fjármögnun grunnskóla Hjallastefnunnar með þeim hætti að skólinn fái svipað fjármagn og í öðrum sveitarfélögum. Foreldrar barna við skólann hafa sent bæjaryfirvöldum sambærilega áskorun. egyptaland Boutros Boutros-Ghali, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, lést í gær á sjúkrahúsi í Kaíró 93 ára gamall. Frá þessu var greint á fundi öryggis ráðs Sameinuðu þjóðanna í gær og héldu fundarmenn einnar mínútu þögn til minningar um Boutros-Ghali. Boutros-Ghali þjón- aði sem aðalritari frá árinu 1992 til 1996. Hann er eini aðalritarinn til að þjóna eitt kjörtímabil en Banda- ríkin settu sig upp á móti endur- tilnefningu hans árið 1996. Kofi Annan tók við embættinu í kjöl- farið. – srs Boutros-Ghali fallinn frá Hvað er Hagstofuvið- mið? Samkvæmt reglugerð mennta- málaráðuneytisins um opinbera fjármögnun einkaskóla er kveðið á um að sveitarfélögum sé heimilt að greiða 75 prósent af svokölluð- um Hagstofuviðmiðum. Viðmiðið er reiknað meðaltal af heildar- rekstrarkostnaði allra grunnskóla sem reknir eru af sveitafélögum í landinu. KjaraMál Félagsmenn verkalýðs- félagsins Hlífar sem starfa hjá Rio Tinto Alcan hafa samþykkt ótíma- bundna og takmarkaða vinnustöðv- un sem hefst á miðnætti 24. febrúar. Vinnustöðvunin nær til þeirra starfsmanna sem tilheyra flutn- ingasveit fyrirtækisins og starfa á hafnar- og vinnusvæði álversins í Straumsvík. Þetta þýðir að engu áli verður skipað um borð í skip við Straumsvíkurhöfn. Kolbeinn Gunnarsson, formaður verkalýðsfélagsins Hlífar, segir aðgerðirnar lið í því að knýja fram kjarabætur fyrir starfsmenn álvers- ins. félagi og aðrir. – srs, skh Stöðva skipun á áli í Straumsvík StjórnSýSla Utanríkisráðuneytið hefur tekið ákvörðun um uppstokk- un á sjö sendiherraembættum. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins komast þeir sendiherrar sem hing- að til hafa verið í bið hér á Íslandi út í embætti. „Það er búið að taka ákvarðanir um þetta en það á eftir að tilkynna um það til viðeigandi yfir- valda, fá samþykki og annað,“ segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðla- fulltrúi utanríkisráðuneytisins. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins verða breytingar meðal annars í Austurríki, Frakklandi og Rússlandi. Fréttablaðið greindi frá því í janúar að nærri helmingur starfandi sendiherra hefði aðsetur á Íslandi. Um áramótin voru fjórir nýir sendi- herrar skipaðir sem allir hafa aðsetur í utanríkisráðuneytinu. Ekki liggur fyrir hvort einhver þeirra verður sendur út til að starfa sem sendi- herra erlendis. – snæ Stokka upp í sjö sendiráðum Framkvæmdir við Landspítala Grafið fyrir lögnum og undirgöngum Þessa dagana eru framkvæmdir við nýtt sjúkrahótel alveg upp við byggingar Landspítalans. Það þýðir að inngangar á Kvennadeildina og K-bygginguna eru lokaðir og sjúklingar þurfa að fara krókaleiðir til að komast leiðar sinnar. Einnig er mikill hávaði sem fylgir framkvæmdunum en á næstu dögum munu þær færast fjær byggingunum og meiri ró komast á svæðið. Fréttablaðið/Pjetur Í Garðabæ þróaðist það með þeim hætti að ekki var samið um Hagstofuviðmiðið heldur er greitt samkvæmt meðal- kostnaði á nemanda í grunnskóla í Garðabæ. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Garðabær greiðir Hjallastefnunni í samræmi við meðalkostnað á bak við nem- endur í grunnskólum bæjarins. Fréttablaðið/VilHelm boutros boutros-Ghali sat sem aðal- ritari í fjögur ár. NordicPHotos/aFP 1 7 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M I ð V I K u d a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a ð I ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.