Fréttablaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 16
Bestur í þriðja sinn Martin Hermannsson, lands- liðsmaður í körfubolta, var í gær útnefndur leikmaður vikunnar í neC-deildinni í bandarísku háskólakörfunni. þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem bak- vörðurinn hlýtur þessa nafnbót. Martin fór hamförum í síðustu viku í tveimur sigurleikjum. Fyrst vann Liu 82-69 sigur á Wagner- háskólanum og hafði svo betur á móti st. Francis í íslendingaslag, 92-67. Martin skoraði 17 stig, tók 11 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal einum bolta á móti Wagner, en gerði svo enn betur á móti st. Francis og skoraði 19 stig, tók 7 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal boltanum 5 sinnum. íslenski landsliðs- maðurinn var því með 18 stig, 9 fráköst, 5 stoðsend- ingar og 3 stolna bolta að meðal- tali í þessum tveimur leikjum, en að auki nýtti hann öll tólf víta- skotin sín. Í dag 19.15 Stjarnan - Haukar Sport 17.25 Sporting - Barcelona Sport 19.30 Roma - Real Madrid Sport 19.30 Gent - Wolfsburg Sport3 21.45 Meistaramörkin Sport Di Maria er stoðsendinga- hæstur í CL síðustu 4 tímabil þótt hann spilaði bara 3 þeirra. Ég sé ekkert eftir honum... #djöflarnir Halldór M. @halldorm Hjörtur Lánaður Varnarmaðurinn og u21 árs landsliðsmaðurinn Hjörtur Her- mannsson hefur verið lánaður frá hollenska félaginu PsV til iFK Gautaborgar í svíþjóð. Hjörtur er 21 árs miðvörður og hefur verið á mála hjá PsV síðan 2012. Hann gerði nýjan þriggja ára samning við félagið í vor þrátt fyrir að hann hafi átt við erfið meiðsli að stríða. Hjörtur hefur svo í vetur náð að spila nokkuð reglulega með u-21 liði PsV. Hann var til reynslu hjá iFK Gautaborg fyrr í mánuðinum og stóð sig vel. Hjörtur á fjölda leikja að baki með yngri lands- liðum íslands og spilaði sinn fyrsta a-landsleik þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Bna. Körfubolti á laugardaginn mætir ísland liði Portúgals í undankeppni eM 2017 en leikurinn fer fram ytra. Liðið, undir stjórn ívars ásgríms- sonar, hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni en stefnir óhikað að því að sækja til sigurs um helgina. „Portúgal er það lið í riðlinum sem við töldum fyrirfram að við ættum hvað mesta möguleika á að vinna,“ segir ívar en þar að auki eru ungverjaland og slóvakía í riðlinum – bæði ógnarsterk lið sem hafa verið í fremstu röð í evrópu um árabil. „það hentar okkur ágætlega að spila gegn Portúgal. þær sækja mikið inn í teiginn og spila sterka vörn. Portúgal á tvo mjög sterka leikmenn sem eru aðallega í kring- um teiginn og við þurfum að hafa góðar gætur á þeim,“ segir hann enn fremur. ívar vonast til þess að liðið haldi áfram að bæta sig og hann óskar eftir stærra sóknarframlagi frá sínum leikmönnum. „Við þurfum að halda áfram að spila þann varn- arleik sem við höfum verið að gera og bæta okkur í sókninni. það þurfa fleiri að skora og ég hef fulla trú á að það lið sem við erum að fara með út geti gert góða hluti í þessum leik.“ Portúgal tapaði fyrir ungverja- landi og slóvakíu í fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni, rétt eins og ísland, og eru bæði lið því með tvö stig í F-riðli undankeppni eM 2017. eirikur@frettabladid.is Ætlum að ná í sigur í Portúgal Kvennalandsliðið í körfubolta undirbýr sig af kappi fyrir næsta leik sinn í undankeppni EM 2017. Landsliðs- þjálfarinn Ívar Ásgrímsson vill fá betra sóknarframlag frá sínum leikmönnum en hingað til í keppninni. Berglind Gunnarsdóttir með boltann og reynir að halda honum frá systur sinni, Gunnhildi Gunnarsdóttur, á landsliðsæfingu í gær. FRéttaBlaðið/anton BRink 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar PSG - Chelsea 2-1 1-0 Zlatan Ibrahimovic (39.), 1-1 Jon Obi Mikel (45.), 2-1 Edison Cavani (78.). Parísarliðið fer með eins marks for- skot til Lundúna þar sem það gerði 2-2 jafntefli í fyrra og komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Benfica - Zenit 1-0 1-0 Jonas (90.+1). Brasilíumaðurinn jonas tryggði Benfica sigur í uppbótartíma þegar allt stefndi í markalaust jafntefli. Zenit var ekki búið að spila mótsleik í tíu vikur fyrir gærkvöldið þar sem vetrarfrí er í rússnesku úrvals- deildinni. Nýjast - með þér alla leið - 569 7000 Lágmúla 4 www.miklaborg.is Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn Valdimarsson löggiltur fasteignasali sími: 695 5520 jon@miklaborg.is Ásgarðsland Alls er um að ræða rúmlega 200 hektara lands þar sem liggur fyrir samþykkt deiliskipulag 85 sumarhúsalóða á 76 hekturum er mælast frá 0,5 til 2 hektara að stærð. M.a. er um að ræða lóðir er liggja meðfram Soginu og aðrar sem eru ofar með frábæru útsýni. 30 hektarar lands er skógræktarsvæði. Blómleg sumarhúsabyggð er nú þegar á svæðinu og stutt í þjónustu, náttúru- gersemar og innan við klukkustundar akstur frá höfuðborgarsvæðinu. Ásgarðslandið er staðsett við Sogið í Grímsnesi við rætur Búrfells. Sé komið frá Suðurlandsvegi er ekið upp Biskupstungnaveg, og ekið Þingvallaveg skömmu eftir Þrastarlund. Ásgarðslandið liggur beggja megin við Búrfellsveg. Einstök staðsetning umvafið vinsælasta sumarhúsabyggð landsins þar sem er stutt í frábæra golfvelli Kiðjabergs, Öndverðarness og Selfoss. Landið er selt í heild sinni og kjörin fjárfesting fyrir aðila tengda ferðaþjónustu eða sölu sumarhúsalóða. Miklir möguleikar fyrir hendi hvort sem um er að ræða frekari uppbyggingu og fjölgun sumarhúsalóða eða uppbyggingu hótels eða gistiaðstöðu fyrir aukandi ferðamannastraum komandi ára. Skipti koma til greina Til sölu er eitt eftirsóknaverðasta sumarhúsasvæði landsins í Ásgarðslandi, Grímsnesi 1 7 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M i Ð V i K u D a G u r16 s p o r t ∙ f r É t t a b l a Ð i Ð sport

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.