Fréttablaðið - 17.02.2016, Síða 22

Fréttablaðið - 17.02.2016, Síða 22
Vonir standa til þess að alþjóðleg ráðstefna sem blásið hefur verið til í Hörpu í apríllok verði árviss og nokkurs konar mótvægi við efnahagsráðstefnuna í Davos í Sviss. Þetta segir Michael Green, framkvæmdastjóri stofnunar- innar The Social Progress Imperative, en hann var hér á landi fyrir helgi til að undirbúa ráðstefnuna. Fundarefnið er framþróun SPI, eða Social Progress Index, sem er mæli- kvarði á gæði samfélagsinnviða, hvort heldur sem er þjóðríkja, afmarkaðra svæða eða stórfyrirtækja. Með því að bera saman SPI og verga lands- framleiðslu (sem á ensku heitir Gross Domestic Product, eða GDP, og er oft bara kallað hagvöxtur) er að sögn Greens nýju ljósi varpað efnahagslega velgengni þjóða. „Við hófum ekki þessa vegferð til þess að búa til mælistiku, heldur af því að við vildum koma á breyt- ingum í heiminum. Fólkið að baki verkefninu er athafnamenn á sviði samfélagsmála, frumkvöðlar á sviði viðskipta og á sviði mannúðarmála. Þetta hefur alltaf snúist um hvernig hægt sé að koma á raunverulegum breytingum og SPI-kvarðinn er bara tæki til þess.“ Green segir ráð- stefnuna í vor því mjög spennandi því þar verði tekið næsta skref, frá gagnaöflun til aðgerða. „Við vildum gera þetta á hverju ári, þar sem sífellt fleiri koma og stöðugt verða kynntar nýjar niðurstöður um hvernig gengur. Í Davos er talað um efnahagslega sam- keppnishæfni en í Reykjavík er talað um félagslega samkeppnishæfni. Að því stefnum við.“ Staðsetningin hér henti líka ráðstefnu af þessu tagi, milli austurs og vesturs, auk þess sem styrk staða í samfélagsþróun og stuðningur hins opinbera og samstarfsaðila hér á landi hafi verið til fyrir fyrirmyndar. Ein tala vegur þungt SPI er hins vegar langt því frá eina nýja mælistikan sem reynt hefur verið að leggja á frammistöðu landa, en Michael Green segir hana hafa ýmsa kosti sem hjálpi til. „Ef okkur tekst að leggja eitthvað það af mörkum sem skilar árangri, jafnvel þótt við verðum ekki á endanum ofan á, þá hefur okkur samt tekist það sem við ætluðum okkur,“ segir hann. Þá sé spennandi hversu mikil áhersla sé lögð á það að finna nýjar mælistikur á velgengni þjóða. „Síðan verður að koma í ljós hverjar þeirra reynast gagnlegastar, en við leggjum mikla áherslu á gagnsemina.“ Þar skipti tvennt miklu máli, annað að með því að sleppa mælingum á efnahags- þáttum sé SPI viðbót við mælingar á landsframleiðslu og hitt sé að hægt sé að draga allar niðurstöðurnar saman í eina einkunn og bera með því móti saman þróunina á ólíkum svæðum. „Slík einkunnagjöf er drifkrafturinn að baki aðgerðum. Það held ég að sé líka ástæðan fyrir því hve mikið er notast við verga landsframleiðslu. Um er að ræða eina tölu sem fer ýmist upp eða niður.“ Green bætir við að að sjálf- sögðu geti hver og einn líka búið sér til mælistiku sem hentar hverju sam- félaga. „En þá er enginn til að bera sig saman við. Og samanburðarhæfnin er lykilatriði.“ Green segir hins vegar gagnlegt að skoða samfélagsþróunareinkunn þjóða í samhengi við landsfram- leiðsluna, því þar sé komin ákveðin mælistika á frammistöðuna miðað við efnahag. „Í stað þess að ríkustu löndin raði sér í efstu sætin kemur í ljós að fátækari lönd geta staðið sig reglulega vel. Svo eru aftur lönd sem standa sig vel í beinum samanburði á samfélagslega mælikvarðanum, en eru mjög rík og sést þá að frammi- staðan er undir því sem gæti verið.“ Til dæmis séu Bandaríkin í fimmta sæti í heiminum hvað varðar lands- framleiðslu en bara í 16. sæti á SPI- listanum. „Bandaríkin standa illa á fjölda mælikvarða sem notast er við á meðan land á borð við Kosta Ríka, sem er allfátækt,  stendur sig mjög vel á mörgum sviðum.“ Á stóra SPI- listanum má sjá að Kosta Ríka er í 28. sæti. Þar er landsframleiðslan 13.431 Bandaríkjadalur á mann, á meðan hún er 51.340 dalir í Bandaríkjunum. „Okkar nálgun er að SPI-mælikvarð- anum sé ekki ætlað að koma í stað mælinga á landsframleiðslu heldur sé um að ræða viðbót.“ ESB tekur upp SPI Varðandi hvort seðlabankar og aðrir slíkir komi til með að nýta sér mæli- kvarða á borð við SPI þá segir Green ákveðna vitundarvakningu í gangi. „Ef litið er til orða Christine Lagarde [framkvæmdastjóra Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, AGS] í Davos í ár þá lagði hún mikla áherslu á að ekki nægði að horfa bara til landsfram- leiðslu þjóða. Og þótt hugmyndir í þá veru hafi ekki átt upp á pallborðið fyrir tuttugu árum síðan þá hafa þær að mínu mati fremur orðið viðteknar eftir fjármálakreppuna. Og við teljum að fólk sé að leita lausna þar sem ná megi betri árangri en bara með því að mæla landsframleiðslu.“ SPI-mælingin hefur víða verið tekin upp í Suður-Ameríku, þar sem ríkis- stjórnir landa á borð við Paragvæ, svæðisstjórnir í Brasilíu og borgaryfir- völd í Kólumbíu nota mælinguna sem hluta af ákvörðunartökuferli sínu. Þá upplýsir Michael Green að í þessari viku verði tekin í gagnið hjá fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins prufuútgáfa af SPI-mælingunni fyrir lönd ESB. „Og okkur þykir mjög spennandi að framkvæmdastjórnin skuli horfa til þessa í fullri alvöru og vilji nota þetta tæki til að móta svæðis stefnu í Evrópusambandinu.“ Í ár gefur Social Progress Imper ative út fjórðu útgáfu SPI og segir Green mælinguna í stöðugri þróun, rétt eins og raunin sé með mælingar á hagvexti. Gagnaöflunin sem nú er að baki skili traustum og góðum niðurstöðum sem á sé byggjandi, þótt lengi megi breyta og bæta. Um leið segir Green gagna- öflun fyrir SPI-kvarðann auðveldari en öflun hagtalna að því leyti að horft sé til hluta sem breytist hægar. „Læsi fullorðinna kemur til dæmis ekki til með að sveiflast á milli ára. Þróunin sem horft er til er jafnari.“ Með mark- miðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru í september síðastliðnum segir Green áherslu landa á gagnaöflun koma til með að aukast enn og það hjálpi til. Þá skipti máli að notkun SPI falli að þessum markmiðum og sé gagnlegt tól til þess að fylgjast með því hvernig gangi að vinna að þessum markmið- um sjálfbærrar þróunar. „Þessi sýn sem við höfum á þróun heimsmála fram til 2030 er mjög mikilvæg og skiptir máli að afla henni fylgis meðal almennings. Við styðjum þetta fram- tak Sameinuðu þjóðanna og teljum SPI geta hjálpað til við að ná þessum markmiðum.“ Góð einkunn en blönduð Ísland stendur afar vel í samanburði þjóða samkvæmt SPI-kvarðanum, í fjórða sæti á heildarlistanum (þótt það sé bara í fimmtánda sæti í saman- burði á landsframleiðslu) og svo ofar- lega á ýmsum mælikvörðum þar að baki. Landið er til dæmis í öðru sæti á eftir Finnlandi í mælingu á næringu og heilbrigðisþjónustu. Þetta kann að koma einhverjum á óvart í ljósi umræðu um aðþrengt heilbrigðis- kerfi Íslands. „Að baki niðurstöðu Íslands eru Eins og Davos með áherslu á samfélag Aðstandendur The Social Progress Imperative stofnunarinnar ætla sér að bæta heiminn. Liður í því er ný stöðluð mælistika sem lögð er á gæði samfélaga og innviði þeirra. Í þeim samanburði eru ríkustu löndin ekki alltaf efst. Ísland er í fjórða sæti en Bandaríkin sextánda. Michael Green er framkvæmdastjóri Social Progress Imperative stofnunarinnar í Bandaríkjunum. Hann var staddur hér á landi fyrir helgi til að undirbúa „heimsviðburð“ í Hörpu í apríllok þar sem blásið hefur verið til alþjóðlegrar ráðstefnu um nýjan mælikvarða á samfélagsleg gæði innviða bæði þjóðríkja og afmarkaðra svæða. FréttaBlaðIð/ErnIr Tíu efstu Sæti Land SPI-einkunn VLF á mann 1 Noregur 88,36 62.448 USD 2 Svíþjóð 88,06 43.741 USD 3 Sviss 87,97 54.697 USD 4 Ísland 87,62 41.250 USD 5 Nýja-Sjáland 87,08 32.808 USD 6 Kanada 86,89 41.894 USD 7 Finnland 86,75 38.846 USD 8 Danmörk 86,63 41.991 USD 9 Holland 86,50 44.945 USD 10 Ástralía 86,42 42.831 USD Fimm neðstu Sæti Land SPI-einkunn VLF á mann 129 Angóla 40,00 7.488 USD 130 Gínea 39,60 1.213 USD 131 Afganistan 35,40 1.884 USD 132 Tsjad 33,17 2.022 USD 133 Mið-Afríkulýðveldið 31,42 584 USD Óli Kristján Ármannsson ibs@frettabladid.is Við hófum ekki þessa vegferð til þess að búa til mælistiku, heldur af því að við vildum koma á breytingum í heiminum. Fólkið að baki verkefninu er athafnamenn á sviði sam- félagsmála, frumkvöðlar á sviði viðskipta og á sviði mannúðarmála. Michael Green, framkvæmdastjóri stofn- unarinnar Social Progress Imperative ✿ Social Progress Index 2015 Heimild: The Social Progress Imperative 1 7 . F e b r ú a r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r6 markaðurinn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.