Fréttablaðið - 17.02.2016, Síða 28

Fréttablaðið - 17.02.2016, Síða 28
Svipmynd Iða Brá BenedIktsdóttIr Iða Brá Benediktsdóttir var á dög- unum ráðin framkvæmdastjóri fjár- festingarbankasviðs Arion banka. Sem slík er hún yfirmaður mark- aðsviðskipta, greiningardeildar og fyrirtækjaráðgjafar. Auk þess situr framkvæmdastjóri í Framkvæmda- stjórn bankans. Iða Brá tók við starf- inu af Halldóri Bjarkari Lúðvígssyni. Iða Brá útskrifaðist með B.Sc.- próf í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og tók svo M.Sc. í fjár- málum frá Rotterdam School of Management í Hollandi árið 2004. Að auki er hún með með próf í verðbréfaviðskiptum. Iða Brá lætur vel af dvölinni í Hol- landi. Iða Brá segir að námið í Rotter- dam School of Management hafi verið gott. Þá hafi líka hentað að flytja til Hollands þar sem maður- inn hennar var framkvæmdastjóri hjá Samskipum í Hollandi. Iða Brá byrjaði að vinna í banka- kerfinu árið 1999 og hefur komið víða við hjá Arion banka og forverum hans. Hún hefur meðal annars starf- að í fyrirtækjaráðgjöf, grein ingar- deild, fjármögnun bankans, stýrt samskiptum við erlendar fjármála- stofnanir, verið í fjárfestatengslum og stýrt samskiptasviði bankans. „Nú síðast var ég forstöðumaður Einka- bankaþjónustu þar sem við stýrum eignum fyrir fjársterka aðila, fyrir- tæki og stofnanir,“ segir hún. Iða Brá sér tækifæri í nýja starfinu og fyrir Arion banka fram undan. „Það eru hagstæðar aðstæður í íslensku efnahagslífi um þessar mundir, kröftugur hagvöxtur og fjárfesting að taka við sér. Þá hillir nú undir afléttingu fjármagnshafta sem felur í sér tækifæri fyrir fjárfesta og fyrirtæki. Við höfum einnig séð töluverðan áhuga á Íslandi erlendis enda kemur Ísland vel út núna í alþjóðlegum samanburði. Verð- bólga lítil, góður hagvöxtur, lítið atvinnuleysi auk þess sem skuldir ríkissjóðs hafa lækkað verulega,“ segir hún. Iða Brá á fjölmörg áhugamál sem hún reynir að sinna þegar hún er ekki í vinnunni. „Ég er með þrjú börn á aldrinum fjögurra til sext- án ára. Mikill hluti þess tíma sem er aflögu fer í að fylgja þeim eftir í tómstundum og námi. Svo höfum við reynt að haga áhugamálum þannig að þau geti tekið þátt í þeim. Þannig að við förum mikið á skíði og reynum að ferðast eins og hægt er. Og ég les frekar mikið,“ segir Iða Brá. Þá verði yfirleitt skáldsögur fyrir valinu. Á sumrin leggur Iða Brá áherslu á að rækta upp garðinn við heimili sitt. „Mér finnst fátt jafn endurnær- andi og að vinna í garðinum.“ Iða Brá verður fertug á árinu og hafði hugsað sér að nýta árið til þess að verða slarkfær á píanó í tilefni tímamótanna. „Sjáum til hvernig það gengur.“ jonhakon@frettabladid.is Þykir fátt eins endurnærandi og að rækta garðinn sinn Iða Brá Benediktsdóttir er nýr framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion. Hefur starfað í bankakerf- inu frá 1999. Lauk meistaraprófi í viðskiptafræði í Rotterdam. Segir fátt eins endurnærandi og garðrækt. Juergen Kudritziki hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Marorku. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu á vefsíðu fyrirtækisins. Kudritziki hefur 25 ára reynslu af skipaiðnaðinum og hefur meðal annars starfað sem forstöðumaður tæknimála hjá E.R. Schiffart, og sem forstjóri BestShip – dótturfélags E.R. Schiffart, sem sérhæfir sig í breytingum á skipum og umbótum á kerfum þeirra. – sg Fram kvæmda ­ stjóri Marorku Birna Bragadóttir hefur verið ráðin inn í ráðgjafateymi Capacent, þar mun hún starfar við mannauðsmál, markþjálfun stjórnenda, breytinga- stjórnun og innleiðingu á markvissari þjónustu. Birna var starfsþróunarstjóri Orku- veitu Reykjavíkur frá 2012 til 2016 og starfaði þar áður hjá Icelandair í þrettán ár. Birna er með BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. – sg Ný í ráðgjafa­ teymi Capacent Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Advania og hóf hún störf í byrjun mánaðarins. Sess elía hefur að undanförnu starfað sem stjórnandi hjá Red Apple Apartments, alþjóðlegri leigumiðlun sem hún átti þátt í að stofna. Áður var Sess elía markaðsráðgjafi hjá almannatengsla- fyrirtækinu Eflir, hún starfaði við sölu og markaðsmál hjá útgáfufyrirtækj- unum Veröld, Eddu, Vöku Helgafelli og Iceland Review. – sg Markaðsstjóri Advania Juergen KudritziKi Birna Bragadóttir SeSSelía BirgiSdóttir iða brá tekur við starfi framkvæmdastjóra fjárfestingabankasviðs af halldóri bjarkari lúðvígssyni. fréttablaðið/Pjetur sigurðsson við höfum einnig séð töluverðan áhuga á íslandi erlendis enda kemur ísland vel út núna í alþjóðlegum samanburði. verðbólga lítil, góður hag- vöxtur, lítið atvinnuleysi auk þess sem skuldir ríkissjóðs hafa lækkað verulega. Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmda- stjóri fjárfestingabankasviðs Arion Eftir 7,1 prósents hækkun á verði á gulli í síðustu viku hefur verðið fallið á ný. Sérfræðingar hjá Gold- man Sachs mæla með því að fjár- festar losi sig við gullið þar sem verðhækkunin undanfarið hafi verið innistæðulaus. Fréttablaðið greindi frá því í byrj- un viku að í síðustu viku hefði fjöldi fjárfesta fært fé sitt úr hlutabréfum í gull. Keypt var gull í vikunni fyrir hæstu fjárhæð í sex ár, fyrir utan eina viku í byrjun árs 2015. Bank of America áætlar að fjárfest hafi verið í gulli fyrir 1,6 milljarða doll- ara, jafnvirði rúmlega tvö hundruð milljarða íslenskra króna. Aukin sala á gulli er merki um óstöðugleika og skort á trú á mark- aðnum. Gullverð hækkar og lækkar jafnan þvert á gengi hlutabréfa. Því er eðlilegt að verðið hafi farið hækkandi í síðustu viku samtímis lækkunum á hlutabréfamörkuðum. Aftur á móti hafi það lækkað á ný þegar hlutabréfamarkaðir víðs- vegar um heiminn tóku við sér í byrjun þessarar viku. Verð á trójuúnsu af gulli hækkaði um 7,1 prósent í síðustu viku og Gullæðið gæti senn verið á enda runnið nálgaðist 1.300 Bandaríkjadali, jafn- virði 165 þúsunda íslenskra króna. Það hafði hins vegar fallið um rúm- lega tvö prósent um eftirmiðdaginn á þriðjudaginn. Sérfræðingateymi hjá Goldman Sachs, leitt af Jeffrey Curie og Max Layton, hefur gefið út minnisblað þar sem mælt er með að fjárfestar selji gullið sitt. Í minnisblaðinu kemur fram að ekki sé innistæða fyrir hræðslunni sem hefur drifið hækkunina á gulli. Í augnablikinu séu einungis 15-20 prósent líkur á kreppu í Bandaríkj- unum á næstunni. Verðhækkunin í síðustu viku varð þegar bandarískur hlutabréfamark- aður hafði ekki verið lægri í tvö ár og gengi hlutabréfa í Evrópu hafði ekki verið lægra síðan í september 2013. – sg 1,6 milljarðar dollara voru fjár- festir í gulli í síðustu viku samkvæmt áætlun Bank of america 1 7 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r8 marKaðurinn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.