Fréttablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 40
Bankastjóri Landsbankans er ekki mjög trúverðugur eftir drottningarviðtal á Eyjunni
þar sem hann sá ekkert annað en
glóandi gull og að efnahagskerfi
landsins hafi sjaldan verið betra,
nema þá helst fyrir þrjátíu árum.
Hann hélt því fram að góðæris-
tímar hafi átt sér stað þegar hann
byrjaði bankaferil sinn árið 1984
og síðan upp úr 1990 hafi tekið
við kreppa. Það skyldi ekki vera
að bankastjóri fari villur vegar og
blandi kvótavæðingu sjávarauð-
linda (1983) við bætta afkomu
bankanna frekar en almennings,
sem gekk í gegnum erfiðustu verð-
bólguhrinu sem átt hefur sér stað á
áttunda og níunda áratug.
Bankastjóra til upprifjunar var
verðbólgan komin í 84,3% á tólf
mánaða tímabili. Í kjölfar þessa
var gripið til aðgerða sem fólu í sér
gengisfellingu, bann við vísitölu-
bindingu launa og í framhaldinu
var tekin upp fastgengisstefna.
Með þeim aðgerðum hjaðnaði
verðbólgan og fór í tæp 30% árið
1984. Áhrif aðgerðanna 1983 höfðu
gífurleg áhrif á lífskjör og kaupmátt
launa sem skertist vegna afnáms
verðtryggingarinnar. Verðbólga
var í kringum 30% árin 1984 og 85
en svo rúmlega 20% að meðaltali
næstu fjögur ár á eftir.
Tæplega er boðlegt að banka-
stjóri ríkisbanka sé ekki betur
að sér og fari með villandi mál-
flutning, ekki síst þar sem áratuga
óðaverðbólga og miklir efnahags-
erfiðleikar steðjuðu að almenningi
á þessum árum sem hann vitnar í
sem góðæristíma. Bankastjóri sem
talar með slíkum hætti getur vart
talist mjög trúverðugur frekar en í
öðrum málflutningi sem hann við-
hafði, t.a.m. þegar hann hélt því
fram að efnahagskerfið og önnur
uppbygging væru með traustum
og markvissum hætti, ásamt mikilli
hagsæld og að heimili væru tiltölu-
lega skuldlítil.
Eflaust er blússandi hagvöxtur
hjá bönkunum, ekki síst þar sem
búið er að stýra fasteignaverði upp
í hæstu hæðir að hluta til fyrir til-
verknað fjármálastofnana, sem
áttu nánast aðra hverja eign sem
hefur verið seld eftir hrun, þar
sem skammtaðar voru eignir inn á
fasteignamarkaðinn til að hífa upp
söluverð. Eðlilega munu fasteigna-
salar ekki staðfesta þessa forgangs-
röðun, að minnsta kosti ekki þeir
sem maka krókinn.
Því er þveröfugt farið hjá nýrri
kynslóð, ásamt þeim sem hafa
misst eignir sínar og fleiri, að geta
keypt húsnæði á uppsprengdu
verði. Eflaust er skuldsetning og
eignastaða betri hjá mörgum eftir
að fasteignaverð skrúfaðist upp
en nokkuð ljóst er að tugþúsundir
heimila deila ekki þeirri skoðun
bankastjórans að skuldir séu
óverulegar, sé tekið mið af kaup-
og greiðslugetu þar sem skuldir
heimila hafa vaxið enn frekar.
Einhverjir verða að borga
brúsann
Fasteignaeigendur á höfuðborgar-
svæðinu geta eflaust glaðst yfir þess-
ari þróun, en einhverjir verða samt
að borga brúsann. Bankastjórar geta
líka brosað þar sem veðsetningar-
hlutfall útlána er mjög gott og má
líkja við að þeir hafi bæði belti og
axlabönd á skuldugum fyrirtækjum
og heimilum.
Bankastjórn Landsbankans þarf
að gera sér ljóst, ásamt fleirum, að
það er óásættanlegt að stæra sig af
góðri afkomu bankans sem látin
er stýrast af vaxtaokri og eignum
sem voru hirtar á brunaútsölum.
Einnig að átta sig á að meginþorri
er ekki að lifa góða tíma svo orðum
bankastjóra sé stýrt með öfugum
formerkjum. Háttvirtur bankastjóri
var ekki spar á að vitna í ábyrgðar-
kennd sem endurspeglaðist tæp-
lega með því að mergsjúga skuldug
heimili og stæra sig af milljarða
gróða Landsbankans.
Efnahagstjórn landsins er ekki
eins góð og háttvirtur bankastjóri
lætur liggja að og vitnar í hagvöxt
sem er meira og minna dreginn
áfram af neyslu og óraunhæfri
skuldsetningu heimila sem fyrr,
ásamt ómældu braski. Það hefur
ekkert með það að gera að hagstjórn
sé í góðu lagi þó svo ferðamanna-
straumur sé að stóraukast og sé nán-
ast líflína þjóðarinnar. Margt bendir
til þess að þúsundir heimila eigi enn
og aftur eftir að ganga í gegnum aðra
holskeflu, þó svo að bankarnir séu
með sitt á hreinu. Lætur þar hæst
óraunhæf skuldbinding og sveiflu-
kennt efnahagsástand.
Landsbankastjóri
illa upplýstur
Hér eru reifuð málefnaleg sjónar mið um það hvort rétt sé að konur geti tekið ein-
hliða ákvarðanir um eyðingu fósturs
sem er afleiðing getnaðar við það sem
við köllum „eðlilegar“ aðstæður!
Nú á tímum jafnréttis er umræða
fjölmiðla um fóstureyðingar enn ein-
hliða og femínísk. Eingöngu virðist
rætt við konur og afstaða karla er
sniðgengin.
Fóstureyðing er aldrei, né getur
verið, einkamál konu. Enda verður
barn ekki getið nema með aðkomu
karlmanns. Konur verða að axla
ábyrgð á eigin kynlífi alveg eins og
karlmenn!
Kona sem getur einhliða tekið
ákvörðun um fóstureyðingu getur
með því sniðgengið afleiðingar kyn-
lífs síns. Hins vegar ræður karlinn
engu um það hvort konan eigi eða
deyði barnið. Ef konan vill fæða barn-
ið þarf karlinn/ríkið að greiða með
barninu til 18 ára aldurs. Þá kann
karlinn að þurfa að klífa endalausar
brekkur til að fá lágmarksumgengni
við barn sitt. Þá eiga börn einstæðra
foreldra lögheimili hjá mæðrum
sínum í yfir 90% tilvika. Það er ekki
vegna þess að feður kjósi svo, heldur
vegna undirliggjandi mæðrahyggju
er þrúgar íslenskt samfélag og kemur
í veg fyrir að börn geti umgengist
feður sína með eðlilegum hætti.
Ekkert af þessu hefur neitt með jafnan
rétt kynjanna að gera nema síður sé.
Allt tal um fóstureyðingar snýst fyrst
og síðast um enn meiri og aukinn
rétt kvenna, með áframhaldandi
skerðingu á réttindum feðra til að
hafa eitthvað að segja til um ófætt/
fætt barn sitt, þar með talið uppeldi
eða umgengni við það!
Það þarf að gæta að réttindum
feðranna og barnanna sjálfra, en
ekki einblína eingöngu á skoðanir
kvennanna sem vilja ekki fæða né ala
upp börnin sem þær hafa þó getið!
Þessar konur virðast þó vera einráðar
og geta sniðgengið rétt annarra.
Réttur karlsins skiptir máli þar sem
fóstur er ekki eingetið, kannski vill
viðkomandi faðir ala barnið upp einn
eftir fæðingu þess? Og það á að vera
sjálfsagt mál nú á tímum jafnréttis.
Þá þarf hafa í huga rétt barnsins
sjálfs til lífs. Einnig þarf að skoða sið-
ferðislegu hliðina á þessu gagnvart
feðrum og barni! Það má ekki ein-
blína á hlið konunnar.
Ég heyri að konur sem rætt er við
klifa á rétti sínum yfir eigin líkama.
Það er rétt að undirstrika það að kona
hefur vald yfir eigin líkama þó henni
sé gert að axla ábyrgð og afleiðingar
á eigin kynlífi!
Þá er afar óviðeigandi að heyra
konur bera á karlastéttina í fjöl-
miðlum nýverið að hún ali á einhvers
konar órétti í þeirra garð þó konan
geti ekki nýtt fóstureyðingar ein-
hliða og án skýringa. Slík framsetn-
ing eykur líkur á að litið sé svo á að
konur vilji geta notað fóstureyðingar
sem einhvers konar getnaðarvörn!
Ekki einkamál konu
Það er í mínum huga afar mikilvægt
að maðurinn hafi eitthvað um það að
segja hvort eyða megi fóstri. Kannski
vill hann eiga barnið og ala það upp?
Alveg eins og konan getur í dag ein-
hliða ákveðið að gera. Á slíkt ekki að
ganga jafnt í báðar áttir? Þetta má
ekki vera og er ekki einkamál konu.
Konur eru svo uppteknar af rétt-
indabaráttu sinni, að þær virðast því
miður alveg hafa sniðgengið hags-
muni karla eða barna þeirra til jafns
réttar. Öll umfjöllun um rétt kon-
unnar á þessu sviði er á femínískum
nótum sem er óæskilegt.
Gleymum ekki heimssögunni
og afleiðingum öfgafullra „isma“ –
stefna er leitt hafa til mikils óréttar
eins og fasisma, rasisma og nasisma.
Konur verða að gæta hófs í baráttu
sinni. Því skerðing á umgengni og
svona einhliða ákvarðanir eru til
þess fallnar að skerða rétt og vinna
gegn hagsmunum ekki bara karla,
heldur framtíð barnanna sjálfra!
Réttarbóta kann að vera þörf en
taka þarf umfram allt annað mið
af rétti barnsins og feðranna sbr.
framangreint. Það er í mörg horn og
lagakróka að líta við svona ákvarð-
anir!
Konur verða að hafa í huga að
þær njóta ýmissa sérréttinda nú
þegar umfram karla, sem of langt
mál væri að telja upp hér, innan
skamms munu þær t.d. fá sérstaka
íhlutun vegna þeirrar staðreyndar
að þær hafa á klæðum en karlar ekki.
Þessi munur á kynjunum verður því
að ganga í báðar áttir. Karl getur jú
ekki gengið með barn sem hann
getur með konu, rétt eins og hann
getur ekki haft á klæðum! Það þarf
að skoða hlutina í þessu ljósi.
Niðurstaða: Tillit skal ekki ein-
vörðungu lúta að sérstöðu kvenna,
heldur þurfa réttindi að lúta að sér-
stöðu karla líka! Það er ekki svo í
dag!
Breytum þessu og stuðlum að
„raunverulegum“ jöfnum rétti!
Fóstureyðingar, femínismi og
mæðrahyggja!
Það er gott að vera meðlimur í félagi sem starfað hefur óslitið í 200 ár! Sérstaklega þar sem
starf félagsins snýst um bók bók-
anna, Biblíuna. Mér er sú bók kær og
get tekið undir með sálmaskáldinu
sem segir: „Þitt orð er lampi fóta
minna og ljós á vegum mínum“
(Sálmur 119, 105).
Biblían, eða a.m.k. Nýja testa-
mentið (N.t.) er til á flestum íslenzk-
um heimilum, enda með söluhæstu
bókum. Hún er oft keypt í gjafir,
t.d. skírnar- og fermingargjafir, en
hafnar því miður oft í bókahillum
til að safna ryki. Reyndar hafa full-
trúar Gídeonfélagsins í gegnum árin
afhent grunnskólabörnum Nýja
testamentið. Mér þykir miður að sú
hefð hafi verið lögð niður af borgar-
yfirvöldum í Reykjavík.
Þegar ég dvaldi sem ungur dreng-
ur í Vatnaskógi vorum við hvattir
til að lesa í N.t. og varð Lúkasarguð-
spjall fyrir valinu. Ég man að þegar
ég kom heim úr Skóginum, 10 ára,
sagði ég við mömmu mína að þetta
hefði verið skemmtilegasta vika sem
ég hefði lifað. Ég hvet þig sem lest
þessi orð mín að gefa Lúkasi koll-
ega mínum tækifæri á að segja þér
frá lífi og starfi Jesú. Síðan er upplagt
að lesa aðra bók eftir sama höfund,
sem er Postulasagan.
Biblían er samsett úr 66 ritum
sem eru ákaflega fjölbreytt. Sagn-
fræði, spádómsbækur, ljóðasafn,
fagurbókmenntir, safn sendibréfa
o.s.frv. Nýja testamentið byggist á
Gamla testamentinu (G.t.) og finna
má spádóma um Messías, Jesú, í
flestum ritum G.t.
Sagnfræðingar nota, að mér skilst,
einkum tvennt til að meta áreiðan-
leika heimilda. Í fyrsta lagi hvað
elztu handrit sem varðveitzt hafa
eru nálægt þeim atburðum sem þau
segja frá. Og í öðru lagi hve mörg
handritin eru sem hafa varðveitzt.
Á þennan mælikvarða eru frásagnir
af lífi og starfi Jesú mun áreiðanlegri
en annað frá þessum tíma í mann-
kynssögunni.
Í fyrstu tveimur köflum Mósebók-
anna er að finna ljóðræna frásögn af
sköpuninni. Hvort sem hún gerðist
á lengri eða skemmri tíma er það
sannfæring mín, að Guð skapaði
veröldina. Því meira sem ég kanna
mannslíkamann og náttúruna yfir-
leitt, styrkist trú mín og ég fyllist
lotningu. Ég hef löngum undrast
hve trú þess fólks er mikil, sem
trúir því að veröldin hafi orðið til
fyrir tilviljun! Og jafnvel enn stærri
er „trú“ þeirra sem álíta að ekkert
líf sé að þessu jarðneska lífi loknu.
Við getum táknað eilífðina sem
eina endalausa línu. Þá er líf okkar
eins og örlítill punktur á þeirri línu.
Síðan ekkert meir?
Við fögnum nú á jólum því að
Guð sendi okkur frelsara til að
gefa okkur eilíft líf með sér. Leitum
ekki langt yfir skammt. Jesús sagði
í Matt. 4, 4: „Eigi lifir maðurinn á
einu saman brauði heldur á hverju
því orði sem fram gengur af Guðs
munni.“
Að lokum hvet ég fólk að gerast
meðlimir í H.Í.B. sem nú fagnar 200
ára afmæli – Árgjaldið er einungis
2.000 kr.
Í tilefni af 200 ára afmæli
Hins íslenzka Biblíufélags
Vilhelm Jónsson
fjárfestir
Margt bendir til þess að
þúsundir heimila eigi enn og
aftur eftir að ganga í gegnum
aðra holskeflu, þó svo bank-
arnir séu með sitt á hreinu.
Ásmundur
Magnússon
læknir
Ég hvet þig sem lest þessi orð
mín að gefa Lúkasi kollega
mínum tækifæri á að segja
þér frá lífi og starfi Jesú.
Síðan er upplagt að lesa aðra
bók eftir sama höfund, sem
er Postulasagan.
Konur verða að hafa í huga
að þær njóta ýmissa sérrétt-
inda nú þegar umfram karla,
sem of langt mál væri að
telja upp hér, innan skamms
munu þær t.d. fá sérstaka
íhlutun vegna þeirrar
staðreyndar að þær hafa á
klæðum en karlar ekki.
Jakob Ingi
Jakobsson
mannréttindalög-
fræðingur
visir.is Lengri útgáfa af greininni
er á Vísi
1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U d A G U r40 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð