Fréttablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 38
Mannanna verk standa ekki öll um aldur og ævi. Sum endast vel og lengi og skila hlutverki sínu eins og til var ætlast en önnur þarfnast viðhalds og lag- færingar fljótlega eftir að þau eru tekin í gagnið. Allt fer það eftir því hvernig staðið var að framkvæmd- um í upphafi og hvaða hlutverki verkið átti að þjóna þegar það var undirbúið. Margt getur breyst á stuttum tíma sem getur haft áhrif á endingu. Á sínum tíma var vegakerfið í uppsveitum Árnessýslu hannað og byggt upp til að þjóna íbúum, frístundabyggðinni og þeim ferða- mönnum sem þá lögðu leið sína um sveitirnar. En á síðustu árum hefur álag á kerfið margfaldast vegna auk- ins fjölda ferðamanna um svæðið. Það gefur augaleið að eitthvað gefur þá eftir. Vegakerfið á þessu svæði þarf að bera um 80-90% af umferð þeirra erlendu ferðamanna sem leggja leið sína til landsins. Á þessu ári má því gera ráð fyrir að a.m.k. 800.000-900.000 erlendir ferða- menn fari um þessa vegi til viðbótar við íbúa og innlendu ferðamennina sem gætu verið um 200.000. Þegar fjöldi erlendra ferðamanna verður kominn upp í tvær milljónir eftir nokkur ár, eins og spár gera ráð fyrir, og sama hlutfall leggur leið sína í uppsveitirnar, má gera ráð fyrir að 1,6 til1,8 milljónir erlendra ferðamanna fari um vegina það árið. Helstu náttúruperlur og vin- sælustu ferðamannastaðir lands- ins eru í Bláskógabyggð og þar af leiðandi er þar eitt landsins mesta álag á vegi. Þingvallavegur, Biskups- tungnabraut, Laugarvatnsvegur, Reykjavegur, Kjalvegur, vegurinn um Eystri-Tunguna og vegurinn frá Brúarhlöðum að Biskupstungna- braut eru vegir í Bláskógabyggð sem þarfnast gífurlega viðhalds. Það er ekki hægt að bíða lengur með að byggja þá upp og búa þannig um hnútana að þeir beri alla þá umferð sem um þá fer dags daglega. Sam- kvæmt úttekt sem viðurkenndir aðilar hafa gert er hluti af þessum vegum sem að ofan eru taldir meðal hættulegustu vega á landinu ef horft er til tíðni umferðaslysa. Mikilvægt að dreifa álaginu Það er gríðar mikilvægt að hægt verði að dreifa álagi á þessa vegi sem mest um aðrar leiðir. Dæmi um slíka leið er Reykjavegur (355), sem liggur á milli Laugarvatnsvegar og Biskupstungna brautar. Reykja- vegurinn hefur verið á samgöngu- áætlun í mörg ár en alltaf þegar á að fara í framkvæmdir hefur verkinu verið frestað og hafa ýmsar ástæður verið nefndar í gegnum tíðina. Reykjavegurinn skiptir miklu máli fyrir okkur íbúa í sameinuðu sveitarfélagi þar sem hann tengir saman þéttbýlisstaðina Laugarvatn og Reykholt. Vegurinn er hættu- legur á köflum og um hann fer mikil umferð. Til stóð að bjóða Reykja- veginn út í haust og hefja fram- kvæmdir árið 2016. En samkvæmt nýjum fjárlögum er framkvæmdum enn frestað um óákveðinn tíma þar sem Vegagerðin fær ekki nægilegt fjármagn til að getað farið í þessa nauðsynlegu framkvæmd. Slysum á þjóðvegum landsins fjölgar, margar ástæður eru þar að baki, m.a. viðhald vega. Í Bláskóga- byggð er ástand sumra vega þannig að slysahætta er veruleg. Vegaxlir eru víða farnar að gefa sig, vegir eru slitnir og regnvatn safnast í polla og rásir með þeirri hættu sem slíkt getur haft í för með sér. Mikil umferð langferðabíla fer eftir öllum þessum vegum og margir telja að þess sé ekki langt að bíða að stórt rútuslys verði. Það væri ekki gott fyrir ferðaþjónustuna ef það orð fer að fara af Íslandi að vegakerfið sé hrunið og beinlínis hættulegt sé að ferðast um landið. Ekki viljum við að sú staða komi upp. Ríkisvaldið þarf nauðsynlega að setja meira fjármagn í samgöngu- mál, það þarf að gera þarf meira og betur en gert er ráð fyrir í næstu fjárlögum. Ég trúi ekki öðru en að samstaða sé um það mál því það er mikið í húfi að strax sé farið í að byggja vegakerfið upp áður en ferðamönnum fjölgar eins og spár gera ráð fyrir. Það hefur aldrei þótt gott að láta taka sig í bólinu eins og ráðherra ferðamála hefur bent á. Gerum betur í samgöngumálum Stundum gefum við okkur að aðventa og jól geti ekki verið annað en gleðiríkir dagar hjá fólki. En þau eru mörg sem eiga um sárt að binda. Ástæðurnar geta verið margvíslegar, missir, sorg, kvíði, áhyggjur, streita. Jólin og aðventan eru viðkvæmur tími. Þá er snert við okkur alveg með sér- stökum hætti. Við leitum í minn- ingarnar, jólin þegar við vorum börn. Atferli, ilmur, jólaskraut, siðir eða ákveðnar persónur. Þess vegna er líka viss tregi yfir jólunum, vegna þess sem var en við kannski finnum ekki aftur. Stundum náum við að nálgast það í gegnum börnin. Við leitum í þetta einfalda og saklausa, þannig eru jólin. Þau snúast ekki síst um nánd. Jólin eru því þungbær þeim sem hafa misst einhvern sér nákominn. Tilfinningar sem fylgja ástvinamissi eru samofnar tilfinningum jólanna. Aðventan er tími vonar Enn á ný er aðventa gengin í garð og hátíðin nálgast. Jólin koma, hverjar sem aðstæður þínar kunna að vera. Í sporum gleðinnar og líka í skugga sorgarinnar. Aðventan vekur hjá okkur eftirvæntingu og von. Þörfin kviknar fyrir það sem er heilagt, við viljum fanga það inn í líf okkar. Það er snert við tilfinningum, samkennd og samhugur eiga greiða leið að okkur. Hlýtt viðmót, faðmlag og orð sem miðla umhyggju. Nokkur hagnýt atriði Fyrir þau sem glíma við sorgina er mikilvægt að huga að eftirfarandi: l tjáðu þig um líðan þína við ein- hvern sem þú treystir, finndu rými til að tala um upplifun þína. l börnin mega aldrei gleymast í sorginni, leyfðu barninu að tala og tjá líðan sína að vild. Sýndu barninu þínar tilfinningar. Forð- astu ekki að tala um dauðann við barnið. Hvað getum við gert fyrir vini í sorg? l heimsækjum vin í sorg, það er mikilvægt. Hvað á að segja? Stundum þarf ekkert að segja. Heimsóknin snýst einfaldlega um að vera til staðar, oft er faðmlag eða samtal án orða besta hjálpin. Í sorg er svo mikilvægt að finna fyrir hlýju og trausti, samhygð. Og við þurfum að skilja að gjarn- an hefst nýtt sorgarferli hjá fólki í aðdraganda jóla. Að ná sáttum Reiðin er einn angi sorgarinnar, reiði sem getur beinst að fólki eða Guði, við þurfum að gefa rými til þess að fá útrás fyrir reiðina, losa um hana, tala út, gráta út. Alveg sama hvort þessi reiði á við rök að styðjast eða ekki. Hér er ekki spurt um rök, heldur tilfinningar og við þurfum að sýna þeim alúð, viður- kenna og vinna með þær. Frægasta glíma manns og Guðs er skráð í Jobsbók. Hann vildi hafa hendur í hári þess gamla þarna uppi, segja honum hve ósanngjarn hann er, gagnrýna Guð og benda á aðrar leiðir. Job kemst að lokum að niður- stöðu, nær sáttum við Guð, sem að mörgu leyti má segja að sé lokatak- mark sorgarferils – að ná sáttum. Við nefnum þetta vegna þess að jólatíminn getur líka einkennst af reiði, biturð, það fer eftir því hvar við erum stödd. En hér koma jólin með boðskap sinn líka, sem vert er að staldra við. Birta og von jólanna Jólin vekja von um betri tíð en vekja líka til umhugsunar. Hvernig getur himinninn sem opnast mótað líf okkar? Ljósin og jólasöngurinn færa okkur nær. Tölum um líðan okkar, það er í lagi að gráta og finna til, en deilum því með þeim sem hefur eyra að hlusta. Kannski verða jólin ekki eins og þú væntir, kannski er eitthvað sem vantar en þú vildir hafa, en samt koma þau til þín, með birtu og von og segja þér: Vertu óhrædd, vertu óhræddur, þetta verður í lagi. Birta jóla inn í skugga sorgar Hvernig stendur á því að mér dettur stundum í hug hug-takið „einveldi“ þegar ég les blaðagreinar þeirra manna sem berja sig utan með orðum í vand- lætingu á frumvarpi um það skilyrta verslunarfrelsi varðandi sölu á áfengi sem nú liggur fyrir Alþingi? Megin röksemd þeirra er jafnan tilvísun í stundum óljósar, en líka ákveðnar skýrslur eða rannsóknir, sem sýni og sanni að aukið aðgengi að áfengi valdi stóraukinni neyslu þess með ótal vandamálum sem því fylgi. Nú efast ég ekki um það eitt augnablik að slíkar skýrslur séu til enda með ólíkindum hvílík ógrynni ritmáls renna undan rifjum þeirra stofnana sem til þess eru kjörnar að vinna að ákveðnum málefnum, t.d. heil- brigðismálum. Gott og vel – gefum okkur að þetta sé reyndin og vissulega er ekki deilt um það, að áfengi getur valdið ein- staklingum og fjölskyldum þeirra skaða þó að flestir umgangist það án þeirra afleiðinga. Samfélagið ber í þessum tilfellum vissulega skaða umfram þann hagnað sem kaup þessara aðila á áfengi færa ríkissjóði eins og í tilfelli Íslendinga. En það er að sjálfsögðu alveg galin nálgun að miða stefnumörkun um áfengis- verslun við lægsta samnefnara því flestir neytendur áfengis njóta þess með eðlilegum hætti og valda ekki umræddum skaða sér eða öðrum. Þreytandi síbylja Þessi síbylja um aðgengi = áfengis- böl er þreytandi og ekki sæmandi sæmilega viti bornum einstakling- um sem þó viðhafa hana stundum. Allt aðgengi almennings hefur sömu annmarka ef grannt er skoðað. Lágur þröskuldur við öflun ökuréttinda, auðveld bifreiðakaup að ekki sé minnst á reiðhjól og aðrar renni- tíkur veldur auðvitað fjölda slysa með eftirfylgjandi skaða fyrir sam- félagið. Aðgengi að skotvopnum og skotfærum getur á sama hátt átt þátt í skaða á fólki og kostnaði fyrir sam- félagið. Minnumst ekki á íþróttirnar. Það er stórhættulegt að ferðast – ekki síst nú um stundir – til ákveðinna landa eða svæða þar sem órói ríkir og vissulega veldur aðgengi almennings að slíkum ferðum stundum skaða. Ef við ætlum að koma í veg fyrir allt slíkt þurfum við að vefja fólk inn í bómull – að koma í veg fyrir aðgengi. Ég held stundum að verið sé að óska eftir áðurnefndu einveldi en ekki lýðræðisþróun þegar hæst lætur vaðallinn um hættu á aðgengi að áfengi. Að einhver einvaldur, en ekki fólkið í landinu eigi að ákveða hvað sé gott og rétt fyrir almenning. En þegar vandlega er farið yfir allt þetta aðgengi og þann skaða sem það veldur einstaklingum og sam- félagi þá er niðurstaðan sem betur fer ætíð sú, að þar sé um að ræða mikinn minnihluta almennings. Sanngjarnt fólk getur ekki samsinnt því að rétt sé að miða aðgengi við þennan fámenna hóp en hirða ekki um meirihlutann og aðgengi hans að lögmætri verslunarvöru. Ber ég von í brjósti um upplýstari umræðu og aukna mannvirðingu? Vissulega – en þó skil ég betur nú en þegar ég las ungur í skóla orð Prússa- keisara um ást hans á rakkanum umfram mennina. Aðgengi og afleiðingar Ég held stundum að verið sé að óska eftir áðurnefndu ein- veldi en ekki lýðræðisþróun þegar hæst lætur vaðallinn um hættu á aðgengi að áfengi. Sigurður Jónsson framkvæmda- stjóri Kannski verða jólin ekki eins og þú væntir, kannski er eitt- hvað sem vantar en þú vildir hafa, en samt koma þau til þín, með birtu og von og segja þér: Vertu óhrædd, vertu óhræddur, þetta verður í lagi. Sigrún Óskarsdóttir prestur Óskar Hafsteinn Óskarsson prestur Það væri ekki gott fyrir ferðaþjónustuna ef það orð fer að fara af Íslandi að vegakerfið sé hrunið og beinlínis hættulegt sé að ferðast um landið. Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U d A G U r38 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.