Fréttablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 90
„Þessi hugmynd var alltaf að koma
aftur og aftur upp, eins og stundum
gerist í svona hönnunar- og hug-
myndaferli, nema hvað að þessi hélt
alltaf áfram að skjóta upp kollinum,“
segir Helga Friðriksdóttir, annar hluti
tvíeykisins sem myndar Orrifinn
skartgripi, en Verkfæri, fjórða lína
þessa vinsæla skartgripamerkis, verð-
ur dregin fram í dagsljósið á morgun.
„Í fyrra átti seinasta línan okkar,
Flétta, hug okkar allan og því ýttum
við verkfærunum alltaf til hliðar,“
útskýrir Helga sem segir kornið sem
fyllt hafi mælinn hafa verið ævagöm-
ul skæri sem Helga hnaut um þegar
hún og Orri, voru fyrir vestan að
gera upp gamalt hús. „Ég fann þessi
eldgömlu hárskeraskæri, sem voru
brotin, ryðguð og svo ótrúlega falleg.
Ég fór rakleiðis til Orra með þau og
sagði við hann að þetta væri ekkert
annað en tákn um að láta loks verða
af því að sinna þessari hugmynd.“
Úr varð að þau Orri fóru að spek-
úlera mikið og velta fyrir sér verkfær-
um en vildu hugsa út fyrir rammann
og endurhugsa formfasta hugtakið
verkfæri aðeins. „Flestir hugsa um
hamar eða skrúfjárn þegar talað er
um verkfæri, en þau eru svo mörg
önnur og eiga sér öll sín sérstöku
hlutverk. Við tókum fyrir rakhníf, exi
og skæri – sem eru öll með svo falleg
form, og blekpenna, því þótt það
gleymist stundum er penninn verk-
færi og í ofanálag beittasta vopnið,“
bendir Helga á. Fimmta verkfærið
sem varð fyrir valinu var lykill: „Hann
er svo fallegt og rómantískt verkfæri
og mjög táknrænn.“
Vekur athygli að sum Verkfæranna
hafa verið skreytt djúprauðum,
dropalaga steinum sem eiga að
endurs pegla blóð. „Þegar við vorum
að velta fyrir okkur boðskap línunnar
og hvað við vildum að hún stæði fyrir
kom verkalýðsbarátta fyrst upp í
hugann. Það hvernig forverar okkar
hafa byggt þetta land með berum
höndum. Línan er þannig á vissan
hátt til heiðurs verkafólkinu og óður
til hversdagshetjunnar sem leggur sitt
af mörkum með verkfærið að vopni.
Það er hægt að
minnast blóðs,
svita og tára
forvera okkar
og finna sinn
eigin styrk
með skartgripi
úr Verkfæri,“
segir Helga, sem
er í óðaönn við að
undirbúa útgáfuhóf
línunnar sem fram
fer á morgun milli 17.00
og 20.00 í nýrri verslun
Orrifinn skartgripa að Skóla-
vörðustíg 17a.
gudrun@fretta-
bladid.is
Svipta loks
„Ég held þetta sé
nítjánda árið
okkar, annars
erum við ekk-
ert góðir að
muna svona
tölur,“ segir
Þorkell Máni
P é t u r s s o n
útvarpsmað-
ur á X-977,
sem er einn
af skipuleggj-
endum hinna
árlegu Xmas
tónleika sem
fram fara í Hlé-
garði í Mosfellsbæ
í kvöld. Allur ágóðinn af tónleikunum
rennur í nýjan tómstundasjóð Rauða
krossins sem notaður verður til styrkt-
ar börnum flóttafólks.
„Við höfum alltaf styrkt gott málefni
og ágóðinn rennur óskiptur í tóm-
stundasjóðinn til styrktar börnum
flóttafólks. Þetta málefni er mjög
viðkvæmt um þessar mundir og við
viljum að þessir flóttamenn aðlagist
samfélaginu og viljum aðstoða þá eins
og við getum. Fólk hefur verið duglegt
við að styðja flóttamenn á samfélags-
miðlun og nú er komið að því að styðja
þá í verki þannig að ég býst við að fólk
kaupi sér miða,“ segir Máni.
Á tónleikunum koma fram nokkrir
af vinsælustu tónlistarmönnum þjóð-
arinnar en það eru Dimma, Emmsjé
Gauti, Júníus Meyvant, Kiriyama
Family, Axel Flóvent, Markús &
The Diversion Sess ions, Himbrimi,
Rythmatik, Kontinuum og VIO sem
koma fram.
Tónleikarnir fara fram í Hlégarði
sem er talið vera eitt glæsilegasta tón-
leikahús landsins. „Við ætlum að prófa
að vera í Mosó. Þetta er alveg geggjað
hús og við viljum líka með þessu draga
fólkið úr bænum og látunum og leyfa
því að njóta sín í Mosó,“ bætir Máni
við.
Húsið er opnað kl. 19.30 og hefjast
tónleikarnir kl. 20.00. Miðasala fer
fram á miði.is og kostar hver miði 977
krónur. gunnarleo@frettabladid.is
Vill sjá
Emmsjé Gauti ætlar að styðja börn flóttamanna með því að koma fram á tónleikunum í kvöld. fréttablaðið/pjEtur
Hinir árlegu
Xmas tón-
leikar fara
fram í kvöld
og rennur
allur ágóði af
tónleikunum
í nýjan tóm-
stundasjóð til
styrktar börn-
um flóttafólks.
hulunni af
Verkfærum
Blóðidrifnir skartgripir Orrifinn eru til
heiðurs verkafólkinu og óður til hversdags-
hetjunnar. „Hvað eru verkfæri?“ spyr Helga
Friðriksdóttir annar hluti tvíeykisins.
Orri og Helga eru
eigendur Orrafinn.
Guðrún
Ansnes
gudrun@frettabladid.is
stuðning
í verki
frosti logason og Máni
pétursson, útvarps-
menn á X-inu 977.
fréttablaðið/stEfán
1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U d A G U r74 L í F I ð ∙ F r É T T A b L A ð I ð