Fréttablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 42
Fólk| tíska katrín Halldóra Sigurðardóttir útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands í sumar og hefur leikið í Í hjarta Hróa hattar í Þjóðleikhúsinu fyrir fullu húsi síðan. „Sýningar halda áfram eftir áramót en auk þess er ég að æfa „Um það bil“ sem er nýtt sænskt verk í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Það verður frumsýnt 29. desember svo við erum á lokasprettinum. Eft- ir áramótin verð ég svo að syngja og leika í Djöflaeyjunni hjá Baltasar Kormáki. Verkefnin eru því fjöl- breytt og hvert öðru skemmtilegra og það er alltaf gaman að mæta í vinnuna,“ segir Katrín Halldóra og bendir á að gjafabréf í Þjóðleikhús- ið sé gráupplögð jólagjöf. Blaðamaður forvitnaðist aðeins um fatastíl Katrínar og komst að því að hún kærir sig ekki um að láta sér verða kalt. Hvaða flík er í uppáhaldi? Það eru án efa Timberland-kuldastígvélin sem ég fékk í jólagjöf frá kærastan- um mínum fyrir tveimur árum. Þau hafa komið sér rosalega vel og ekki er verra hvað þau eru nú falleg. Hvernig klæðir þú þig annars hvers- dags? Ég er oftast í gallabuxum og toppa þær með þægilegum bol og hlýrri peysu. Ég er mikið í svörtu svo það væri skandall að nefna það ekki hér. Hvernig klæðir þú þig spari? Þá færi ég mig meira yfir í eitthvað sem glitrar og glansar og er mikið fyrir silki og leður. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Ég get nú ekki sagt að ég sé með neinn sérstakan fatastíl. Ég gekk auðvitað í gegnum ýmis tíma- bil þegar ég var unglingur og var útlitið alls konar, misvandræðalegt. Núna kaupi ég aðallega það sem mér finnst fallegt og þægilegt og legg ríka áherslu á að það sé jafn- auðvelt að fara í og úr. Hvar kaupir þú fötin þín? Ég kaupi mjög sjaldan föt en þegar ég tek mig til fer ég oftast í Zöru, Top Shop og 66°N. Eyðir þú miklu í föt? Já. Þó ég fari sjaldan að versla þá kaupi ég stundum dýrar flíkur sem endast lengur en tvo þvotta. Bestu kaupin? Án efa 66°N kulda- úlpan mín. Hún kostaði hálfan handlegg á sínum tíma en ég er líka reiðubúin út í hvaða storm sem er. Verstu kaupin? Það var forláta risastór sombreróhattur sem ég keypti á Spáni um árið. Ég dröslaði honum í flugvélina og ætlaði svo- leiðis að nota hann hérna heima á sólríkum dögum. Strax á Keflavík- urflugvelli var hann næstum því fokinn af mér og rifnaði. Hann hef- ur verið í geymslu alla tíð síðan. Hvers konar fylgihluti notar þú? Ég er ekki mikið með skartgripi hvers- dags enda allt of mikið vesen að taka þá af fyrir æfingar í leikhús- inu og muna svo eftir þeim. Ég er hins vegar alltaf með MK-töskuna sem mamma gaf mér. Hún er algjör bomba og ég geymi allt í henni. Svo má ekki vanmeta gildi góðs varalit- ar. Hann getur poppað upp skamm- degið. Ég á nóg af varalitum. Hver er nýjasta flíkin í skápunum? Ég keypti mér voða fína hlýja kápu í Zöru um daginn. Mig vantaði eitt- hvað á móti 66°N úlpunni sem væri líka hlýtt en aðeins fínna. Hvaða flík notar þú mest? Það eru gallabuxur úr Top Shop. Þær eru reyndar orðnar mjög rifnar að framan og ég hef oft verið spurð hvort ég hafi lent í slagsmálum eða hnífabardaga. En þær eru bara svo rosalega þægilegar að ég er í þeim nánast daglega. vera@365.is Lætur sér Ekki VErða kaLt PoPPar uPP mEð VaraLit Leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir leggur mest upp úr hlýjum og þægilegum fatnaði. Hún er mikið í svörtu en velur glit og glans við sparilegri tilefni. Mest notaða flíkin í fataskápnum er gallabuxur sem hún fékk í Top Shop. Þær eru svo rifnar að fólk spyr hvort hún hafi lent í slagsmálum eða hnífabardaga. rifnar En þægiLEgar Timberland-kuldastígvélin frá kærast- anum eru í miklu uppáhaldi hjá katrínu. Sömuleiðis svartar gallabuxur úr Top Shop. Þær eru í stöðugri notkun og orðnar svo rifnar að fólk spyr katrínu hvort hún hafi lent í hnífabardaga. MYND/GVA SS býður nýja vöru, taðreykt hangikjöt. Kjötið er verkað eftir gömlum íslenskum aðferðum sem hafa verið notaðar um aldir í sveitum landsins. Kjötmeistarar velja kjötið af kostgæfni, það er pækilsaltað og reykt við tað þar til réttum lit, bragði og áferð er náð. Þeir sem vilja gamaldags þjóðlegt hangikjöt með miklu bragði ættu að velja Taðreykta hangikjötið frá SS. Veldu rétt Taðreykt hangikjöt Það bragðmikla Tindfjallahangikjet Það ljúffenga Birkieykt hangikjöt Hið bragðmilda Þessi gullverðlaunavara er tvíreykt, þurrkuð og söltuð með sjávarsalti. Verkunartíminn getur verið allt upp í 3 mánuðir en lærið heldur áfram að verkast og batna með tímanum, ársgamalt er úrvals. Tindfjallahangi kjetinu er pakkað í lofttæmdar umbúðir og sett í sérsaumaðan strigapoka og er sælgæti sem borðað er hrátt. Hentar sérstaklega vel sem forréttur eða smáréttur og er tilvalið í jólapakkann eða til þess að hafa uppi við á aðventu og bjóða gestum og gangandi jólabita. Birkireykta hangikjötið frá SS er sígilt og löngu landsþekkt. Það er aðeins framleitt úr fyrsta flokks hráefni. Við reykingu er notað íslenskt birki. Þeir sem vilja mjúkt, safaríkt og bragðmilt hangikjöt ættu að velja Birkireykta hangikjötið frá SS. HVernig HangikjÖT VilTU Um jÓlin? Sjáið jÓlaúrValið inná HeimaSíðU SS, SS.iS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.