Fréttablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 48
Fólk|tíska er ekki minimalísk „Ég viðurkenni fús- lega að vera ekki partur af hinum mínímalíska lífsstíl þó ég glöð myndi vilja og á það því miður til að kaupa mér frekar nokkrar ódýrari flíkur held- ur en eina dýra og klassíska.“ spáir þú mikið í tísku? Já, já, ég elti samt ekkert alla tískustrauma og sumt skil ég ekki og þá líður mér smá vandræðalega. Til dæmis skil ég ekki þessa blessuðu normcore-tísku, af hverju ætti ég að vilja klæða mig eins og George Costanza í Seinfeld? Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Hann er síbreytilegur en alltaf smá rokkaður og mjög ópraktískur. Ég finn sérstaklega fyrir þessu ópraktíska núna með átta vikna dóttir mína á brjósti. Hef oftar en einu sinni áttað mig á því í margmenni, t.d. í veislu eða á kaffihúsi að eina leiðin til að ná að vippa út brjóstinu og gefa barninu sé hreinlega að fara alveg úr kjólnum mínum og sitja þannig eftir á upp- háum aðhaldssokkabuxum og ólekk- erum gjafahaldara einum klæða. Hvernig klæðir þú þig hversdags? Rifnar svartar gallabuxur eru staðal- búnaður þessa dagana, biker-jakki, flennistór trefill og í mesta slabbinu reyni ég að skilja hælaskóna eftir heima (er að reyna að hætta að vera svona ópraktísk, sko) og klæðist töff- aralegum gúmmístígvélum úr Ilse Jacobsen. Hvernig klæðir þú þig spari? Númer eitt, tvö og þrjú eru aðhaldssokka- buxur, helst sem ná upp að handar- krika. Svo kjóll sem hentar illa til brjóstagjafa eða pallíettujakki sem flækist í hárinu á dóttur minni. Ég er í alvörunni að reyna að vinna í að eignast praktískari spariföt! Hvar kaupir þú fötin þín? Ætli 90% af fataskápnum mínum séu ekki vintage- föt úr Spúútnik eða Nostalgíu þar sem ég starfaði í fjölda ára í bland við flíkur úr Zöru og Topshop. eyðir þú miklu í föt? Sko. Ég er vandræðalega nísk á að kaupa mér dýrar flíkur en viðurkenni fúslega að vera ekki partur af hinum mínímal- íska lífsstíl þó ég glöð myndi vilja og á það því miður til að kaupa mér frekar nokkrar ódýrari flíkur heldur en eina dýra og klassíska. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Rifnu gallabuxurnar, 80 den aðhaldssokka- buxurnar, hlébarðapelsinn minn úr Nostalgíu og fringe-rúskinnsjakkinn úr Spúútnik slást um þann titil. Uppáhaldshönnuður? Vivienne Westwood – alltaf. Bestu kaupin? Flennistóri Zörutref- illinn minn sem knúsar mig í desem- berkuldanum. Verstu kaupin? Sjitt. Ég held ég sé búin að gera svo oft slæm kaup svona klukkan kortér í sex á laugar- degi þegar mér hefur fundist mig bráðvanta nýja flík fyrir partí kvölds- ins að ég er búin að blokkera minn- inguna um þau allra verstu. Hverju verður bætt við fataskápinn næst? Praktískri hnepptri skyrtu sem hentar vel til brjóstagjafa. Djók. Það verður pottþétt einhver ópraktískur hátíðarsamfestingur með tólf tölum í bakið sem ég þarf aðstoð við að kom- ast í og úr til að pissa. Hver er helsti veikleiki þinn þegar kemur að tísku og útliti? Yfirhafnir og þá aðallega flottir leðurjakkar. notar þú fylgihluti? Já, alveg grimmt. Sérstaklega Stellu McCartney sólgleraugun með styrkleika svo ég sjái lengra en metra fram fyrir mig. Langar að vera með þau alltaf. Allan daginn. Líka á nóttinni. Áttu þér tískufyrirmynd? Ég meina það svo innilega þegar ég segi mamma mín, Svala Ólafsdóttir og pabbi minn, Sigurður Hall. Þau eru alltaf smart og kúl og ég vona að ég verði jafn kúl og þau eftir þrjátíu ár! Getur þú sagt mér dálítið um sjálfa þig og hvað er fram undan hjá þér? Ég er þessa dagana spennt að njóta jólanna í fæðingarorlofi með Mekkín dóttur minni og Árna manninum mín- um en þess á milli starfa ég sem list- rænn stjórnandi og teikna skrímsli, furðuverur og hljóðfæri fyrir Mussi- land, tónlistar- og ævintýratölvu- leik fyrir börn sem kemur út í byrjun næsta árs. Þeir sem vilja kynna sér leikinn betur geta farið inn á mussi- land.com. rokkUð en ósköp ópraktísk spUrt&sVarað Grafíski hönnuðurinn Krista Hall heldur upp á rifnar galla- buxur, hlébarðapels, rúskinnsjakka og þykkar aðhaldssokkabuxur sem ná upp í handarkrika. Hún segist sérlega ópraktísk í fatavali og vinni í því að koma sér upp þægilegri spariflíkum. Það gangi þó fremur illa. töff mamma krista með dóttur sína Mekkín. Mynd/Anton Brink NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022 kinahofid.is 8 rétta hlaðborð í hádeginu TILBOÐ KR. 1.790.- OPIÐ KL. 11:00-14:00 Hlaðborðið er alla virka daga, ekki um helgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.