Fréttablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 60
s p o r t ∙ F r É t t A B L A ð i ð Abby kyssir eiginkonu sína, Söruh Huffman, eftir að langþráður heims- meistaratitill var í höfn hjá Wambach síðasta sumar. FréttAblAðið/Getty Abby Wambach togar hér í treyju Guðlaugar Jónsdóttur í landsleik bandaríkjanna á móti Íslandi árið 2005. Ólína Viðarsdóttir fylgist vel með. FréttAblAðið/Getty FótBoLti Það féllu örugglega mörg tár á kveðjustund Abby Wambach í New Orleans í nótt. Það er nefnilega ekki á hverjum degi sem leikmaður á borð við Abby Wambach setur skóna upp á hillu. Það var kannski við hæfi að hún hafi í raun spilað fullt af kveðjuleikjum því bandaríska landsliðið hefur fagnað heimsmeistaratitlinum frá því í sumar með því að spila tíu leiki um öll Banda- ríkin. Sá síðasti af þeim var á móti Kína í nótt. Í tæp fimmtán ár hefur Abby Wam- bach farið fyrir einu besta landsliði heims, unnið allt sem hægt er að vinna og skorað fleiri landsliðsmörk en nokkur annar í sögunni, karl eða kona. Það er ekki nóg með að Abby Wam- bach hafi skorað 184 mörk í 255 lands- leikjum, skorað 24 mörk á stórmótum, unnið tvö Ólympíugull og einn heims- meistaratitil. Hún hefur einnig farið fyrir liðinu innan sem utan vallar og oftar en ekki vakið athygli á stöðu kvenna innan íþróttaheimsins. Umræddur heimsmeistaratitill ætl- aði þó aldrei að komast í hús. Brons á fyrstu tveimur heimsmeistaramótun- um og tap í vítakeppni í úrslitaleiknum fyrir fjórum árum. Abby talaði um það í langan tíma að það eina sem vantaði væri að vinna heimsmeistaratitilinn. Það tókst ekki fyrr en í fjórðu tilraun. Sumir bjuggust við að sjá Abby Wambach spila eitt ár í viðbót og bæta við þriðja Ólympíugullinu í Ríó á næst ári en hún vissi að hennar tími er kominn. „Sú staðreynd að ég hafði ekki unnið heimsmeistaratitilinn gerði það að verkum að ég píndi mig áfram síðasta eina og hálfa árið. Ef við hefðum unnið HM 2011 hefði ég líka hætt eftir gullið á Ólympíuleikunum árið eftir,“ sagði Wambach. Abby Wambach bætti markamet Miu Hamm árið 2013 og varð enn fremur árið 2012 fyrsta bandaríska knattspyrnukonan í heilan áratug til að vera kosin besta knattspyrnukona heims eða síðan Hamm fékk þau verð- laun síðast. Það er sama hvar borið er niður meðal liðsfélaga hennar, allir líta jafn mikið upp til hennar. „Hún kemur okkur af stað. Það er hennar hlutverk. Hún er leiðtogi. Hún bölvar, hún öskrar. Hún er leikmaður sem fórnar sér í allt og gerir allt sem hún getur til að vinna,“ sagði Carli Lloyd, besti leikmaður bandaríska landsliðsins á HM í Kanada. „Hún hefur verið andlit kvennafót- boltans í svo mörg ár. Abby er fótbolta- kona sem við munum tala um í mörg ár til viðbótar,“ sagði Alex Morgan sem verður nú aðalframherji bandaríska landsliðsins. Sú virðing sem Abby hefur unnið sér á sér fáar hliðstæður. Rochester, borgin sem hún er frá, heldur upp á Abby Wambach dag 20. júlí og hún fékk einnig lykil að borginni árið 2011. „Það sem Abby kenndi mér í gegn- um árin er að vera djörf, hugrökk og ekta. Þannig fyllt hún mig eldmóði og þannig hreif hún okkur með sér. Hana dreymir stóra drauma og hún notar stór orð. Allt sem hún gerir er stórt,“ sagði landsliðskonan Heather O'Reilly. Wambach talaði líka um það að það hefði verið auðveldara að stíga frá borði nú þegar hún var komin í mun minna hlutverk innan liðsins en Wambach byrjaði á varamannabekknum stærsta hluta heimsmeistaramótsins síðasta sumar. Baráttukonan Abby Wambach er hins vegar ekki að leggjast í helgan stein. Það sjá allir hana fyrir sér sem lykilpersónu í baráttu fyrir jafnrétti kvenna og karla í fótboltaheiminum. Hún hefur líka talað um það sjálf. Abby Wambach þorir að segja sitt álit og berjast fyrir því sem hún trúir á. Hún hefur þegar hjálpað kvennafótboltan- um að vaxa og dafna sem leikmaður og hver veit nema hún sé ein af konunum sem munu láta til sín taka innan FIFA í framtíðinni.  ooj@frettabladid.is Kveðjustund Abby Wambach varð heimsmeist- ari í fyrsta sinn á HM í Kanada síðasta sumar en það var hennar fjórða heimsmeistaramót. FréttAblAðið/Getty Abby Wambach spilaði í nótt sinn 255. og síðasta leik fyrir bandaríska kvenna- landsliðið í fótbolta en þar með er á enda stórbrotinn ferill markahæsta lands- liðsmanns knattspyrnusögunnar. Leiðtogi bandaríska landsliðsins síðustu ár kveður sem heimsmeistari en er örugglega ekki hætt að segja sína skoðun. hjá engri venjulegri knattspyrnukonu Abby Wambach hafði fyrir leikinn í nótt skorað 184 mörk fyrir banda- ríska landsliðið og komst á blað á móti 33 þjóðum á landsliðsferli sínum. Abby Wambach hefur sýnt mátt sinn í landsleikjum á móti Íslandi frá þeim fyrsta í júní 2003. Wambach spilaði sinn níunda og síðasta lands- leik á móti Íslandi á Algarve-mótinu í mars og það var jafnframt í fyrsta og eina sinn sem hún fagnaði ekki sigri í landsleik á móti Íslandi. Wambach hefur skorað flest mörk á móti Mexíkó eða 24 talsins. Hún hefur skorað 11 mörk á móti Kosta Ríka, Noregi og Svíþjóð. Ísland er þar í níunda sætinu en Japan, Kína og Írland eru einnig fyrir ofan Ísland á markalista Abby Wambach. Wambach skoraði tvennu í fyrstu tveimur landsleikjum sínum á móti Íslandi 2003 og 2004 og hún skoraði einnig bæði mörkin í 2-1 sigri í október 2006. Íslensku stelpunum tókst hins vegar að stoppa hana í þremur af síðustu fjórum leikjum. Skoraði átta af mörkunum sínum á móti Íslandi Það sem Abby kenndi mér í gegnum árin er að vera djörf, hugrökk og ekta. Heather O’Reilly, liðsfélagi Abby Wam- bach í bandaríska landsliðinu. 1 7 . d e s e m B e r 2 0 1 5 F i m m t U d A G U r44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.