Fréttablaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 8
18. apríl 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 AÐALFUNDUR Félags tæknifólks í rafiðnaði Félag tæknifólks í rafiðnaði Aðalfundur Félags tæknifólks í rafiðnaði verður haldinn í húsnæði RSÍ að Stórhöfða 31, Grafarvogsmeginn miðvikudaginn 22. apríl 2015 kl. 17. Reykjavík 10.04.2015 Stjórn Félags Tæknifólks í rafiðnaði HEILBRIGÐISMÁL Gríðarlegt átak þarf að gera í öldrunarhjúkrun vegna fjölgunar aldraðra. Þetta segir doktor Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun. „Það þarf að fjölga fagfólki inni á hjúkrunarheimilum, bæði hjúkrun- arfræðingum og sjúkraliðum. Við þurfum einnig fleiri hjúkrunar- fræð inga sem sérmennta sig í öldrunarhjúkr- un. Viðfangsefn- in eru orðin svo flókin á hjúkrun- arheimilunum. Einstaklingar koma nú miklu veikari þang- að inn en fyrir nokkrum árum. Allar erlendar rannsóknir sýna að hlutfall fag- menntaðs starfsfólks skiptir máli varðandi gæði hjúkrunar og líðan einstaklinganna. Öldruðum sem dvelja heima og þurfa hjúkrun fjölgar einnig,“ bendir Ingibjörg á. Hefja á sérstakt diplómanám í öldrunarhjúkrun við Háskóla Íslands í haust. „Slíkt nám var í boði frá 2007 til 2009 og þá útskrif- uðust 20. Það hefur greinilega aukið gæði þjónustunnar. Svo hafa nokkrir hjúkrunarfræðingar lokið meistaranámi í öldrunarhjúkrun,“ segir Ingibjörg. Nú útskrifast um 150 hjúkrunar- nemar á hverju ári úr almennu hjúkrunarnámi. Samkvæmt könn- un Félags hjúkrunarfræðinga íhuga um 30 prósent hjúkrunar- fræðinga að flytja af landi brott á næstu tveimur árum. 80 prósent á aldrinum 24 til 34 ára íhuga flutn- ing en 35 prósent þeirra sem eru 45 ára og eldri. Um 900 hjúkrunar- fræðingar mega hætta störfum sökum aldurs á næstu þremur árum. Það er mat Ingibjargar að fjölga þurfi nemaplássum í hjúkrunar- fræði til muna, ekki bara til þess að mæta fækkun vegna þeirra sem hætta heldur þurfi að fjölga í stétt- inni. „Það er hins vegar ekki nóg að útskrifa nema, það þarf líka að halda í útskrifaða hjúkrunar- fræðinga og leiðrétta launakjör- in. Íslenskir hjúkrunarfræðing- ar eru eftirsóttur starfskraftur, ekki bara á spítölum heldur einnig í önnur störf. Þeir eru jafnframt eftirsóttir erlendis vegna góðr- ar menntunar.“ Von er á skýrslu frá Félagi hjúkrunarfræðinga um þær áherslur sem þarf að leggja í öldrunarhjúkrun. Skýrslan verður afhent velferðarráðuneytinu, að sögn Ingibjargar. „Skýrslan verð- ur mikilvægt innlegg í umræðuna og gefur vísbendingar um það sem þarf að gera.“ ibs@frettabladid.is Gríðarlegt átak þarf í öldrunarhjúkrun Fjölga þarf fagfólki á hjúkrunarheimilum, bæði hjúkrunarfræðingum og sjúkra- liðum. Einstaklingar koma miklu veikari inn en áður. Öldruðum sem dvelja heima og þurfa hjúkrun fjölgar. Sérstakt diplómanám í öldrunarhjúkrun hefst í haust. INGIBJÖRG HJALTADÓTTIR ALDRAÐIR Erlendar rannsóknir sýna að hlutfall fagmenntaðs starfsfólks skiptir máli varðandi gæði hjúkrunar og líðan einstaklinganna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KJARAMÁL Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja, skrifar starfsfólki sínu á heimasíðu fyrirtækisins þar sem hann fer yfir launakjör fiskvinnslufólks sem þar vinnur samanborið við þá sem vinna sömu störf í Noregi og Þýskalandi. Þorsteinn segir launakostnaðinn hæstan hér. Í sam an - burðinum er tekið til lit til þess að í norskri fisk vinnslu eru ein ung is greidd ir 7,5 tím ar fyr ir dag vinnu sem krefst átta tíma viðveru en á Íslandi eru greidd ir átta tím ar fyr ir sömu viðveru og sömu neyslu hlé. Þetta er vegna þess að á Íslandi kveða kjara samn ing ar á um að greiða starfs fólki í fisk vinnsl um öll neyslu hlé en svo er ekki í Nor egi og Þýskalandi. Sam kvæmt út reikn ing um Sam herja nem ur launa kostnaður á klukku stund að meðaltali 3.501 krónu í fisk vinnslu Sam herja á Dal vík. Kostnaður inn er næsthæst ur í bol- fisk vinnslu í Nor egi þar sem hann nem ur 3.433 krón um. Lægst ur er hann í bol fisk vinnslu í Þýskalandi þar sem kostnaður inn nem ur 2.207 krón um. Launa tengd gjöld vega þungt í út reikn ingn um þar sem þau eru mis há milli landa. Trygg ing ar gjald í Noregi er lægra en á Íslandi sem og greiðslur atvinnurekenda í lífeyrissjóði. Önnur launa- tengd gjöld eru svipuð milli land anna. Þorsteinn segir að meðaltíma laun í frysti húsi á Íslandi nemi 1.560 krón um. Sam tals nemi laun starfs manna með or lofi að meðaltali 2.687 krón um á klukku stund. Launa tengd ur kostn- aður at vinnu rek enda nem ur hins veg ar 814 krón um. - fbj Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, birtir samanburð á launakostnaði í fiskvinnslu á milli landa: Samherji segir launakostnað hæstan hér á landi ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON FISKVINNSLA Þorsteinn Már segir launakostnað í fiskvinnslu Samherja á Dalvík vera 3.501 krónu á klukkustund. Íhuga að flytja úr landi ➜ 30% allra hjúkrunarfræðinga ➜ 80% á aldrinum 24 til 34 ára ÞÝSKALAND Ættingjar þeirra sem létust í flugvél Germanwings 2. apríl síðastliðinn komu saman til minningarathafnar í dómkirkj- unni í Köln í gær. Talið er að aðstoðarflugmaðurinn Andreas Lubitz hafi brotlent flugvélinni af ásettu ráði með þeim afleið- ingum að 150 manns létust. Auk ættingja fórnarlambanna voru Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Joachim Gauck, for- seti Þýskalands, spænskir og franskir ráðherrar og forsvars- menn flugfélagsins Germanw- ings viðstödd athöfnina. Alls voru þar saman komin 1.400 manns. Joachim Gauck, forseti Þýska- lands, sagði í samtali við BBC að þjóðin væri enn í áfalli. - srs Þjóðverjar enn í áfalli: Fórnarlamba minnst í Köln HEILBRIGÐISMÁL Vísindamenn segjast nú vita hvers vegna kaffi á þátt í því að koma í veg fyrir að einstaklingar sem fengið hafa brjóstakrabbamein fái það aftur. Á vef Sænska dagblaðsins segir að koffín loki boðleiðum sem krabbameinsfrumur þurfa til að vaxa. Sænskir og breskir vísinda- menn rannsökuðu 1.100 konur en rúmlega 500 þeirra tóku lyfið tamoxifen. Af þeim sem tóku lyfið og drukku að minnsta kosti tvo kaffibolla á dag var hættan á að veikjast aftur nær helmingi minni en hjá þeim drukku minna eða ekkert kaffi. Kaffi er einnig talið hafa fyrir- byggjandi áhrif. - ibs Kaf i gott fyrir heilsuna: Veikjast síður aftur af krabba Í DÓMKIRKJUNNI Fjöldi manns vottaði fórnarlömbunum virðingu sína. OLIVER BERG/AFP HEILSUDRYKKUR Rannsókn sýnir að kaffi verndar gegn brjóstakrabbameini. NORDICPHOTOS/GETTY STJÓRNSÝSLA Stýrihópur um- hverfis ráðuneytisins og nokkurra stofnana hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra skýrslu um frumathugun á samlegð stofn- ana sem vakta náttúru Íslands. Í skýrslunni er lagður til flutningur verkefna á milli stofnana, samein- ingar og aukið samstarf. Stýrihópurinn leggur til að Nátt- úrufræðistofnun Íslands og Nátt- úrurannsóknarstöðin við Mývatn sameinist, að verkefni verði flutt frá Umhverfisstofnun til Veður- stofu Íslands og að komið verði á samstarfi Veðurstofu Íslands og Íslenskra orkurannsókna, ásamt fleiri tillögum. Eitt af megin- markmiðum stýrihópsins var að leggja mat á það hvort sameining stofnana, aukið samstarf og sam- þætting verkefna sé góður kostur. Þær stofnanir sem voru til skoð- unar voru Náttúrfræðistofnun Íslands, Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn, Umhverfisstofnun, Íslenskar orkurannsóknir, Rann- sóknastöðin í jarðskjálftaverk- fræði og Veðurstofa Íslands. Framtíðarsýnin sem felst í til- lögunum er að fram fari öflugt og faglegt starf á sviði gagnaöflunar, rannsókna og vöktunar á náttúru Íslands. Þá eru þær til þess fallnar að vanda við upplýsingamiðlun og ákvarðanatöku við viðbúnað gagn- vart hvers lags náttúruvá. Þá telur stýrihópurinn ekki tímabært að sameina allar stofn- anir umhverfisráðuneytisins sem vakta náttúru Íslands í eina stofn- un heldur verði frekar mörkuð heildstæð stefna um vöktun nátt- úrunnar. - srs Leggja til sameiningu stofnana, aukna samþættingu og samstarf: Samstarf við náttúruvöktun SKÝRSLU SKILAÐ Tillögurnar auka faglega upplýsingaöflun. MYND/UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.