Fréttablaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 8
18. apríl 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8
AÐALFUNDUR
Félags tæknifólks
í rafiðnaði
Félag tæknifólks í rafiðnaði
Aðalfundur Félags tæknifólks í rafiðnaði
verður haldinn í húsnæði RSÍ að
Stórhöfða 31, Grafarvogsmeginn
miðvikudaginn 22. apríl 2015 kl. 17.
Reykjavík 10.04.2015
Stjórn
Félags Tæknifólks í rafiðnaði
HEILBRIGÐISMÁL Gríðarlegt átak
þarf að gera í öldrunarhjúkrun
vegna fjölgunar aldraðra. Þetta
segir doktor Ingibjörg Hjaltadóttir,
sérfræðingur í öldrunarhjúkrun.
„Það þarf að fjölga fagfólki inni á
hjúkrunarheimilum, bæði hjúkrun-
arfræðingum og sjúkraliðum. Við
þurfum einnig fleiri hjúkrunar-
fræð inga sem
sérmennta sig í
öldrunarhjúkr-
un. Viðfangsefn-
in eru orðin svo
flókin á hjúkrun-
arheimilunum.
Einstaklingar
koma nú miklu
veikari þang-
að inn en fyrir
nokkrum árum. Allar erlendar
rannsóknir sýna að hlutfall fag-
menntaðs starfsfólks skiptir máli
varðandi gæði hjúkrunar og líðan
einstaklinganna. Öldruðum sem
dvelja heima og þurfa hjúkrun
fjölgar einnig,“ bendir Ingibjörg á.
Hefja á sérstakt diplómanám
í öldrunarhjúkrun við Háskóla
Íslands í haust. „Slíkt nám var í
boði frá 2007 til 2009 og þá útskrif-
uðust 20. Það hefur greinilega
aukið gæði þjónustunnar. Svo hafa
nokkrir hjúkrunarfræðingar lokið
meistaranámi í öldrunarhjúkrun,“
segir Ingibjörg.
Nú útskrifast um 150 hjúkrunar-
nemar á hverju ári úr almennu
hjúkrunarnámi. Samkvæmt könn-
un Félags hjúkrunarfræðinga
íhuga um 30 prósent hjúkrunar-
fræðinga að flytja af landi brott á
næstu tveimur árum. 80 prósent á
aldrinum 24 til 34 ára íhuga flutn-
ing en 35 prósent þeirra sem eru
45 ára og eldri. Um 900 hjúkrunar-
fræðingar mega hætta störfum
sökum aldurs á næstu þremur
árum.
Það er mat Ingibjargar að fjölga
þurfi nemaplássum í hjúkrunar-
fræði til muna, ekki bara til þess
að mæta fækkun vegna þeirra sem
hætta heldur þurfi að fjölga í stétt-
inni. „Það er hins vegar ekki nóg
að útskrifa nema, það þarf líka
að halda í útskrifaða hjúkrunar-
fræðinga og leiðrétta launakjör-
in. Íslenskir hjúkrunarfræðing-
ar eru eftirsóttur starfskraftur,
ekki bara á spítölum heldur einnig
í önnur störf. Þeir eru jafnframt
eftirsóttir erlendis vegna góðr-
ar menntunar.“ Von er á skýrslu
frá Félagi hjúkrunarfræðinga um
þær áherslur sem þarf að leggja í
öldrunarhjúkrun. Skýrslan verður
afhent velferðarráðuneytinu, að
sögn Ingibjargar. „Skýrslan verð-
ur mikilvægt innlegg í umræðuna
og gefur vísbendingar um það sem
þarf að gera.“ ibs@frettabladid.is
Gríðarlegt átak þarf
í öldrunarhjúkrun
Fjölga þarf fagfólki á hjúkrunarheimilum, bæði hjúkrunarfræðingum og sjúkra-
liðum. Einstaklingar koma miklu veikari inn en áður. Öldruðum sem dvelja heima
og þurfa hjúkrun fjölgar. Sérstakt diplómanám í öldrunarhjúkrun hefst í haust.
INGIBJÖRG
HJALTADÓTTIR ALDRAÐIR Erlendar rannsóknir sýna að hlutfall fagmenntaðs starfsfólks skiptir
máli varðandi gæði hjúkrunar og líðan einstaklinganna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
KJARAMÁL Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam-
herja, skrifar starfsfólki sínu á heimasíðu fyrirtækisins
þar sem hann fer yfir launakjör fiskvinnslufólks sem þar
vinnur samanborið við þá sem vinna sömu störf í Noregi
og Þýskalandi.
Þorsteinn segir launakostnaðinn hæstan hér. Í sam an -
burðinum er tekið til lit til þess að í norskri fisk vinnslu
eru ein ung is greidd ir 7,5 tím ar fyr ir dag vinnu sem krefst
átta tíma viðveru en á Íslandi eru greidd ir átta tím ar
fyr ir sömu viðveru og sömu neyslu hlé. Þetta er vegna
þess að á Íslandi kveða kjara samn ing ar á um að greiða
starfs fólki í fisk vinnsl um öll neyslu hlé en svo er ekki í Nor egi
og Þýskalandi.
Sam kvæmt út reikn ing um Sam herja nem ur launa kostnaður
á klukku stund að meðaltali 3.501 krónu í fisk vinnslu
Sam herja á Dal vík. Kostnaður inn er næsthæst ur í bol-
fisk vinnslu í Nor egi þar sem hann nem ur 3.433 krón um.
Lægst ur er hann í bol fisk vinnslu í Þýskalandi þar sem
kostnaður inn nem ur 2.207 krón um.
Launa tengd gjöld vega þungt í út reikn ingn um þar sem
þau eru mis há milli landa.
Trygg ing ar gjald í Noregi er lægra en á Íslandi sem
og greiðslur atvinnurekenda í lífeyrissjóði. Önnur launa-
tengd gjöld eru svipuð milli land anna.
Þorsteinn segir að meðaltíma laun í frysti húsi á Íslandi
nemi 1.560 krón um. Sam tals nemi laun starfs manna með or lofi
að meðaltali 2.687 krón um á klukku stund. Launa tengd ur kostn-
aður at vinnu rek enda nem ur hins veg ar 814 krón um. - fbj
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, birtir samanburð á launakostnaði í fiskvinnslu á milli landa:
Samherji segir launakostnað hæstan hér á landi
ÞORSTEINN MÁR
BALDVINSSON
FISKVINNSLA
Þorsteinn
Már segir
launakostnað
í fiskvinnslu
Samherja á
Dalvík vera
3.501 krónu á
klukkustund.
Íhuga að flytja úr landi
➜ 30% allra
hjúkrunarfræðinga
➜ 80% á aldrinum
24 til 34 ára
ÞÝSKALAND Ættingjar þeirra sem
létust í flugvél Germanwings 2.
apríl síðastliðinn komu saman til
minningarathafnar í dómkirkj-
unni í Köln í gær. Talið er að
aðstoðarflugmaðurinn Andreas
Lubitz hafi brotlent flugvélinni
af ásettu ráði með þeim afleið-
ingum að 150 manns létust.
Auk ættingja fórnarlambanna
voru Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, Joachim Gauck, for-
seti Þýskalands, spænskir og
franskir ráðherrar og forsvars-
menn flugfélagsins Germanw-
ings viðstödd athöfnina. Alls
voru þar saman komin 1.400
manns.
Joachim Gauck, forseti Þýska-
lands, sagði í samtali við BBC að
þjóðin væri enn í áfalli. - srs
Þjóðverjar enn í áfalli:
Fórnarlamba
minnst í Köln
HEILBRIGÐISMÁL Vísindamenn
segjast nú vita hvers vegna kaffi
á þátt í því að koma í veg fyrir
að einstaklingar sem fengið hafa
brjóstakrabbamein fái það aftur.
Á vef Sænska dagblaðsins segir
að koffín loki boðleiðum sem
krabbameinsfrumur þurfa til að
vaxa.
Sænskir og breskir vísinda-
menn rannsökuðu 1.100 konur
en rúmlega 500 þeirra tóku lyfið
tamoxifen. Af þeim sem tóku
lyfið og drukku að minnsta kosti
tvo kaffibolla á dag var hættan
á að veikjast aftur nær helmingi
minni en hjá þeim drukku minna
eða ekkert kaffi.
Kaffi er einnig talið hafa fyrir-
byggjandi áhrif.
- ibs
Kaf i gott fyrir heilsuna:
Veikjast síður
aftur af krabba
Í DÓMKIRKJUNNI Fjöldi manns vottaði
fórnarlömbunum virðingu sína.
OLIVER BERG/AFP
HEILSUDRYKKUR Rannsókn sýnir að
kaffi verndar gegn brjóstakrabbameini.
NORDICPHOTOS/GETTY
STJÓRNSÝSLA Stýrihópur um-
hverfis ráðuneytisins og nokkurra
stofnana hefur skilað umhverfis-
og auðlindaráðherra skýrslu um
frumathugun á samlegð stofn-
ana sem vakta náttúru Íslands. Í
skýrslunni er lagður til flutningur
verkefna á milli stofnana, samein-
ingar og aukið samstarf.
Stýrihópurinn leggur til að Nátt-
úrufræðistofnun Íslands og Nátt-
úrurannsóknarstöðin við Mývatn
sameinist, að verkefni verði flutt
frá Umhverfisstofnun til Veður-
stofu Íslands og að komið verði á
samstarfi Veðurstofu Íslands og
Íslenskra orkurannsókna, ásamt
fleiri tillögum. Eitt af megin-
markmiðum stýrihópsins var að
leggja mat á það hvort sameining
stofnana, aukið samstarf og sam-
þætting verkefna sé góður kostur.
Þær stofnanir sem voru til skoð-
unar voru Náttúrfræðistofnun
Íslands, Náttúrurannsóknastöðin
við Mývatn, Umhverfisstofnun,
Íslenskar orkurannsóknir, Rann-
sóknastöðin í jarðskjálftaverk-
fræði og Veðurstofa Íslands.
Framtíðarsýnin sem felst í til-
lögunum er að fram fari öflugt og
faglegt starf á sviði gagnaöflunar,
rannsókna og vöktunar á náttúru
Íslands. Þá eru þær til þess fallnar
að vanda við upplýsingamiðlun og
ákvarðanatöku við viðbúnað gagn-
vart hvers lags náttúruvá.
Þá telur stýrihópurinn ekki
tímabært að sameina allar stofn-
anir umhverfisráðuneytisins sem
vakta náttúru Íslands í eina stofn-
un heldur verði frekar mörkuð
heildstæð stefna um vöktun nátt-
úrunnar. - srs
Leggja til sameiningu stofnana, aukna samþættingu og samstarf:
Samstarf við náttúruvöktun
SKÝRSLU SKILAÐ Tillögurnar auka faglega upplýsingaöflun. MYND/UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ