Fréttablaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 57
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
5
-0
6
1
0
Orkuveita Reykjavíkur er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks
með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð
hvað snertir öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma
vinnu og fjölskylduábyrgð.
Orkuveita Reykjavíkur hlaut jafnréttisviðurkenningu 2002 og 2013
Nánari upplýsingar um þjónustu
okkar má finna á www.or.is
Fagstjóri fráveitu
Tækniþróun óskar eftir jákvæðum og samskiptaliprum
verk- eða tæknifræðingi til starfa við kerfisrannsóknir
og hönnun fráveitukerfa fyrirtækisins.
Starfs– og ábyrgðarsvið:
• Hönnun og rýni
• Ábyrgð á hönnunarforsendum
• Ábyrgð á kerfisrannsóknum
• Ábyrgð á gerð framtíðarsýnar
Menntunar– og hæfnikröfur:
• M.Sc. próf í bygginga– eða vélaverkfræði
eða sambærileg menntun
• Reynsla af hönnun veitukerfa skilyrði
• Reynsla af hönnun fráveitukerfa,
dælu– og hreinsistöðva æskileg
• Mjög góð tölvukunnátta nauðsynleg
• Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Vélstjóri/vélfræðingur
Viðhaldsþjónusta óskar eftir vélstjóra eða vélfræðingi til starfa
við viðhald og endurnýjanir í fráveitukerfum fyrirtækisins.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
• Viðhald og eftirlit með vélbúnaði hreinsi- og dælustöðva
• Upptektir á dælum
• Uppsetning og ástandsgreining vélbúnaðar
• Viðbrögð við bilunum
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Vélstjóri eða vélfræðingur með sveinspróf
í málm- og/eða rafiðnaðargrein
• Jákvæðni og lipurð í samskiptum
• Metnaður, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
Rafvirki/rafveituvirki
Viðhaldsþjónusta óskar eftir rafiðnaðarmenntuðum aðila með
ríka þjónustulund og góða samskiptahæfni til starfa við viðhald
og endurnýjun á rafbúnaði og lagnakerfum fyrirtækisins.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
• Endurnýjun á búnaði í spenni- og aðveitustöðvum
• Ýmis endurnýjunarverk á lagnakerfum
• Lagning og tenging strengja í skurðum
• Viðbrögð við bilunum
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Sveinspróf í rafvirkjun eða sambærileg menntun
• Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
• Jákvæðni og lipurð í samskiptum
• Metnaður, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
Fageftirlit
Verkefnastofa óskar eftir aðila með ríka þjónustulund og
góða samskiptahæfni til starfa við eftirlit með framkvæmdum
í veitukerfum fyrirtækisins. Viðkomandi vinnur náið með
verkefnastjórum og verkstjórum verktaka.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
• Eftirlit með framkvæmdum í veitukerfum
• Öryggis- og gæðaúttektir
• Efnispantanir
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Iðnmenntun s.s. vél- eða iðnfræði, vélvirkjun eða pípulagnir
• Reynsla sem nýtist í starfi
• Góð tölvukunnátta nauðsynleg
• Jákvæðni og lipurð í samskiptum
• Metnaður, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
OR Veitur óska eftir öflugum einstaklingum til starfa í góðan hóp starfsmanna.
OR Veitur annast rekstur og uppbyggingu rafmagnsveitu, hitaveitu, vatnsveitu
og fráveitu. Meginstarfsemi fyrirtækisins er á höfuðborgarsvæðinu en veitusvæðið
nær frá Stykkishólmi í vestri til Hellu í austri.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Bryndís Ernstsdóttir mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@or.is.
Þú sækir um á ráðningavef Orkuveitunnar starf.or.is. Umsóknarfrestur er til og með 27. apríl 2015.
Má bjóða þér gott starf?