Fréttablaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 96
18. apríl 2015 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 52TÍMAMÓT
„Við viljum finna jákvæða fleti í sam-
skiptum þjóðanna og munum standa
fyrir fjölbreyttri dagskrá í tilefni af
400 ára minningu Spánverjavíganna,“
segir Ólafur J. Engilbertsson, formað-
ur Baskavinafélagsins á Íslandi sem var
stofnað árið 2012. Um 40 meðlimir eru
í félaginu en tilgangur þess er að rækta
samskipti Íslendinga og Baska og efla
rannsóknir á tengslum þjóðanna.
Árið 1615 átti sér stað voðaatburður
á Vestfjörðum þegar rúmlega 30 bask-
neskir sjómenn voru myrtir hér á landi.
„Hópur Baska kom hér til lands um
haustið 1615 eftir að skip þeirra braut
á hafís. Þeir fengu bát lánaðan í Jökul-
fjörðum til að komast burt sem þeir voru
ásakaðir um að hafa stolið. Þetta var á
þeim tíma sem sjórán ógnuðu fólki sem
og á tíma einangrunarverslunar Dana-
konungs,“ segir Ólafur. Mennirnir 32
sem komu á land voru dæmdir réttdræp-
ir þar sem þeir voru taldir hættulegir
og ásakaðir um stuld. Ari Magnússon
sýslumaður og menn hans myrtu menn-
ina og aðeins einn sjómannanna lifði af
og komst undan.
Nöfn mannanna sem létust eru að
mestu óþekkt en fjallað var um atburð-
inn í þeim tilgangi að réttlæta aðfarirn-
ar. Basknesku hvalveiðimönnunum var
lýst sem blóðþyrstum sjóræningjum,
þjófum og nauðgurum. „Forlagið gefur
nú út bók á íslensku, ensku, spænsku og
basknesku sem byggir á frásögn Jóns
lærða Guðmundssonar. Þar gagnrýnir
hann gjörðir Ara Magnússonar og ver
Baskana fyrir ásökunum um illt fram-
ferði. Vegna þessara skrifa var Jón
dæmdur í útlegð,“ segir Ólafur.
Til minningar um þennan atburð mun
félagið meðal annars standa fyrir tón-
leikum í Salnum í Kópavogi á sunnu-
daginn. Þar kemur baskneska þjóðlaga-
sveitin Oreka TX fram ásamt Steindóri
Andersen, Hilmari Erni Hilmarssyni,
Páli Guðmundssyni og strengjasveit, en
Ólafur segir að þar verði til dæmis spil-
að á ævafornt baskneskt hljóðfæri.
Í Þjóðarbókhlöðunni mun fara fram
ráðstefna þar sem meðal annars verður
fjalla um hvalveiði Baska fyrr á öldum
og samskiptin við Íslendinga. „Eftir að
hvalveiði brást við Nýfundnalandi leit-
uðu Baskar hingað og áttu í miklum sam-
skiptum við Íslendinga. Til að mynda
hefur verið varðveitt orðasafn sem var
skrifað um blendingsmál sem varð til
í samskiptum þjóðanna,“ segir Ólafur.
Bæði innlendir og erlendir fræðimenn
munu flytja erindi á ráðstefnunni. Á
miðvikudaginn verður síðan afhjúp-
aður minnisskjöldur á Hólmavík. „Þar
verður farið í vettvangsferð, síðan farið
með sjóferðabæn og börn á leikskólanum
munu syngja,“ segir Ólafur. Farandsýn-
ing mun ferðast um landið í sumar með
teikningum Guillermo Zubiaga. - ag
Vilja rækta samskipti
Íslendinga og Baska
Baskavinafélagið á Íslandi stendur fyrir fj ölbreyttri dagskrá til að minnast þess að 400 ár
eru frá Spánverjavígunum þar sem baskneskir sjómenn voru myrtir hér á landi.
VILJA EFLA RANNSÓKNIR Á TENGSLUM ÞJÓÐANNA Ólafur segir þjóðirnar eiga ríka sögu
og að það verði meðal umræðuefna á ráðstefnunni í Þjóðarbókhlöðunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Glasgow, eitt elsta og mesta stórhýsi í
Reykjavík, brann þennan dag árið 1903. Það
stóð við Vesturgötu 5a.
Þrjátíu manns bjuggu í húsinu þegar eldur-
inn kom upp. Allir björguðust, sumir með
naumindum, en allt annað brann inni, utan
peninga og skjala breska konsúlsins sem
var bjargað með snarræði. Sjö smiðir höfðu
verkstæði í húsinu. Bærinn Vigfúsarkot, sem
stóð vestan við Glasgow, brann einnig.
Glasgow var fjörutíu ára gamalt hús. Það
hafði P.L. Henderson byggt á Höltersbæjarlóð
og sett þar upp verslunina Glasgow. Hún varð
gjaldþrota árið 1862 og allur búðarvarningur
var seldur á uppboði. Egill Egilsson kaup-
maður eignaðist Glasgow árið 1872. Í húsinu
var salur sem rúmaði 200 manns í sæti og
þar voru oft haldnar samkomur. Síðar var
húsinu breytt og herbergjum fjölgað. Einar
Benediktsson skáld átti Glasgow um tíma.
ÞETTA GERÐIST: 18. APRÍL 1903
Eitt stærsta hús borgarinnar brennur
Útfararþjónusta
í 20 ár
Hinrik Valsson Svanhildur Eiríksdóttir Gísli G. Guðmundsson
Vistvænar íslenskar kistur, krossar og duftker
Hinrik: Sími 892 0748 / Gísli: Sími 482 4300
Þjónusta allan sólarhringinn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar
og tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN SKAFTASON
fv. yfirlæknir og prófessor,
lést á heimili sínu 9. apríl. Útförin fer fram
frá Digraneskirkju mánudaginn 20. apríl
kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans
er bent á Minningarsjóð líknardeildar og
heimahlynningar í Kópavogi eða UNICEF á Íslandi.
Maj Skaftason
Hauður Helga Stefánsdóttir Hafberg Þórisson
Anna Marie Stefánsdóttir Guðni Ragnar Björnsson
Jóhann Stefánsson Hanna-Maria Kauppi
barnabörn og barnabarnabörn.
Útfararþjónusta síðan 1996
Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð
við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar og tengdaföður,
VALDIMARS TÓMASSONAR
Suðurtúni 19,
Álftanesi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Neskirkju.
Guðrún Júlíusdóttir
Sólborg Valdimarsdóttir
Einar Ingi Valdimarsson Alda Ingibergsdóttir
Þórarinn Valdimarsson Veronica Valdimarsson
Guðrún Sigríður Loftsdóttir Skarphéðinn Þór Hjartarson
stjúpbörn, tengdafaðir, barnabörn og langafadrengur.
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og bróðir,
VALDIMAR LÁRUS GUÐMUNDSSON
húsa- og skipasmiður,
frá Skagaströnd,
lést laugardaginn 4. apríl síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 20. apríl, kl. 13.00.
Erla Valdimarsdóttir Atli Gilbert Sigurðsson
Erlendur G. Valdimarsson
Óskar Valdimarsson Unnur Margrét Unnarsdóttir
Silja Þorbjörg Valdimarsdóttir
barnabörn og systkini hins látna.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
kveðjur og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
ÓFEIGS PÉTURSSONAR
rafvirkja.
Svanhvít Ragnarsdóttir
Aðalheiður Ófeigsdóttir
Guðbjörg Ófeigsdóttir
Margrét Ófeigsdóttir Magnús Jóhannsson
Jakob Viðar Ófeigsson Elfa Kristinsdóttir
afabörn og langafabörn.
Bróðir minn,
GÍSLI ODDGEIR FRIÐJÓNSSON
Norðurbrún 1,
Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut
4. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey 14. apríl.
Þórarinn Marteinn Friðjónsson
Elskulegur sonur okkar og bróðir,
HARALDUR SVEINN EYJÓLFSSON
Stigahlíð 10, Reykjavík,
lést að morgni 15. apríl. Útför hans verður
gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn
28. apríl kl. 15.00.
Eyjólfur Þ. Haraldsson Guðbjörg Edda Eggertsdóttir
Eggert Eyjólfsson
Systir okkar,
MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR KLAPA
(MADDÍ)
lést á heimili sínu í Willingboro, New Jersey,
í Bandaríkjunum þann 9. mars sl. og fór
útförin þar fram með fjölskyldu hennar.
Þorsteinn Magnússon, Bjarni Magnússon og fjölskyldur