Fréttablaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 36
18. apríl 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Jón fór ótroðnar slóðir við kennslu. Hann kenndi okkur svo margt um lífið og um það að vera góður þjóð-félagsþegn. Við sem vorum í hans umsjá búum enn að hans umhyggju.“ Svohljóðandi rök- stuðningur fylgdi tilnefningu Jóns Freys Þórarinssonar til samfélags- verðlauna Fréttablaðsins í flokkn- um Frá kynslóð til kynslóðar en Jón Freyr starfaði við Laugarnes- skóla í 45 ár, sem yfirkennari og síðar skólastjóri. Matthildur Guð- mundsdóttir, kona hans, kenndi þar líka yngstu bekkjunum um árabil, eftir nítján ár við Ísaksskóla. Í frí- stundum leiddu þau skólabörnin í dans og segja það hafa verið vin- sælt. „Ég kynntist náttúrlega ekki öllum krökkum persónulega í 500 til 700 barna skóla,“ segir Jón Freyr. „En oft hefur fólk komið til mín síðan og sagt, „ja, þú kenndir mér að dansa“.“ Matthildur gerðist kennslu- ráðgjafi 1986 við grunnskólana í Reykjavík og nokkrum árum síðar kom hún því til leiðar, í samvinnu við aðra, að farið var að kenna dans í grunnskólum Reykjavíkur. „Kenn- arar höfðu orð á því að betra and- rúmsloft væri í bekkjunum eftir að börnin fóru að dansa saman því þau þurftu að haldast í hendur og vinna saman í dansinum,“ segir hún og harmar að niðurskurðarhnífnum hafi verið beitt á þennan þátt skóla- starfsins víða. Dansinn leiddi þau saman Við Ernir ljósmyndari erum komin inn á fallegt heimili þeirra hjóna í Kleppsholtinu að morgni dags og þau hafa mestar áhyggjur af að hann finni ekki nógu hlutlausan bakgrunn fyrir myndatökuna. „Það fjölgar alltaf smáhlutunum á heimilinu eftir hverja utanlandsferð,“ segir Matt- hildur afsakandi. Ernir sér engin vandamál, bara lausnir, og þegar hann er á braut komum við hin okkur fyrir í hæg- indum því Jón Freyr og Matthildur hafa fallist á að að gefa mér örlitla innsýn í líf sitt og starf. Ákváðu að sleppa æfingum í World Class þenn- an morguninn en þar mæta þau að jafnaði þrisvar í viku. Eftir hádegi bíða þeirra önnur viðfangsefni því þau sinna félagsstörfum af áhuga. Meðal annars stjórnar Matthildur danskennslu hjá Félagi eldri borgara í Stangarhyl á hverjum mánudegi. Mig langar að vita hvort þau hafi fylgst að lengi. „Frá því við vorum saman við nám í Kennaraskólanum á árunum 1953 til 1955,“ svarar Jón Freyr og Matthildur botnar: „Leiðir okkar lágu saman vegna þess að við vorum bæði fengin í danssýningu fyrir árshátíð skólans, það voru eig- inlega fyrstu kynnin.“ Þið hafði þá verið búin að vekja athygli fyrir fimi á dansgólfinu, segi ég, og Jón Freyr brosir. „Að minnsta kosti fyrir áhuga. Ég var settur í Dansskóla Rigmor Hanson þegar ég var sex ára og tók svo þátt í dansi í skólunum, bæði Laugarnes- skólanum, Gagnfræðaskóla Austur- bæjar og Kennaraskólanum.“ Matthildur kveðst hafa byrjað sína skólagöngu norður á Látrum í Aðalvík og í vondum veðrum hafi kennarinn látið börnin dansa viki- vaka í frímínútunum til að fá hreyf- ingu. Svo hafi hún flutt í Skutuls- fjörð og kennarinn líka með sínar aðferðir. „Þannig að við hjónin kynntumst bæði dansi sem eðlileg- um þætti í skólastarfi.“ Jón Freyr segir þau hafa verið virk í þjóðdansafélaginu um tíma og síðan snúið sér að samkvæmis- dansi. „Við förum enn í dansskóla eitt kvöld í viku. Þetta hefur verið okkar tómstundagaman alla tíð og svo vorum við á skíðum líka.“ Fótafimin hefur erfst því dóttur- sonur þeirra, Freyþór Össurarson, stundar samkvæmisdans í Bret- landi. „Hann varð í öðru sæti í tíu dönsum á heimsmeistaramóti á Ítalíu í haust, ásamt dömunni,“ upp- lýsir Matthildur. „Já, við fórum til Blackpool í nóvember að fylgjast með honum keppa en þegar heim kom tóku við hremmingar hjá mér því ég greind- ist með krabbamein í ristli og var snarað í aðgerð í desember,“ lýsir Jón Freyr. „Skópaðgerð til að byrja með sem heppnaðist vel, nema mjó- girnið særðist. Þá var ég holristur og það kostaði fimm vikna legu á spítala. Ég var gersamlega mátt- laus á eftir þannig að ég datt út úr dansinum í nokkra mánuði í vetur.“ Alltaf með góðu börnin Í tilnefningum sem nemendur Jóns Freys sendu Fréttablaðinu kom fram að hann hefði beitt nýjungum í kennslunni. Ég spyr hann út í þær. „Mér fannst það fyrirkomu- lag kennslunnar dálítið staðnað að kennarinn stæði alltaf upp við töflu svo ég fór að láta nemendur nota meira vinnubækur og hvetja þá til sjálfsnáms, að leita heimilda í bókum og vinna verkefni ýmist einir eða í hópum. Krakkarnir voru ánægðir með þetta. Heimili lánuðu bækur sem vantaði og ég það sem ég átti. Við héldum sýningar fyrir foreldra og settum verkefnin upp, meðal annars á stór spjöld sem ég fékk í prentsmiðjum. Ég býst við að þessi aðferð hafi kostað meiri vinnu við undirbúning og ég mátti oft ekki vera að að því að fara heim þegar skólatíminn var búinn. En þetta er það sem mínir gömlu nem- endur rifja upp öðru hverju.“ Jón Freyr kveðst hafa haft áhuga á að koma þessum kennsluháttum á í Laugarnesskóla þegar hann varð yfirkennari 1965 en aðrir kenn- arar hafi ekki verið tilbúnir í það. „Mín sýn á skólastarf er heldur ekki þannig að einn eigi að ákveða hvern- ig allt eigi að vera,“ segir hann. „Það er engin ein aðferð best. En við höfðum alltaf mikið samstarf við foreldra og fengum þá í heimsóknir í tíma. Það var löngu seinna sem það fór að tíðkast almennt.“ „En í öll þau ár sem ég kenndi var ég alltaf með góðu börnin,“ segir Matthildur brosandi. „Ég sendi aldrei barn til skólastjóra af því að við værum ósátt. Börn hafa mis- munandi eiginleika og áhugamál en öll eru þau yndisleg og góð.“ „Það kom fyrir að kennarar í skól- anum hjá okkur héldu að ég væri að velja börnin til Matthildar þegar ég var skólastjóri,“ segir Jón Freyr hlæjandi. Matthildur kveðst hafa lagt kapp á að börnin gætu bjargað sér í lestri þegar þau væru átta ára. „Ég sam- tvinnaði lestrarkennsluna söng, leik og hreyfingu og lét árstíðina hjálpa til. Málið var mikið notað við að segja frá og semja og þá lærðu þau að lesa. Ég nefndi oft við foreldr- ana að þau skyldu ekki óttast þótt börnin þeirra segðust hafa verið að leika sér allan daginn. Leikurinn er á þessu stigi eðlilegasta aðferðin við að læra.“ Öld ferðalaganna En nú vil ég vita aðeins meira um hvernig þau hjón verja efri árunum. Ég hjó eftir að Matthildur talaði um að þau hefðu sankað að sér hlutum á ferðalögum sínum. Það vakti for- vitni. „Við hættum að vinna árið 2001 sem fastir starfsmenn, þá 65 og 66 ára gömul. Það var geysileg breyting fyrir okkur að geta farið að ferðast á öðrum tímum en yfir hásumarið,“ segir Jón Freyr. „Við ákváðum að daga ekki uppi í starfi heldur hætta áður en við héldum að við værum farin að tapa ein- hverju,“ skýtur Matthildur inn í. „Í mínu starfi var ekki auðvelt að draga úr vinnu, annaðhvort var maður í henni eða ekki,“ heldur Jón Freyr áfram. „Auðvitað vorum við í ýmsum verkefnum og erum enn. Matthildur samdi bók um kennslu- fræði með tveimur öðrum og ég gerði myndband um danskennslu í skólum. En við erum búin að ferðast mikið á þessari öld. Eitt stendur upp úr þegar við hugsum til baka, það er ferð til Víetnam í tólf manna hópi.“ „Ef við höldum okkur fyrir aust- an þá erum við búin að fara til Mal- asíu, Singapúr, Víetnam og Kína,“ telur Matthildur upp. „Líka til Egyptalands, Bandaríkjanna og fjöl- margra Evrópulanda.“ „Já, og náttúrlega Kanarí,“ segir Jón Freyr. Matthildur tekur fram að þau dvelji þá á ákveðnu hóteli þar sem þau geta dansað á hverju kvöldi við lifandi tónlist en á morgnana séu þau í göngutúrum. Jón Freyr segir þau líka hafa farið í allmargar siglingar á skemmtiferðaskipum. „Við höfum siglt frá Bretlandi, Ítalíu, Möltu og Istanbúl og nú í lok maí ætlum við að sigla um Eystrasaltið,“ segir hann brosandi og bætir við: „En á Látrum í Aðalvík, æskustöðvum Matthildar, eigum við land og hús og þar er okkar eftirlætis sumar- staður.“ Hafa dansað gegnum lífið Hjónin Jón Freyr Þórarinsson og Matthildur Guðný Guðmundsdóttir eiga farsælan feril sem uppfræðarar, hann kennari og skólastjóri, hún kennari og kennsluráðgjafi. Þau beittu nýjum aðferðum og eitt af því sem þau innleiddu var danskennsla. SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS FRÁ KYNSLÓÐ TIL KYNSLÓÐAR TAKA SPORIÐ Dans hefur verið hluti af lífsstíl Jóns Freys og Matthildar alla tíð, enda eru þau kvik í hreyfingum og geislandi þótt komin séu fast að áttræðu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ég sendi aldrei barn til skólastjóra af því að við værum ósátt. Börn hafa mismunandi eiginleika og áhugamál en öll eru þau yndisleg og góð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.