Fréttablaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 10
18. apríl 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10
RANNSÓKNIR Tímamótarannsókn
Veiðimálastofnunar hefur leitt vís-
indin ögn nær því að skilja sjávar-
vist laxa, en aldrei áður hefur tek-
ist að fylgjast með laxi frá því hann
gengur til sjávar að vori og aftur í
ána sína sumarið eftir.
Sigurður Guðjónsson, forstjóri
Veiðimálastofnunar, segir að fram
til þessa hafi fiskur verið merktur,
siglt með hann út á sjó og heimferð-
in verið kortlögð. Eins hafi seiðum
verið fylgt til sjávar sem svo hafa
tapast og nýlega hafa menn merkt
hoplax og fylgst með honum sumar-
ið áður en hann gengur aftur í ána.
Gönguseiðum var sleppt í Kiða-
fellsá í Kjós vorin 2005 og 2006 og
voru seiðin merkt með mælimerkj-
um sem komið var fyrir í kviðarholi
þeirra. Mælimerkin voru framleidd
af íslenska hátæknifyrirtækinu
Stjörnu-Odda og mældu hita og dýpi
á klukkustundar fresti. Fimm laxar
endurheimtust úr sleppingunni 2005
og tveir laxar úr sleppingunni 2006.
Í ljós kom að laxarnir sem fóru úr
Kiðafellsá héldu sig í byrjun sjávar-
dvalarinnar fyrir vestan og svo suð-
vestan við Ísland. Um haustið fóru
laxarnir í austur sunnan við Ísland
langleiðina til Færeyja en sneru
svo við og dvöldu það sem eftir lifði
vetrar suðvestur af Íslandi uns þeir
héldu af stað heim á leið í Kiðafellsá.
Sigurður segir að komið hafi í ljós
að íslenski laxinn dvelji mögulega
á ákveðnu belti sem gengur þvert
yfir Norður-Atlantshafið frá suð-
vestri til norðausturs um Ísland.
Eins að hann sýni dæguratferli –
laxinn heldur sig dýpra á daginn en
á nóttinni en það var ekki vitað fyrr
en nú.
Seinna árið voru laxarnir sunn-
ar en það fyrra. Þetta sýnir að lax
dvelur á slóðum þar sem vænta má
mikillar fæðu og er við tiltölulega
háan sjávarhita sem nauðsynlegur
er til hraðs vaxtar.
„Hann heldur sig í straumskilum
þar sem er gríðarleg framleiðsla
á svifdýrum og fiski. Hann er að
elta þessi skilyrði en ekki sérstaka
staði,“ segir Sigurður. Sigurður
segir að þegar vitað er hvar laxinn
heldur sig á hverjum tíma sé hægt
að skoða betur umhverfisaðstæður
á þeim slóðum og finna skýringar á
mismunandi góðum vexti og afföll-
um laxins milli ára. Þetta sé ekki
síst mikilvægt fyrir marga þegar
miklar sveiflur eru í veiði í íslensk-
um ám, en margar kenningar eru
uppi um hvað hefur farið úrskeiðis
í sjávardvöl laxins, til dæmis áður
en lax gekk í ár í fyrrasumar.
svavar@frettabladid.is
Kortlögðu sjávardvöl
laxa fyrstir allra
Veiðimálastofnun hefur fyrst allra náð að kortleggja sjávardvöl laxa í heild sinni.
Upplýsingar eru í hendi um atferli laxins sem og ferðir hans í hafinu. Frekari
rannsóknir eru nauðsynlegar en tækni Stjörnu-Odda var nýtt við rannsóknina.
Á SKURÐARBORÐINU Mælimerki sett inn í laxaseiði áður en því var sleppt í Kiða-
fellsá– sjö sneru til baka eftir ár í sjó af 600 alls. MYND/VMST
ELDGOS Ríkisstjórnin samþykkti á fundi
sínum í gær aukafjárframlög til þeirra
stofnana sem hafa stundað vöktun, mæling-
ar og viðbúnað við eldgosinu í Holuhrauni.
Aukin fjárframlög nema 448 milljón-
um króna árið 2015 auk þess sem ónýtt-
ar fjárheimildir að upphæð 100 milljónir
frá árinu 2014 verða nýttar. Ríkisstjórn-
in hefur því veitt stofnunum sem vinna að
aðgerðum í kringum eldsumbrotin alls 1,1
milljarð króna frá því að eldgosið hófst í
fyrra.
„Það starf sem eftirlits- og viðbragðs-
aðilar hafa unnið til þessa hefur verið sér-
lega farsælt. Þó að mesta hættan virðist
liðin hjá er nauðsynlegt að standa vaktina
áfram og tryggja fyllsta öryggi á svæðinu,
sérstaklega yfir ferðamannatímann. Einn-
ig er mikilvægt að efla það vísindastarf
sem náttúruhamfarir sem þessar kalla á,“
sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for-
sætisráðherra.
Tillaga um aukin fjárframlög kom frá
samráðshópi ráðuneytisstjóra um við-
brögð við náttúruvá. Hópurinn telur að þó
að gosinu sé lokið sé mikilvægt að stofn-
anir haldi áfram vöktun og mælingum við
hraunið. - srs
Ríkisstjórnin hefur veitt meira en milljarð í stofnanir vegna eldgossins í Holuhrauni:
Aukaframlög samþykkt vegna eldgossins
ELDSUMBROT Forsætisráðherra segir viðbragðsstörf hafa verið
farsæl. MYND/ MAGNÚS TUMI GUÐMUNDSSON
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Ryksuguúrval
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
6.990,-
Spandy heimilisryksugan
• 1600W
• afar hljóðlát
• mikill sogkraftur > 18KPA
• margnota pokiDrive ryksuga í bílskúrinn
• 1200W
• 20 lítra
• sogkraftur > 16KPA
• fjöldi fylgihluta
7.590,-
Model-LD801
Cyclon ryksuga
Kraftmikil
9.990,-
AÐALFUNDUR
Félags íslenskrasímamanna
Aðalfundur Félags íslenskra símamanna 2014 verður
haldinn að Stórhöfða 31 1.hæð (gengið inn að neðan-
verðu) miðvikudaginn 22.apríl kl. 18.10
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf:
a. Skýrsla stjórnar
b. Reikningar félagsins
c. Kosningar
2. Kosning fulltrúa á þing RSÍ
3. Önnur mál
Stjórn Félags ísl. símamanna
Fæst í apótekum, heilsubúðum
og stórmörkuðum
www.gengurvel.is
BELLAVISTA náttúrulegt
efni fyrir augun, ríkt af
lúteini og bláberjum
NÁTTBLINDA
Save the Children á Íslandi
Hann
heldur sig í
straum-
skilum þar
sem er
gríðarleg
framleiðsla á
svifdýrum og fiski.
Sigurður Guðjónsson,
forstjóri Veiðimálastofnunar.
STJÓRNSÝSLA Skipulags- og byggingar-
fulltrúi í Hafnarfirði hefur gefið Hafnar-
fjarðarbæ og Golfklúbbnum Keili fjögurra
vikna frest til að skila inn uppdráttum
að golfskemmu í Steinholti eða fjarlægja
húsið.
Keilir á 20 prósent í skemmunni og
Hafnarfjarðarbær 80 prósent. Húsið var
upphaflega byggt 1982 undir háhyrninga
Sædýrasafnsins. Í því er nú púttaðstaða og
afgreiðsla fyrir starfsemi Keilis.
Réttum uppdráttum að skemmunni
hefur aldrei verið skilað inn þrátt fyrir
eftirgangsmuni byggingarfulltrúa sem
hefur því aldrei gefið út byggingarleyfi og
er nú loks búinn að missa þolinmæðina.
„Verði ekki brugðist við erindinu innan
fjögurra vikna mun skipulags- og bygg-
ingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur,
20.000 krónur, frá og með 1. júní 2015,“
segir byggingarfulltrúinn. - gar
Byggingarfulltrúinn í Hafnarfirði gefur bænum fjögurra vikna lokafrest:
Skili uppdrætti eða rífi golfhús
PÚTTSKEMMA KEILIS Þar sem áður voru háhyrningar eru nú kylfingar
að pútta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM