Fréttablaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 43
SPOEX rekur göngudeild
í húsnæði samtakanna að
Bolholti 6. Þangað geta
psoriasis- og exemsjúklingar
leitað sem þurfa á UVB- eða
UVA-ljósameðferð að halda
og hafa tilvísun frá húðlækni.
Sjúklingar þurfa ekki að panta
tíma og er opið kl. 11.30-18.30
virka daga nema föstudaga.
Þá er opið 9.30-16.30.
Mörgum hentar það vel að geta
komið þegar tími gefst, án þess
að panta tíma fyrir fram, enda
margt sem getur breytt fyrirætl-
unum fólks í dagsins önn. Þennan
sveigjanleika telja margir okkar
sjúklinga stóran kost við göngu-
deildina.
Á göngudeildinni eru tveir
ljósaskápar, með bæði UVA- og
UVB-perum, en algengast er að
nota UVB. Skipt var um perur í
skápunum í upphafi ársins. Þar
eru einnig UVB-handa- og fóta-
lampi og tvær UVB-ljósagreiður.
Algengt er að fólk komi til okkar
þrisvar í viku í tólf vikur í senn.
Venjulega koma 50-80 manns á
degi hverjum.
Nú starfa þrír sjúkraliðar á
göngudeildinni. Þær eru Bára
Melberg, María Finnbogadóttir og
Steinunn Oddsdóttir en Steinunn
á tíu ára starfsafmæli um þessar
mundir. Við leggjum áherslu á gott
viðmót, sveigjanleika og langan
opnunartíma. Sjúklingum göngu-
deildar hefur fjölgað mikið síðustu
þrjú ár. Erfitt er að segja til um
orsakir en kaldir umhleypinga-
samir vetur og sólarlítil sumur,
auk niðurskurðar í öðrum með-
ferðum, gætu spilað hér inn í.
Á næstunni ætlum við að auka
vöruúrval og selja ýmsar vörur á
góðu verði fyrir sjúklinga. Hægt
verður að fá vörur sendar í póst-
kröfu fyrir þá sem búa á lands-
byggðinni. Sjúkraliðar okkar
veita fúslega upplýsingar og að-
stoð. Hægt er að hafa samband
við göngudeildina Bolholti 6 í síma
588-9620 eða senda tölvupóst á
gongudeild@spoex.is en einungis
er tekið við sjúklingum í ljós sem
hafa til þess tilvísun frá húðlækni.
Húðlæknir göngudeildar er
Birkir Sveinsson. Birkir kemur
reglulega á deildina og sinnir
sjúklingum. Panta þarf tíma fyrir
fram á göngudeildinni til að geta
hitt Birki.
Göngudeild – hjarta starfseminnar
Á göngudeildinni eru tveir ljósaskápar, með bæði UVA- og UVB-perum. Þar eru einnig UVB-handa- og fótalampi og tvær UVB-ljósagreiður. MYNDIR/VILHELM
Spoex – Samtök psoriasis- og
exemsjúklinga voru stofnuð
árið 1972 og verða því 43 ára
á þessu ári. Félagsmenn í dag
eru um 1.300 og eru þeir á
öllum aldri. Talið er að um 2-3
prósent Íslendinga séu með
psoriasis, eða um 6-10 þúsund
manns.
Rekstur félags eins og Spoex er
nokkuð viðamikill en félagið rekur
meðal annars göngudeild í Bolholti
6 í Reykjavík fyrir húðsjúkdóma.
Þar er hægt að fá UVA/UVB-ljósa-
meðferð við exemi og psoriasis.
Að sögn Ingvars Ágústs Ingvars-
sonar, formanns Spoex, koma um
60-80 manns í ljósameðferð dag-
lega en flestir koma þrisvar í viku.
Félagið heldur úti vefsíðu á spoex.
is og Face book-síðu undir heit-
inu Spoex. Félagið er einnig með
skrifstofu í Bolholti og er Kristín
Ólafsdóttir skrifstofustjóri Spoex.
Í stjórn Spoex sitja sjö manns og
skipta þau með sér verkum og
verkefnum. Þau eiga það sameig-
inlegt að vera öll með psoriasis og
inna starf sitt af hendi án endur-
gjalds. Félagið er rekið með fjár-
framlögum og styrkjum.
Að sögn Ingvars er gott sam-
starf við önnur félög eins og Gigt-
arfélag Íslands og Félag sykur-
sjúkra og halda þessi félög sam-
eiginleg fræðslukvöld tvisvar til
þrisvar á ári. „Þá erum við í sam-
starfi við Félag íslenskra húð-
lækna og Astma- og ofnæmissam-
tökin vegna endurnýjunar á bækl-
ingum um exem og psoriasis,“
útskýrir Ingvar.
2-3 prósent Íslendinga með psoriasis
Starfsfólk Spoex frá vinstri; Bára Melberg, Kristín Ólafsdóttir, María Finnbogadóttir og formaðurinn Ingvar Ágúst Ingvarsson. Á myndina vantar Steinunni Oddsdóttur.
MYND/VILHELM
LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015
Aðalfundur 28. apríl
Samtök psoriasis-
og exemsjúklingaSPOEX
Félagið
sinnir
hagsmunagæslu
fyrir psoriasis- og
exemsjúklinga
en frá árinu 2009
hefur mikill
niðurskurður
verið í þjónustu
við sjúklinga
bæði hjá hinu
opinbera og
einkaaðilum.
Félagið sinnir hagsmunagæslu
fyrir psoriasis- og exemsjúk-
linga en frá árinu 2009 hefur mik-
ill niðurskurður verið í þjónustu
við sjúklinga. „Gildir einu hvort
sú þjónusta hefur verið á fram-
færi hins opinbera eða einkaaðila
sem eru með samninga við Sjúkra-
tryggingar Íslands.“
Spoex er aðili að Öryrkjabanda-
lagi Íslands og hafa stjórnarmenn
Spoex unnið mikið innan stjórnar
ÖBÍ í gegnum tíðina. ÖBÍ hefur
styrkt starfsemi Spoex með um-
talsverðum hætti síðustu ár, bæði
fjárhagslega og í gegnum almennt
starf ÖBÍ.
Spoex er jafnframt aðili að nor-
rænum samtökum psoriasissjúklinga
(NordPso) og alþjóðlegum samtökum
psoriasissjúklinga (IFPA) og fær þar
aðgang að ýmsum upplýsingum sem
nýtast í daglegum störfum og hags-
munabaráttu félagsins.
Félagið heldur upp á alþjóðadag
psoriasis 29. október ár hvert og
hefur boðið upp á ýmsa viðburði í
gegnum tíðina.