Fréttablaðið - 18.04.2015, Side 43

Fréttablaðið - 18.04.2015, Side 43
SPOEX rekur göngudeild í húsnæði samtakanna að Bolholti 6. Þangað geta psoriasis- og exemsjúklingar leitað sem þurfa á UVB- eða UVA-ljósameðferð að halda og hafa tilvísun frá húðlækni. Sjúklingar þurfa ekki að panta tíma og er opið kl. 11.30-18.30 virka daga nema föstudaga. Þá er opið 9.30-16.30. Mörgum hentar það vel að geta komið þegar tími gefst, án þess að panta tíma fyrir fram, enda margt sem getur breytt fyrirætl- unum fólks í dagsins önn. Þennan sveigjanleika telja margir okkar sjúklinga stóran kost við göngu- deildina. Á göngudeildinni eru tveir ljósaskápar, með bæði UVA- og UVB-perum, en algengast er að nota UVB. Skipt var um perur í skápunum í upphafi ársins. Þar eru einnig UVB-handa- og fóta- lampi og tvær UVB-ljósagreiður. Algengt er að fólk komi til okkar þrisvar í viku í tólf vikur í senn. Venjulega koma 50-80 manns á degi hverjum. Nú starfa þrír sjúkraliðar á göngudeildinni. Þær eru Bára Melberg, María Finnbogadóttir og Steinunn Oddsdóttir en Steinunn á tíu ára starfsafmæli um þessar mundir. Við leggjum áherslu á gott viðmót, sveigjanleika og langan opnunartíma. Sjúklingum göngu- deildar hefur fjölgað mikið síðustu þrjú ár. Erfitt er að segja til um orsakir en kaldir umhleypinga- samir vetur og sólarlítil sumur, auk niðurskurðar í öðrum með- ferðum, gætu spilað hér inn í. Á næstunni ætlum við að auka vöruúrval og selja ýmsar vörur á góðu verði fyrir sjúklinga. Hægt verður að fá vörur sendar í póst- kröfu fyrir þá sem búa á lands- byggðinni. Sjúkraliðar okkar veita fúslega upplýsingar og að- stoð. Hægt er að hafa samband við göngudeildina Bolholti 6 í síma 588-9620 eða senda tölvupóst á gongudeild@spoex.is en einungis er tekið við sjúklingum í ljós sem hafa til þess tilvísun frá húðlækni. Húðlæknir göngudeildar er Birkir Sveinsson. Birkir kemur reglulega á deildina og sinnir sjúklingum. Panta þarf tíma fyrir fram á göngudeildinni til að geta hitt Birki. Göngudeild – hjarta starfseminnar Á göngudeildinni eru tveir ljósaskápar, með bæði UVA- og UVB-perum. Þar eru einnig UVB-handa- og fótalampi og tvær UVB-ljósagreiður. MYNDIR/VILHELM Spoex – Samtök psoriasis- og exemsjúklinga voru stofnuð árið 1972 og verða því 43 ára á þessu ári. Félagsmenn í dag eru um 1.300 og eru þeir á öllum aldri. Talið er að um 2-3 prósent Íslendinga séu með psoriasis, eða um 6-10 þúsund manns. Rekstur félags eins og Spoex er nokkuð viðamikill en félagið rekur meðal annars göngudeild í Bolholti 6 í Reykjavík fyrir húðsjúkdóma. Þar er hægt að fá UVA/UVB-ljósa- meðferð við exemi og psoriasis. Að sögn Ingvars Ágústs Ingvars- sonar, formanns Spoex, koma um 60-80 manns í ljósameðferð dag- lega en flestir koma þrisvar í viku. Félagið heldur úti vefsíðu á spoex. is og Face book-síðu undir heit- inu Spoex. Félagið er einnig með skrifstofu í Bolholti og er Kristín Ólafsdóttir skrifstofustjóri Spoex. Í stjórn Spoex sitja sjö manns og skipta þau með sér verkum og verkefnum. Þau eiga það sameig- inlegt að vera öll með psoriasis og inna starf sitt af hendi án endur- gjalds. Félagið er rekið með fjár- framlögum og styrkjum. Að sögn Ingvars er gott sam- starf við önnur félög eins og Gigt- arfélag Íslands og Félag sykur- sjúkra og halda þessi félög sam- eiginleg fræðslukvöld tvisvar til þrisvar á ári. „Þá erum við í sam- starfi við Félag íslenskra húð- lækna og Astma- og ofnæmissam- tökin vegna endurnýjunar á bækl- ingum um exem og psoriasis,“ útskýrir Ingvar. 2-3 prósent Íslendinga með psoriasis Starfsfólk Spoex frá vinstri; Bára Melberg, Kristín Ólafsdóttir, María Finnbogadóttir og formaðurinn Ingvar Ágúst Ingvarsson. Á myndina vantar Steinunni Oddsdóttur. MYND/VILHELM LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Aðalfundur 28. apríl Samtök psoriasis- og exemsjúklingaSPOEX Félagið sinnir hagsmunagæslu fyrir psoriasis- og exemsjúklinga en frá árinu 2009 hefur mikill niðurskurður verið í þjónustu við sjúklinga bæði hjá hinu opinbera og einkaaðilum. Félagið sinnir hagsmunagæslu fyrir psoriasis- og exemsjúk- linga en frá árinu 2009 hefur mik- ill niðurskurður verið í þjónustu við sjúklinga. „Gildir einu hvort sú þjónusta hefur verið á fram- færi hins opinbera eða einkaaðila sem eru með samninga við Sjúkra- tryggingar Íslands.“ Spoex er aðili að Öryrkjabanda- lagi Íslands og hafa stjórnarmenn Spoex unnið mikið innan stjórnar ÖBÍ í gegnum tíðina. ÖBÍ hefur styrkt starfsemi Spoex með um- talsverðum hætti síðustu ár, bæði fjárhagslega og í gegnum almennt starf ÖBÍ. Spoex er jafnframt aðili að nor- rænum samtökum psoriasissjúklinga (NordPso) og alþjóðlegum samtökum psoriasissjúklinga (IFPA) og fær þar aðgang að ýmsum upplýsingum sem nýtast í daglegum störfum og hags- munabaráttu félagsins. Félagið heldur upp á alþjóðadag psoriasis 29. október ár hvert og hefur boðið upp á ýmsa viðburði í gegnum tíðina.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.