Fréttablaðið - 19.09.2015, Side 2
Leikskólanum Sjónarhóli verður lokað í vetur vegna fækkunar leikskólabarna í Grafarvogi. Fréttablaðið/GVA
Vesturbakkinn varinn
Suðaustan 13 til 18 metrar á sekúndu
og rigning með köflum. Hægari vindur
á Norður- og Austurlandi, þurrt að
mestu og þar verður jafnframt hlýjast,
eða allt að 17 stiga hiti.
Sjá Síðu 50
Veður
Kúba
Beint flug með Icelandair 23.–30. nóv.
Verð frá
*á mann í tvíbýli með öllu inniföldu
á Melia Varadero hótelinu.
Verð án Vildarpunkta 279.900 kr.
269.900 kr.*
Örfá sæti laus!
og 12.500 Vildarpunktar
Flogið með Icelandair
Gæsum bægt burt Fyrr í sumar var sett upp girðing í vestanverðri Reykjavíkurtjörn til að verjast ágangi gæsa í viðleitni til að rækta upp vatnagróður og
aðrar plöntur við bakkann sem vonast er til að nýtist öndum og ungum þeirra. Fyrir tveimur vikum bættist við grindverk upp á landi til að hlífa bakk-
anum við ágangi þeim megin frá. Þórólfur Jónsson garðyrkjustjóri segir of snemmt að meta árangurinn. Fréttablaðið/Pjetur
E F na h ag S m ál Tryggingarsjóður
innstæðueigenda og fjárfesta hefur
náð samkomulagi við seðlabanka
Hollands og breska innstæðutrygg-
ingarsjóðinn.
Samkomulagið felur í sér að sátt
hefur náðst á milli opinberra aðila í
þessum þremur löndum vegna Ice-
save-innlánsreikninga Landsbanka
Íslands, sem nú heitir LBI.
Seðlabanki Hollands endurheimti
útlagða fjármuni að fullu í ágúst
2014.
Í tilkynningu frá Seðlabanka
Íslands segir að fullnaðargreiðsla til
breska innistæðutryggingasjóðsins sé
áætluð annaðhvort samhliða nauða-
samningi LBI á grundvelli stöðug-
leikaskilyrða eða eftir greiðslu LBI á
stöðugleikaskatti.
Nú þegar hefur breski innstæðu-
tryggingasjóðurinn fengið 84,2 pró-
sent af kröfu sinni greidd frá þrotabúi
LBI. - jhh
Samið um
lokagreiðslur
Icesave
DagviSt Leikskólanum Sjónarhóli í
Grafarvogi verður lokað í vetur. Þar
með fækkar leikskólum í hverfinu úr
11 í 10. Ástæðan er sú að leikskóla-
börnum í hverfinu hefur fækkað
svo mikið á undanförnum árum að
ekki þótti forsvaranlegt að halda
leikskólanum opnum. Í dag eru 920
börn á leikskólaaldri í Grafarvogi, en
fyrir tíu árum voru þau 1.164. Fækk-
unin nemur 21 prósenti.
„Maður er auðvitað ekkert sáttur.
Maður vill hafa góða leikskólann
sinn áfram,“ segir Ásta Kristín
Svavars dóttir leikskólastjóri í samtali
við Fréttablaðið. Hún segir ekki alla
starfsmenn leikskólans vera komna
með störf annars staðar. „En það
er allt í farvegi og verið að aðstoða
okkur við að finna það,“ segir hún.
Hún segir ekki endanlega vera búið
að ákveða hvaða dag leikskólanum
verði lokað. Það sé þó ljóst að það
verði gert fyrir áramót.
Foreldraráð Sjónarhóls gagnrýnir
að skóla- og frístundasvið skyldi
ekki hafa meira samráð við foreldra
í aðdraganda að breytingunum og
gagnrýnir að leikskólanum sé lokað.
Í bréfi sem þær Auður Aðalbjarna-
dóttir og Anna Björk Bjarnadóttir,
fyrir hönd foreldraráðs Sjónarhóls,
sendu sviðsstjóra skóla- og frístunda-
sviðs segir að fara hefði mátt aðrar
leiðir en að loka leikskólanum. Þar
segir meðal annars að sameining
Sjónarhóls og leikskólans Brekku-
borgar hafi ekki verið rædd til fulls.
Sameining leikskólanna yrði mun
mildari aðgerð. Slík sameining gæfi
börnunum möguleika á að að vera
áfram saman á leikskóla og vinna
áfram með því starfsfólki sem það
þekkir og treystir. Vill foreldraráðið
að gerð verði úttekt á starfi leikskól-
anna og hverjir samlegðarþættir við
sameiningu þeirra gætu orðið.
Þá segir í umsögn foreldraráðs að
mikill aukakostnaður og umstang
muni leggjast á foreldra, verði þessi
tillaga samþykkt óbreytt. Aðlögun
barna í leikskólum krefjist þess
að foreldrar séu viðstaddir í leik-
skólanum í að minnsta kosti þrjá
vinnudaga með barni sínu á leik-
skóla. Skipulagning sumarfrísdaga
foreldra sé löngu lokið og fáir hafi
kost á öðru en að taka sér launa-
laust leyfi. „Þurfi foreldrar að taka
sér launalaust leyfi þessa þrjá
daga er launatap sem fellur á for-
eldra um 14% af mánaðartekjum.“
jonhakon@frettabladid.is
Leikskólabörnum
fækkað um 20 prósent
Leikskólum í Grafarvogi verður fækkað um einn á næstu dögum. Ástæðan er sú
að leikskólabörnum í hverfinu hefur fækkað verulega á undanförnum árum.
Foreldrum finnst skorta á samráð hjá Reykjavíkurborg við ákvörðunartökuna.
Maður er auðvitað
ekkert sáttur. Maður
vill hafa góða leikskólann
sinn áfram.
Ásta Kristín Svavarsdóttir
leikskólastjóri Sjónarhóls
FlóttamEnn „Hann á yfir höfði sér
fangelsisdóm og trúarlegar ofsóknir
ef hann fer heim aftur,“ segir á síð-
unni Ekki fleiri brottvísanir, um
Mehdi Pedarsani. Hann er íranskur
ríkisborgari sem kom hingað til
lands fyrir ári sem hælisleitandi.
Í gær fékk Mehdi synjun frá kæru-
nefnd útlendingamála um að mál
hans yrði tekið til efnislegrar með-
ferðar hér á landi. Synjunin er veitt
á grundvelli Dyflinnarreglugerðar-
innar og verður til þess að innan
tíðar verður Mehdi sendur til Nor-
egs. Þaðan verður hann svo líklega
sendur til heimalands síns.
Rauði kross Íslands hefur hingað
til séð um mál Mehdis. Nú þegar
honum hefur verið synjað um efnis-
lega meðferð stendur honum til boða
að áfrýja málinu til dómstóla. Rauði
krossinn hefur staðfest að við slíkar
aðstæður sé hælisleitanda beint til
lögfræðinga sem geta tekið málið að
sér.
Á síðunni Ekki fleiri brottvísanir
stendur að Mehdi hafi tekið ákvörð-
un um áfrýjun máls síns. Þá hafi
honum verið greint frá því að þrátt
fyrir áfrýjunina megi hann eiga von
á því að vera sendur úr landi hvenær
sem er.
Íran er íslamskt ríki með klerka-
stjórn. Staða mannréttinda hefur
verið gagnrýnd í landinu og íranska
ríkisstjórnin sökuð um pyntingar. - snæ
Hælisleitanda
synjað um
áheyrn í gær
Mehdi Pedarsani er kristinn bifvéla-
virki. Hann tók þátt í verkalýðsbaráttu
sem er bönnuð í Íran.
1 9 . S E P t E m b E r 2 0 1 5 l a u g a r D a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð