Fréttablaðið - 19.09.2015, Side 4

Fréttablaðið - 19.09.2015, Side 4
MADONNA ÍTALÍU VIKULEGA 16. JAN. – 27. FEB. Eitt vinsælasta skíðasvæði Íslendinga er aftur komið í sölu. Flogið vikulega frá 16. jan - 27 feb. með Icelandair. Farastjóri, Níels Hafsteinsson 119.200 KR. Úrval Útsýn |  Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi |  585 4000 |  uu.is VERÐ FRÁ HÓPAR? SENDU FYRIRSPURN Á HOPAR@UU.IS Tölur vikunnar 1.2.2015 - 7.2.2015 2,7% atvinnuleysi er spáð á næsta ári samkvæmt vinnu- markaðsrannsókn Vinnumálastofnunar. 277 dýr drápust í dýragarðinum í Tíblisi fyrir þremur mánuðum. Dýragarðurinn hefur nú verið opnaður á ný. 572 milljónir voru tekjur Gló veitingastaðanna á síðasta ári. Tapið á rekstrinum nam 12 milljónum króna. 5 ár er meðalstarfsaldur íþróttakennara á Íslandi. Þeir hætta störfum vegna álags og slæmra aðstæðna. 8,3 stig var jarðskjálftinn sem reið yfir Síle á miðvikudagskvöld. Átta létust í skjálftanum. 1 Tillaga af 25 249 kíló tillögum frá lands- hlutanefnd fyrir Norðurland vestra skilaði sér í fjárlög fyrir næsta ár. af útrým- ingarefnum voru seld til leyfislausra einstaklinga árið 2014. Sakamál Enn er óupplýst fíkniefna­ smygl í Skógafossi í júní síðastliðnum þegar tæp þrjú kíló af kókaíni fundust í bakpoka í einum gámi skipsins. Málið hefur dregist nokkuð í rann­ sókn og gengur afar hægt að sögn lögreglu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var verklagsreglum tollstjóraembættisins ekki framfylgt þegar efnin fundust. Þegar fíkniefni finnast við kom­ una til Íslands er það verklag við­ haft að tryggja að rannsóknarhags­ munir spillist ekki, tryggja nánasta umhverfi og gera lögreglu viðvart. Fíkniefnin fundust í gámi, þar sem bátsmenn Skógafoss geyma verkfæri sín, klukkan rúmlega tvö um nóttina. Einn heimildarmanna Frétta­ blaðsins sagði að öllum bátsmönnum á staðnum hefði verið sagt að fíkni­ efni hefðu fundist um borð án þess að nokkur lögregla kæmi á vettvang. „Við förum reglulega yfir allt verk­ lag og hvernig við vinnum okkar vinnu þegar fíkniefni finnast á okkar svæði,“ segir Kári Gunnlaugsson yfir­ tollvörður. „Við gerðum það einnig sérstak­ lega eftir þessa leit. Fíkniefnin finnast þarna um nóttina og rannsóknarlög­ reglan er ekki tiltæk strax þarna um nóttina.“ Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður deildar lögreglunnar sem rannsakar skipulagða glæpastarfsemi og fíkni­ efnamál, segir þetta mál hafa dregist nokkuð í rannsókn og að það gangi of hægt. Aldís vill þó ekki meina að rann­ sókn málsins sé komin í eitthvert öngstræti. „Við höfum sent rannsóknargögn utan til greiningar og bíðum eftir niður stöðum úr þeim. Rannsókn málsins gengur hægt. Ef það er satt að starfsmenn tollstjóraembættis­ ins hafi ekki unnið eftir fyrir fram ákveðnum verklagsreglum er það ekki til þess að hjálpa til við rann­ sókn málsins,“ segir Aldís. Allir bátsmenn hafa verið teknir í skýrslutöku vegna málsins. Enn hefur enginn verið handtekinn eða færður í gæsluvarðhald né fengið réttarstöðu grunaðs manns i málinu. - sa Smyglmál í Skógafossi enn óupplýst Ef það er satt að starfsmenn toll- stjóraembættisins hafi ekki unnið eftir fyrir fram ákveðnum verklagsreglum er það ekki til þess að hjálpa til við rann- sókn málsins. Aldís Hilmarsdóttir, yfirlögregluþjónn Fíkniefnin finnast þarna um nóttina og rannsóknarlög- reglan er ekki tiltæk strax þarna um nóttina. Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður neyTendamál Samningur íslenska stjórnvalda og Evrópusambandsins opnar fyrir tollfrjálsan innflutning á alls kyns villibráð. Innflutt hreindýra­ kjöt, dádýrskjöt, rjúpur, dúfur, fasanar og önnur villibráð verður því tollfrjáls varningur með öllu. Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í atvinnuvegaráðuneytinu, segir þenn­ an samning hafa bæði jákvæð áhrif á neytendur á Íslandi sem og útflytj­ endur íslenskra landbúnaðarafurða. „Það sem við fáum út úr þessum samningum er að þeir eru algjörlega gagnkvæmir. Allt sem við megum flytja inn tollfrjálst getum við flutt út einnig án tolla. Því opnast mikil tæki­ færi fyrir íslenska framleiðendur á alls kyns matvælum, svo sem svínakjöti, sælgæti og öðru. Einnig felur þessi samningur í sér að við stækkum toll­ kvóta á kjöti og ostum gríðarlega,“ segir Ólafur. Tollur á franskar kartöflur lækkar um 40 prósent og ís lækkar úr 30 prósentum niður í átján. Einnig lækkar svokallaður magntollur, sem er greiddur á hvert kíló af ís, úr 110 krónum í 66. Mesta lækkun á vörum mun vera á mikið unn­ inni matvöru, svo sem kexi, pitsum, pasta, súkkulaði og þess lags vörum. Einnig hafa tollkvótar verið rýmk­ aðir nokkuð á landbúnaðarafurðir og verða þeir rýmkaðir í þrepum allt til ársins 2020. Gert er ráð fyrir að rýmka kvóta á innflutt nautakjöt um nærri 700 prósent frá því sem nú er og svínakjötstolla um 250 prósent. Inn­ flutningstollar á alifugla fimmfaldast á næstu fimm árum. Ólafur Stephensen, framkvæmda­ stjóri Félags atvinnurekenda, fagnar afnámi tolla á ýmsar vörutegundir. „Almennt talað eru beinar tollalækk­ anir eða afnám tolla hagstæðari fyrir neytendur en skömmtunarkerfi á borð við tollfrjálsa innflutningskvóta. Þegar almennir tollar eru lækkaðir eða afnumdir geta neytendur gengið að því vísu að það kemur fram í vöru­ verðinu. Það ber því að fagna því að afnumdir eru tollar á unnum vörum eins og pitsum, bökum, pasta og bök­ unarvörum, villibráð og fleiru slíku,“ segir Ólafur en bendir á að kvóta­ umhverfið standi enn heilbrigðri sam­ keppni aðila fyrir þrifum. „Þótt toll­ kvótarnir stækki myndarlega til ársins 2020 eru þeir samt áfram tiltölulega lágt hlutfall innanlandsneyslu eins og hún var á árunum 2011­2013. Árið 2020 verða þessi hlutföll væntanlega lægri af því að innanlandsneyslan fer hraðvaxandi, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna. Þetta er gríðar­ lega jákvætt skref, en hvað kjötið og ostana varðar er íslenskur landbúnað­ ur samt bara að fá mjög takmarkaða samkeppni.“ Finnur Árnason, forstjóri Haga, fagnar þessum samningum stjórn­ valda. „Þetta eru almennt frábærar fréttir fyrir neytendur og þessu fram­ taki stjórnvalda ber að fagna. Það er ekki spurning. Við hefðum þó viljað sjá stærri skref  tekin en þetta skref er þó í rétta átt og sem fyrsta skref getum við ekki annað en verið sáttir. Þetta er ein mesta kjarabót fyrir landsmenn sem við finnum því af þessu hlýst tvö­ faldur ávinningur. Bæði mun nauð­ synjavara lækka í verði sem og að margar af þessum vörum eru inni í vísitölu neysluverðs og lækkun þar mun hafa áhrif á lán landsmanna.“ sveinn@frettabladid.is Fagna samningi við ESB sem fyrsta skrefi af mörgum Innflutningur á mikið unnum matvörum verður tollfrjáls sem og innflutningur á alls kyns villibráð. Forstjóri Haga og framkvæmdastjóri FA telja samninginn fagnaðarefni en vilja sjá frekari skref stigin á næstu árum. þrír í fréttum Everest, kveðju- tillaga og tollar Everest og Ísraelstillagan Baltasar Kormákur frumsýndi á Íslandi á fimmtu­ dagskvöld kvikmynd sína Everest. Margt var um manninn og meðal annars voru forsetahjónin, Dorrit og Ólafur, mætt. Í samtali við Ísland í dag lýsti Baltasar því hversu gaman væri að koma heim og frumsýna. Enn meira spennandi eftir að vel hefur gengið úti. Björk Vilhelms- dóttir hætti störfum sem borgar­ fulltrúi Reykja­ víkurborgar á þriðjudag­ inn. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi þann dag síðustu tillöguna sem hún lagði fram, um viðskiptabann á Ísrael. Tillagan felur í sér að Reykja­ víkurborg kaupi ekki vörur frá Ísraelsríki á meðan hernám ríkisins á landsvæði Palestínu varir. Hún hefur hlotið nokkra gagnrýni. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarút­ vegs­ og landbún­ aðarráð­ herra, var kampakátur eftir að Ísland og Evrópusam­ bandið undirrituðu samning á fimmtudag sem mun fela í sér að báðir aðilar felli niður tolla í all­ mörgum tollflokkum. Báðir aðilar munu auka verulega tollfrjálsan innflutningskvóta á ýmsar tegundir af kjöti og ostum. Tollkvótar verða áfram við lýði en Samkeppniseftirlitið hefur lagt til að það kerfi verði aflagt þar sem það gefi ekki nægilega góða raun fyrir neytendur. Þetta er ein mesta kjarabót fyrir lands- menn sem við finnum því af þessu hlýst tvöfaldur ávinn- ingur. Finnur Árnason, forstjóri Haga 1 9 . S e p T e m b e r 2 0 1 5 l a u g a r d a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð Núverandi Umsóknir Umsóknir Nýr kvóti Tegund kvóti í tonnum 2014 2015 árið 2020 Naut 100 334 462 696 Svín 200 615 798 700 Alifuglar 200 820 1043 1056 Þurrkað og reykt kjöt 50 45 57 100 Ostur (vöruliður 406) 80 170 254 380 Ostur (svæðisbundnir) 20 37 52 230 Pylsur 50 66 123 250 Elduð kjötvara 50 200 222 400 ✿ kvóti á kjöt og osta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.