Fréttablaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 6
„Hvað er að frétta af heilanum?“ Árlega er alþjóðlega Alzheimersdagsins hinn 21. september minnst um heim allan. FAAS mun í tilefni dagsins standa fyrir málstofu á Grand Hóteli mánudaginn 21. september 2015 kl. 17:00 -19:00 þar sem skyggnst verður inn í heilann og leitað frétta af því sem er að gerast þar. Dagskrá: Ragnhildur Þóra Káradóttir, doktor í taugalífeðlisfræði er einn virtasti vísindamaður landsins á sviði rannsókna á taugasjúkdómum. Hún rekur rannsóknarstofu í Cambridge og er í teymishópi fremstu vísindamanna af yngri kynslóðinni í Evrópu. Kári Stefánsson, vísindamaður og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir fjallar um snemmgreiningu Alzheimerssjúkdómsins Ari Eldjárn, uppistandari Umræður og fyrirlesarar munu svara fyrirspurnum. Málstofustjóri verður Guðlaugur Þór Þórðarson Allir eru velkomnir, ókeypis aðgangur ✿ Ríkin sem Ísland beitir þvingunaraðgerðum 1 Afganistan 2 Norður-Kórea 3 Nagorno Karabakh 4 Hvíta-Rússland 5 Bosnía og Hersegóvína 6 Mjanmar 7 Fílabeinsströndin 8 Kongó, lýðstjórnar- lýðveldið 9 Egyptaland 10 Erítrea 11 Gínea 12 Gínea-Bissá 13 Íran 14 Írak 15 Jemen 16 Úkraína 17 Líbanon 18 Líbería 19 Líbía 20 Mið-Afríkulýðveldið 21 Moldóva 22 Rússland 23 Simbabve 24 Sómalía 25 Suður-Súdan 26 Súdan 27 Sýrland 28 Túnis 1 6 12 18 8 919 23 25 27 28 24 1317 10 3 21 22 2 UtanRÍkismál Ísland er með virkar þvingunaraðgerðir við 29 þjóðir í dag. Þar af eru sex þeirra meðal tuttugu fátækustu ríkja heims sam­ kvæmt gögnum Alþjóðabankans. Nýverið hefur hávær umræða í þjóðfélaginu verið uppi um þvingunar aðgerðir gegn Rússum. Einnig um samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur að sniðganga vörur Ísraela. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist almennt vera á móti þvingunaraðgerðum og ef eigi að setja á slíkar aðgerðir sé Alþingi réttur vettvangur. „Ég óttast að þessi ákvörðun borgarstjórnar muni hafa slæmar afleiðingar í för með sér. Erlendar fréttasíður hafa verið að taka upp þessa frétt og tals­ maður utanríkisráðuneytis Ísra­ ela hefur tjáð sig um málið,“ segir Kjartan.  „Erlendir aðilar gera ekki greinarmun á Reykjavík annars vegar og íslensku þjóðinni allri hins vegar.“ Um er að ræða tvenns konar aðgerðir sem íslensk stjórnvöld fylgja. Annars vegar aðgerðir sem stafa frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en þær er skylt að inn­ leiða vegna aðildar að SÞ. Hins vegar er um að ræða ráðstafanir sem taldar eru nauðsynlegar til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana, sam­ starfsríkja eða ríkjahópa um þving­ unaraðgerðir sem eru samþykktar til að viðhalda friði, öryggi, virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi. Þvingunaraðgerðir ESB eru í síðarnefnda flokknum. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðis­ flokks, hefur gagnrýnt þær opinber­ lega. Hann segir mikilvægt að Ísland gæti hlutleysis sem lítið efnahags­ kerfi sem byggi á fáum stoðum. „Við eigum ekki frekar en aðrar þjóðir að skaða þessar útflutningsgreinar,“ segir Ásmundur. „Ég held almennt að þessar viðskiptaþvinganir hafi ekki haft neina þýðingu heldur herðir það bara þessa bófa sem þær bein­ ast gegn. Ég sé ekki að slíkar refsi­ aðgerðir hafi borið nokkurs staðar árangur.“ Ásmundur telur nokkurn tvískinnung felast í þvingunaraðgerðum íslenskra stjórnvalda. „Mér finnst það svolítið skrítið að við setjum þvinganir á Rússa en á sama tíma erum við í fullum viðskipt­ um við ríki þar sem troðið er á mannrétt­ indum, í því er fólginn tvískinnungur og ég held að við sjáum það að slíkar þving­ anir eru ekki til þess fallnar að laga rétt­ indi þeirra hópa sem þarf að laga,“ segir Ásmundur.  sveinn@frettabladid.is Íslensk stjórnvöld með þvinganir við 29 ríki Íslensk stjórnvöld eru með virkar þvingunaraðgerðir vegna aðildar að SÞ og til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana og ríkjahópa. Þingmaður og borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks segja þessar aðgerðir bera lítinn sem engan árangur. stjóRnmál Baldur Þórhallsson, pró­ fessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir sérstakt að borgarstjórn hafi ekki haft sam­ ráð  við  íslensk stjórnvöld áður en tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur um sniðgöngu á ísraelskum vörum var samþykkt. „Þessi tillaga mun litlu skila ef borg­ in fylgir þessu ekki eftir með því að tala t.d. við höfuðborgir annarra Norður­ landa, vinaborgir sínar eða íslensk stjórnvöld fylgi for­ dæminu,“ segir Baldur. En fylgi aðrar borgir eða ríki for­ dæmi Reykjavíkurborgar geti tillagan haft mikil áhrif. Ísraelar óttist mjög að vera beittir viðskiptabanni og því hafi Reykjavíkurborg verið svarað af mikilli hörku. Þá séu borgir sífellt að eiga í auknu alþjóðlegu samstarfi og því ekki endilega einkennilegt að þau hafi skoðanir á alþjóðamálum. Dagur B. Eggertsson telur sjálfur að  undirbúa hefði mátt tillöguna betur og ekki sé stefnt að því að snið­ gangan nái til allra ísraelskra vara. Dagur segir ekki ljóst hvenær nánari tillögur liggi fyrir, nú sé mikilvægt að vanda sig. Utanríkisráðuneytið áréttar í fréttatilkynningu að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands og sé heldur ekki til marks um tengsl Íslands og Ísraels. – ih Samráðs- leysi við stjórnvöld  Baldur Þórhallsson Blómahaf Hér sást indverskar konur og stúlkur á blómamarkaði að undirbúa hátíðina Ganesh Chaturthi, í Bangalore á Indlandi. Hátíðin er til heiðurs guðinum Ganesha sem hefur fílshöfuð og hófst hátíðin á fimmtudag. Fréttablaðið/EPa Afmæli guðsins með fílshöfuðið Erlendir aðilar gera ekki greinarmun á Reykjavík annars vegar og íslensku þjóð- inni allri hins vegar. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins 1 9 . s E P t E m b E R 2 0 1 5 l a U G a R D a G U R6 F R é t t i R ∙ F R é t t a b l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.