Fréttablaðið - 19.09.2015, Síða 10

Fréttablaðið - 19.09.2015, Síða 10
Mannréttindi „Ég vona að ofbeldi fari að minnka alls staðar í heim­ inum. Það er kominn tími til,“ segir Daldís Perla Magnúsdóttir. Daldís  er  í hópi  átján ungmenna hvaðanæva úr heiminum sem skrifa undir opið bréf til ráðamanna heimsins og skora á þá að binda enda á ofbeldi gegn börnum. Sjálf varð Daldís fyrir ofbeldi sem barn. „Bréfið er sent til að minna á að á fimm mínútna fresti deyr barn vegna ofbeldis sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Börnin biðla til ráðamanna að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir hvers kyns ofbeldi gegn börnum og að koma í veg fyrir að fleiri börn láti lífið vegna ofbeldis um allan heim,“ segir Bergsteinn Jónsson, fram­ kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, en bréfið er á vegum samtakanna. „Þetta er náttúrulega hræðilegt og það snertir mig alltaf rosalega mikið að lesa um að þetta sé enn að gerast árið 2015,“ segir Daldís, sem vonast til þess að bréfið verði til þess að leiðtogar ríkja heimsins leggi meiri áherslu á að koma í veg fyrir ofbeldi. „Þið verðið að grípa til aðgerða núna strax til að binda enda á ofbeldi gegn börnum. Ekki bíða í fimm mínútur í viðbót, líf okkar eru að veði,“ segir í niðurlagi bréfsins.  – þea Samfélagsstyrkir Landsbankans landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Umsóknarfrestur vegna samfélagsstyrkja er til og með mánu- deginum 12. október 2015. Rafrænar umsóknir og nánari upplýsingar á landsbankinn.is. Landsbankinn veitir 20 milljónum króna í samfélagsstyrki árið 2015 sem úthlutað er í tvennu lagi og koma 10 milljónir til úthlutunar nú í haust. Umsóknarfrestur er til og með 12. október næstkomandi. Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Meðal styrkveitinga úr sjóðnum eru námsstyrkir, samfélagsstyrkir og umhverfisstyrkir. Verkefni sem einkum koma til greina:  Verkefni mannúðarsamtaka og góðgerðarfélaga  Verkefni á sviði menningar og lista  Menntamál, rannsóknir og vísindi  Forvarna- og æskulýðsstarf  Sértæk útgáfustarfsemi Á hvoru úthlutunartímabili verða veittir eftirtaldir styrkir:  Fimm styrkir að upphæð 1.000.000 krónur hver  Fimm styrkir að upphæð 500.000 krónur hver  Tíu styrkir að upphæð 250.000 krónur hver Daldís Perla skrifaði undir opið bréf til ráðamanna heimsins. Fréttablaðið/Anton Sendi valdamönnum heimsins áskorun í bréfi Hofsós er sagður eiga undir högg að sækja. Fréttablaðið/Pjetur sveitarstjórnir „Umrædd afgreiðsla Byggðastofnunar er enn eitt dæmið um það hversu Norðurland vestra er sniðgengið í fjárveitingum hins opinbera,“ segir sveitarstjórn Skaga­ fjarðar sem lýsir yfir vonbrigðum með „naumt skammtaðar“ fjárveit­ ingar til verkefnisins „Brothættar byggðir“. Sveitarstjórnin vill að stjórn Byggðastofnunar beiti sér með sveitarfélaginu svo unnt verði að taka Hofsós og fleiri byggðarlög þar inn í verkefnið. „Stjórnvöldum og stofnuninni ber að leita allra úrræða til að vinna með heimamönnum að því að styrkja byggð á Hofsósi og í öðrum byggðarlögum sem hafa átt undir högg að sækja á undanförnum árum,“ segir sveitarstjórnin.  - gar Sniðganga á Norðurlandi Matur Erlendir ferðamenn keyptu skyndibita fyrir 649 milljónir, með greiðslukortum, í ágúst síðastliðnum. Það var fjórðungur þeirrar upphæðar sem þeir eyddu í veitingar, svo sem mat á fínum veitingastöðum og bjór á börum. Þetta kemur fram í tölum frá Rann­ sóknarsetri verslunarinnar. Þar kemur jafnframt fram að úttektir á reiðufé hafi numið rúmlega tveimur milljörðum króna. Því má gera ráð fyrir að umtals­ vert hærri fjárhæð hafi í raun verið varið í kaup á skyndibita í mánuðinum. Fjóla Sigurðardóttir, eigandi og mat­ ráður matarvagnsins Lobster hut, segir að um áttatíu prósent viðskiptavina hennar séu ferðamenn. „Fyrsta sumarið mitt var í fyrra. Hreinskilnislega sagt þá velti ég rosalega. Ég var með tugi milljóna samtals,“ segir hún. Fjóla bendir á að með milljónunum hafi hún þurft að borga laun og svo sé hún með dýrasta hráefnið í skyndibita­ flórunni, humar. Tölurnar frá Rannsóknarsetri verslunarinnar sýna aukningu um 718 milljónir á milli ára í veitinga­ þjónustu í heild. Þrátt fyrir það finnur Fjóla frekar fyrir samdrætti sem hún kennir nýrri staðsetningu matarvagnsins um. „En ég var heppin og fékk nætursöluleyfi líka þannig að í sumar er ég búin að vera á Lækjartorgi öll kvöld vikunnar. Í nótt opnum við níu og erum með opið til sex í fyrramálið.“ Aðspurð hvort humarsamlokur og humarsúpur séu rétti maturinn til að fæða ölvað fólk á leið heim af skemmti­ stöðunum segir hún: „Já, fólk er ofsa­ lega ánægt. En svo vilja sumir annað. Á torgið eru komnir eftirréttir, fiskur og franskar og fleira. Þetta er orðin nokkuð góð flóra. Það er ekki bara hamborgari, pylsur og pitsa.“ Geir Gunnar Markússon, næringar­ fræðingur hjá Heilsustofnun Nátt­ úrulækningafélags Íslands, segir að skyndibiti sé ekki rétti maturinn til að undirbúa ferðamenn undir langa daga í náttúru Íslands. „Ég vildi frekar að þetta væri alvöru íslenskur matur en við erum ótrúlega skyndibitavædd. Það eru skyndibitastaðir úti um allt.“ Hann segir ástæðu fyrir því vera að skyndibiti sé ódýrari en hollari kostur. „Þetta er ekki góð næring og ekki fyrir grey ferðamennina okkar heldur. “ Hann segir hollari skyndibitann ekki vera í boði á þjóðvegum landsins. „Próf­ aðu að keyra hringinn í kringum landið. Níutíu prósent af mat í vegasjoppum eru skyndibitamatur.“ Geir Gunnar segir vel hægt að ráðast í rekstur á hollum og ódýrum skyndi­ bitastöðum. Það þurfi aðeins viljann til verksins. „Ekki fylla á sjálfan þig eins og þú fyllir á bílinn þinn, það er mjög góð næringarregla.“ snaeros@frettabladid.is Skyndibitavædd á þjóðvegum landsins Skyndibitamarkaðurinn veltir gríðarlega háum fjárhæðum. Næringarfræðingur segir fólk fylla sig eins og það sé að fylla á bílinn. Fjóla Sigurðardóttir, mat- ráður í Lobster hut, veltir milljónum á viðskiptum við ferðamenn. Fréttablaðið/Anton Brink Ekki fylla á sjálfan þig eins og þú fyllir á bílinn þinn. Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur Bréfið er sent til að minna á að á fimm mínútna fresti deyr barn vegna ofbeldis sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Daldís Perla Magnúsdóttir 1 9 . s e p t e M b e r 2 0 1 5 L a u G a r d a G u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð Hvað færðu fyrir 650 milljónir? 730.337 ostborgarar á Hamborgarabúllu Tómasar 1.625.000 pylsur á Bæjarins beztu pylsur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.