Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.09.2015, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 19.09.2015, Qupperneq 12
MenntaMál Frá og með vorinu 2016 skal gefa nemendum sem ljúka grunnskóla vitnisburð í samræmi við matsviðmið í aðalnámskrá grunn- skóla og nota bókstafina A, B+, B, C+, C og D. En hvað þýða þessir lykil- þættir í námsskránni: hæfniviðmið, matsviðmið, hæfnieinkunnir og lykil- hæfni? Við gerð hæfnieinkunna er stuðst við einfaldar lýsingar á hæfni nem- enda. Í aðalnámskrá standa lýsingar að baki bókstöfunum A, B og C í hverju fagi, svo kölluð matsviðmið. Þessi viðmið eru gerð fyrir hverja og eina námsgrein og eru byggð á hæfnisviðmiðum í aðalnámskrá. Bætt hefur verið við kvarðann B+ og C+ að ósk kennara sem sögðu of litla hvatningu til framfara felast í einkunnagjöfinni. Að baki bókstöfunum liggja tölu- leg gildi sem hafa ekki verið gerð opinber. Tölugildin eru frá fjórum og niður í einn og eru ekki fyrir ein- kunnagjöf heldur hugsuð sem tæki fyrir kennara við einkunnagjöf í bókstöfum. Hætt við lokaeinkunn í lykilhæfni Hætt var við að gefa lokaeinkunn í lykilhæfni. Lykilhæfnin er mæld í þáttum svo sem þrautseigju, frum- kvæði, námsvitund og ábyrgð. Deilt var um hversu huglæg hæfnin var. „Það þurfti bara að endurhugsa það,“ segir Illugi Gunnarsson, menningar- og menntamálaráðherra, sem segir hugtakið þó skipta öllu máli í nýrri námsskrá.  „Við vitum ekki hvaða veruleika ungt fólk sem er að ljúka námi verður í. Mörg þeirra starfa sem við sinnum í dag, þau verða horfin. þess vegna skiptir miklu máli að byggja upp lykilhæfnina, svo þau geti orðið virkir þátttakendur í samfélagi framtíðar.“ Deilt um hæfnispróf Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þau verða unnin og þeim U m hverfis– og skipulagssvið R eykjavíkurborgar — B orgartún 12–14 , 10 5 R eykjavík — 4 11 11 11 Hvernig vilt þú hafa þitt hverfi? Hlíðar – Holt – Norðurmýri Hverfisskipulag Reykjavíkurborgar www.hverfisskipulag.is B ra n d en b u rg Hverfisskipulag er ný áætlun fyrir öll hverfi Reykjavíkur, sem sýnir hvar styrkleikar þeirra liggja. Því er ætlað að auðvelda skipu lag, áætlanagerð og hvetja fólk til að hafa aukin áhrif á hverfið sitt. Á næstu dögum verður kynningarbæklingi dreift í hús í Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi þar sem ferlið fram undan er kynnt. Þá verður haldinn opinn íbúafundur með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Undirbúningur að hverfisskipulagi í Háteigs­ hverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi Íbúafundur borgarstjóra: 22. september kl. 20.00 á Kjarvalsstöðum Meðal efnis á fundinum verða framkvæmdir, nýtt hverfisskipulag og þjónustukönnun fyrir Hlíðar. Ekki missa af líflegri umræðu um hverfið þitt. Viðvera verkefnastjóra hverfisskipulags: 23. september kl. 15.00–17.00 á Kjarvalsstöðum 24. apríl kl. 15.00–17.00 á Kjarvalsstöðum Taktu þátt í að móta framtíð Reykjavíkur með okkur. Afar erfitt að fá A í nýju einkunnakerfi Gert er ráð fyrir því í námsskrá að þorri nemenda fái einkunnina B. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir skólastjóra þeirra framhaldsskóla sem geta valið og hafnað úr hópi nemenda vilja hæfnispróf. Einkunnaverðbólga er rannsökuð af Menntamálastofnun. Menntamálastofn- un er að leggja mat á það hvort einkunnaverð- bólga hafi átt sér stað. Skólameistarar í ákveðnum skólum telja að einkunnir úr grunnskóla veiti þeim ekki nægjanlegar upplýsingar til að velja úr nemendum. Illugi Gunnarsson menningar og menntamála- ráðherra Illugi segir hæfnisprófin og fram- kvæmd á þeim enn á umræðustigi þótt stefnt sé að þeim. Það þurfi að breyta reglugerðum til þess að halda þau. „Menntamálastofnun er að leggja mat á það hvort einkunnaverðbólga hafi átt sér stað. Skólameistarar í ákveðnum skólum telja að einkunnir úr grunnskóla veiti þeim ekki nægjan- legar upplýsingar til að velja úr nem- endum. Þeim fannst erfitt að meta raunverulega stöðu nemenda,“ segir Illugi og bætir við að til skoðunar sé að einstökum skólum verði heimilt að taka upp einhvers konar hæfnispróf. „Það er ekki verið að leggja upp með það að taka upp slík próf í öllum framhaldsskólum. Enda hentar það ekki öllum, það væri íþyngjandi. Suma skóla vantar til dæmis nem- endur. Við viljum að skólarnir hafi sín sérkenni og hafi ólíkar nálganir um nemendahóp. Hvers vegna ættum við ekki að heimila skólum að leyfa slík próf?“ Rafrænt prófskírteini Skírteinið samræmir framsetningu einkunna úr skólum landsins og verður fyrst notað vorið 2016 þegar allir grunnskólar taka upp nýtt ein- kunnakerfi. Skírteininu er ætlað að veita fyllri upplýsingar um náms- stöðu nemenda. Jafnframt geta framhaldsskólar nýtt skírteinið við innritun. stýrt af hálfu Mennta- málastofnunar. For- maður Skólastjórafé- lags Íslands, Svanlaug María Ólafsdóttir, segir  undarlegt að treysta ekki náms- mati grunnskóla og að nokkrir skólar geti farið þá leið að velja nemendur til sín. 1 9 . s e p t e M b e r 2 0 1 5 l a U G a r D a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð A Framúrskarandi hæfni. Nemandi getur leyst verkefni og prófhluta sem kölluðu á flóknari hæfni en hin. Kennarar hafa lýst þessari einkunn sem einkunninni 11 og útskýrt fyrir nemendum að það muni reynast erfitt að ná þessari ein- kunn. Tölulegt gildi á bak við einkunn: 4,00 Nýtt einkunnakerfi í bókstöfum | Tölugildin 1-4 liggja að baki bókstöfunum og nýtast sem tæki kennara við einkunnagjöf B+ Sá sem hefur náð meginþorra B matsvið- miða og náð einstökum þáttum í A getur fengið B+. Tölulegt gildi á bak við einkunn: 3,75 B Því er lýst í aðalnámskrá að þorri nemenda eigi að geta fengið einkunnina B sé miðað við markmið með aðalnám- skrá. Tölulegt gildi á bak við einkunn: 3,0 C+ Sá sem hefur náð meginþorra C mats- viðmiða og einstökum þáttum í B getur fengið C+. Tölulegt gildi á bak við einkunn: 2,75 C Þeir fá C sem ekki standast fyllilega þær kröfur sem gerðar eru í B viðmiðum. Tölu- legt gildi á bak við einkunn: 2,0 D Engin viðmið eru til fyrir einkunnina D. Sá vitnisburður er notaður þegar nem- andi uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru í C viðmiðum. Skóli gerir þá sérstaka grein fyrir hæfni viðkomandi nemanda. Tölulegt gildi á bak við einkunn: 1,0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.