Fréttablaðið - 19.09.2015, Side 16
Óskað eftir
athugasemdum
vegna Hvammsvirkjunar
Við minnum á að frestur til að senda inn athugasemdir varðandi
mögulega endurskoðun á matsskýrslu Hvammsvirkjunar rennur
út hinn 28. september næstkomandi.
Í samræmi við 12. gr. laga nr. 106/2002 um mat á umhverfis
áhrifum hafa Rangárþing ytra og Skeiða og Gnúpverjahreppur
nú óskað eftir áliti Skipulagsstofnunar á því hvort umhverfismat
fyrir Hvammsvirkjun frá árinu 2003 haldi gildi sínu eða forsendur
hafi breyst þannig að endurskoða þurfi matsskýrslu að hluta
eða öllu leyti.
Áhugasamir geta kynnt sér matsskýrsluna og önnur gögn málsins
á www.landsvirkjun.is og www.skipulag.is.
Athugasemdir þurfa að berast bréfleiðis til Skipulagsstofnunar,
Laugavegi 166, 105 Reykjavík, eða með tölvupósti á netfangið
skipulag@skipulag.is.
Ástand heimsins
1 2
1. Ísraelskir lögreglumenn hindruðu það að múslimar undir 40 ára aldri
sæktu bænahald í Al-Aqsa moskunni í Jerúsalem í gær. Aðgerðir lögreglu
ollu mikilli reiði í samfélagi múslima og mikið var um mótmæli í Jerú-
salem. Mótmælendur úr röðum múslima vörpuðu bensínsprengjum og
þrír lögreglumenn hafa særst í mótmælum.
2. Næstkomandi sunnudag verða þingkosningar í Grikklandi. Alexis
Tsipras, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, boðaði óvænt til
kosninga eftir að þingið hafði samþykkt samkomulag um greiðslu skulda
við lánardrottna. Syriza, flokkur Tsipras, á í vök að verjast en hægri-
flokkurinn Nýtt lýðræði sækir á í skoðanakönnunum.
3. Ágreiningur kom upp á milli Chico Flores, varnarmanns
fótboltaliðsins Lekhwiya frá Katar, og Faisal Darwish, miðjumanns
sádiarabíska liðsins al-Hilal, fyrr í vikunni. Flores átti erfitt með að halda
aftur af sér og öskraði af lífs og sálar kröftum á Darwish.
4. Lögregla við landamæraborgina Edirne í Tyrklandi meinar flóttafólki
frá Sýrlandi inngöngu í Grikkland. Nokkur hundruð flóttamenn eru
fastir á svæðinu. Á sama tíma hafa Króatar hætt við að leyfa flóttafólki að
ferðast í gegnum landið og beina þeim sem þegar eru í Króatíu norður til
Ungverjalands. NordicPhotos/AFP
3
4
1 9 . s e P t e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r16 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð