Fréttablaðið - 19.09.2015, Síða 20

Fréttablaðið - 19.09.2015, Síða 20
SEPTEMBER- TILBOÐ Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Brauð og salat að eigin vali... kr. 990.- Dalbraut 1 P R EN TU N .IS Eins og kunnugt er ákvað borgar- stjórn Reykjavíkur núna í vikunni að sniðganga vörur frá Ísrael. Allar vörur. Alls staðar frá Ísrael. Ég hef nokkrar spurningar varð- andi þetta. Nær viðskiptabannið til vara sem arabíski minnihlutinn í Ísrael fram- leiðir, en hann er 20% af heildaríbúa- fjölda? Nær viðskiptabannið til 14 þing- manna Araba sem sitja með mér á ísraelska þinginu? Nær viðskiptabannið til ísraelskra verksmiðja þar sem tugir þúsunda Palestínumanna starfa? Fyrir þá er þetta eina leiðin til að brauðfæða börnin sín. Nær viðskiptabannið til sjúkra- húsa í Ísrael sem sinna tugum þús- unda Palestínumanna á ári hverju? Nær viðskiptabannið til vara sem 71% Ísraelsmanna framleiðir en nýj- ustu kannanir sýna að sá fjöldi styður tveggja ríkja lausnina og stofnun ríkis Palestínumanna við hlið Ísraels? Bíddu, ekki fara strax, ég hef fleiri spurningar. Verður lyfið Copaxone sem ætlað er MS-sjúklingum einnig sniðgengið? Nær viðskiptabannið til vínsins Tulip sem þroskaheftir og einhverfir framleiða? Og hvað með bækur ísraelska Nób- elsverðlaunahafans Shai Agnon? Nær viðskiptabannið til Microsoft Office, farsímamyndavéla, Google – sem innihalda hluti sem eru fundnir upp eða framleiddir í Ísrael? Ef svarið við öllum þessum spurn- ingum er „já“, þá skal ég láta kyrrt liggja og óska ykkur ánægjulegs lífs þar til kemur að hinu óumflýjanlega hjartaáfalli (sem er leitt en gangráð- urinn var líka fundinn upp í Ísrael). Hinn möguleikinn er að einhver í borgarstjórn Reykjavíkur hafi ekki hugsað þetta mál til enda. Ef svo hefði verið, af hverju að ein- skorða sig við Ísrael? Eitt best varð- veitta leyndarmálið um deilur Ísraels og Palestínu er að þetta er ein minnsta deila Miðausturlanda. Í raun er engin samsvörun milli stærðar deilunnar og fjölmiðlaumfjöllunar um hana. Frá lokum sjálfstæðisstríðs Ísraels fyrir 67 árum hafa um 12 þúsund Palestínumenn látið lífið í þessum átökum. Stór hluti þeirra var hryðju- verkamenn, sjálfsvígssprengjumenn og gangagerðarmenn í ýmsum Jihad- samtökum. Við getum heldur ekki hunsað þá staðreynd að á þessum árum létu nokkur þúsund saklausra lífið. Mér finnst það hræðilegt. Það heldur fyrir mér vöku og svo er um flesta Ísraels- menn. Að auki má benda á þá stað- reynd – sem auðvelt er að sannreyna – að á 67 árum voru færri saklausir Palestínumenn drepnir en á einum mánuði (!) í Sýrlandi. Á þessu sama tímabili létu um 12 milljónir manna lífið í Arabaheiminum. Einfaldur útreikningur sýnir að deila Ísraels og Palestínu olli dauða 0,01% af þeim sem féllu í átökum í heimi múslíma. Hver er þá afstaða borgarstjórn- ar Reykjavíkur gagnvart heimi múslíma? Hyggst borgarstjórnin sniðganga hann líka? Í heild? En að sjálfsögðu snýst þetta ekki um tölur, heldur siðferði. Ísrael er líflegt lýðræðisríki sem berst fyrir tilveru sinni við erfiðar aðstæður. Aðalsynd okkar að mati heims- byggðarinnar og borgarstjórnar Reykjavíkur er sú að við höfum betur í þessu stríði. Já, í þessari deilu falla fleiri Palest- ínumenn en Ísraelsmenn. Af hverju? Af því að við höfum betri her og Iron Dome-kerfið sem ver borgir okkar fyrir skotflaugum. Ef her okkar myndi leggja niður vopn og við myndum aftengja Iron Dome, yrðum við myrtir innan sólarhrings. Ísraelsmenn munu halda áfram að verja sig og kappkosta að óbreyttir borgarar falli ekki. Samhliða því höldum við áfram leit okkar að friði við Palestínumenn. Tvisvar, árið 2000 og árið 2008, buðu Ísraelsmenn þeim rúmlega 90% landsins svo þeir gætu reist ríki sitt. Í bæði skiptin höfnuðu þeir boðinu. Viðskiptabannsiðnaðurinn er ekki nýr af nálinni. Þetta er víðtæk starf- semi fjölmiðla og almannatengla sem íslamskir hópar skipuleggja með fjárstuðningi frá Katar og Íran. Tilgangurinn er ekki stofnun Pal- estínuríkis við hlið Ísraels, heldur Palestínuríkis á brunarústum Ísra- els. Þeir vita að frjálslynd Evrópu- ríki samþykkja aldrei þann boðskap. Þess vegna ákváðu þeir – eins og margoft hefur verið sýnt fram á – að selja hrekklausum Evrópubúum mannréttindagildi á borð við frelsi og samstöðu, sem þeir trúa sjálfir ekki á og hafa aldrei gert. Hamas hefur ekki í hyggju að stofna lýðræði Palestínumanna, heldur fjandsamlegt klerkaveldi þar sem samkynhneigðir eru hengdir á símastaurum, konum meinað að fara út fyrir heimilið og kristnir menn og gyðingar eru myrtir fyrir það eitt að vera kristnir og gyð- ingar. Telur borgarstjórn Reykjavíkur þetta ásættanleg gildi? Ef svo er, sætir það furðu, því borgarstjórnin greiddi atkvæði með þeim. Hræsni viðskiptabanns Við Íslendingar erum eftir á! Við erum takmörkuð og takmörkum hvert annað, þannig er Ísland í dag. Við veifum höndum og fótum og höldum því fram að Ísland sé best í heimi og ég trúði því í 40 ár, eða þar til ég þurfti skyndilega að fara að nota hjólastól. Aðgengi takmarkar mig á hverjum degi og það sem áður var svo sjálfsagt er í dag stór hindrun. Heimsóknir til vina og ættingja í lyftulausum blokkum er liðin tíð, búðaráp á Laugavegi er úr myndinni og ég get alls ekki keypt mér litla ris- íbúð eða snotra kjallaraíbúð o.s.frv. Ég er heft af þjóðfélagi sem hefur ekki enn stigið inn í nútímann, þjóð- félagi sem virðir ekki mannréttindi mín né annars fatlaðs fólks nema í orði. Við fatlaða fólkið erum heft af ráðamönnum sem fullgilda ekki samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þótt þeir segi að við eigum að hafa sama rétt og aðrir. Það er merkilegt hvað Íslendingar og íslensk stjórnvöld eru komin skammt á veg í aðgengis- málum og hve erfitt það reynist okkur fötluðu fólki að fá ófatlað fólk til að hugsa út frá algildri hönnun, þegar haft er í huga að árið 1969 steig maður á tunglið í fyrsta skipti en enn þá árið 2015 flækist það fyrir íslensku samfélagi að koma okkur, fólki í hjólastólum, frá fyrstu hæð upp á aðra. Hvernig stendur á þessu? Nú tala ég út frá hreyfihömluðu fólki en í okkar hópi er líka heyrnarskert, sjónskert, fótbrotið, ólétt og hjart- veikt fólk ásamt fólki sem verður tímabundið hreyfihamlað, sem sagt alls konar fólk. Hvað er að í okkar samfélagi? Er það aumingjavæðingin margumrædda, er auðveldara að hlaupa til og styðja aumingjann? Er ekki eðlilegra að gera fólki kleift að bjarga sér sjálft? Nú stendur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir undirskrifta- söfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. 156 lönd hafa fullgilt samninginn en fimm lönd í Evrópu hafa ekki enn gert það og er Ísland þar á meðal. Farðu inn á obi.is eða visir.is og horfðu á myndbönd sem lýsa aðstæðum fatlaðs fólks á Íslandi. Það er dapurlegt að sjá misréttið sem fólk er kerfisbundið beitt, með- vitað og ómeðvitað. Við þurfum við- horfsbreytingu og við þurfum hana strax, stjórnvöld verða að hysja upp um sig og fullgilda samninginn, til að við öll sem þetta land byggjum séum jöfn og jafngild, því fatlað fólk er með væntingar til lífsins alveg eins og aðrir. Erum við eftir á og með allt niður um okkur? Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Sjálfsbjörg Skagafjörður Hvað er að í okkar sam- félagi? Er það aumingja- væðingin margumrædda, er auðveldara að hlaupa til og styðja aumingjann? Er ekki eðlilegra að gera fólki kleift að bjarga sér sjálft? Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Yair Lapid leiðtogi Yesh Atid og fyrrverandi fjármála- ráðherra Ísraels Nær viðskiptabannið til sjúkrahúsa í Ísrael sem sinna tugum þúsunda Palestínu- manna á ári hverju? 1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r20 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.