Fréttablaðið - 19.09.2015, Síða 22
vinnum við ekki leiki. Það virðast
allir geta unnið alla,“ sagði Unnur
sem ítrekar að Grótta verði að halda
einbeitingu og megi hvergi slá af í
vetur.
„Við erum svo miklir kettlingar í
vörninni, við þurfum að vera svolítið
árásargjarnari eins og Anna Úrsúla
(Guðmundsdóttir) er alltaf að tuða
um. Það hefur vantað smá í byrjun
móts og í æfingaleikjum, við erum
smá hræddar við að vera harðar,“
sagði Unnur sem þurfti að fylgjast úr
fjarlægð með fyrrverandi liðsfélögum
sínum vinna stóru titlana þrjá í fyrra.
„Ég var með í anda seinast,“ sagði
hún. „Ég gat lítið fylgst með og sá
eiginlega bara úrslitaleikina. Það
var svolítið skrítið að fylgjast með
úr fjarlægð. Þetta var eiginlega sama
lið og ég var í áður og ég var svolítið
afbrýðissöm.“
Unnur segir gott að vera komin
heim en að dvölin í Noregi hafi að
mörgu leyti verið erfið: „Þetta er
yndislegt og ég er mjög ánægð að
vera komin heim. Það var svolítið
skrítið að vera úti og mér leið ekkert
rosalega vel í byrjun,
kunni ekki málið
og handboltinn
var allt öðru
vísi. En maður
þekkir allt hérna
og mér líður strax
rosalega vel. Þetta
var miklu erfiðara
í fyrra,“ sagði Unnur en
Skrim endaði í 7. sæti efstu
deildar á síðasta tímabili.
Unnur og kærasti hennar,
handboltamaðurinn Einar Rafn
Eiðsson, fóru saman út í fyrra en
þau bjuggu í Nøtterøy, þar sem liðið
hans var staðsett. Skrim er hins vegar
í bænum Kongsberg sem er í eins og
hálfs tíma akstursfjarlægð frá Nøtter
øy.
Unnur segir að þessi sífellda og
langa keyrsla milli staða hafi verið
lýjandi til lengdar: „Maður þurfti að
keyra í einn og hálfan tíma til að fara
á æfingu, bara aðra leið. Maður var
ekkert að nenna að hanga með stelp
unum eftir æfingu, kom mjög seint
heim og þetta var hálffurðulegt.“
Unnur segir að það sé erfitt að vera
handboltapar erlendis þar sem það
reynist þrautinni þyngri að finna lið
fyrir báða aðila á svipuðum stað.
„Þetta er allt öðruvísi úti. Í svona
góðum liðum er bara kvennalið og
öfugt. Það var ekkert karlalið í kring
um mitt lið fyrir Einar. Við skoðuðum
fullt, fórum til Þýskalands, en það var
ekkert í boði,“ bætti hún við.
Unnur segir að þótt deildin í
Noregi sé sterkari en hér heima sé
ekkert verra að vera hér á landi og
spila nánast hverja einustu mínútu í
staðinn fyrir að sitja á bekknum úti.
Að því leyti segir hún að heimkoman
sé ekki skref niður á við.
„Í raun ekki. Mér fannst ég ekkert
græða á að sitja á rassgatinu helm
inginn af leikjunum úti. Ég held að
ég græði miklu meira á að spila hér á
fullu og deildin hérna er orðin miklu
sterkari en hún var,“ sagði Unnur
Ómarsdóttir. ingvithor@365.is
Það er svo mikil seigla í
þessari þjóð, Litháen. Það
snýst allt um körfubolta þar.
Sumir tilbiðja Guð en
Litháar tilbiðja körfubolta.
Friðrik Ingi Rúnarsson
@FridrikIngi
Litháen í úrsLitaLeikinn
Litháen, sú mikla körfuboltaþjóð,
komst í úrslitaleikinn á Evrópumóti
karla í Lille í Frakklandi í gærkvöldi
þegar liðið lagði Serbíu, 6764, í
mögnuðum undanúrslitaleik sem
var æsispennandi og skemmtilegur.
Þetta er í sjötta sinn í sögu Litháen
sem liðið kemst í úrslitaleikinn, en
það lék síðast til úrslita fyrir tveimur
árum og tapaði þá gegn Tony Parker
og félögum frá Frakklandi. Litháen
vann síðast mótið fyrir tólf árum,
í Svíþjóð 2003, en mætir nú Spáni
í úrslitaleiknum á sunnudaginn.
Serbía mætir Frakklandi í leiknum
um bronsið.
Í DAG KL. 14:00
365.is Sími 1817
BIKAR Á LOFT!
Víkingur Ólafsvík fær Fjarðabyggð í heimsókn í fyrstu deildinni í
knattspyrnu á laugardag. Víkingur Ó. hefur þegar tryggt sér sæti í
deild þeirra bestu á næsta ári og mun taka við bikarnum í leikslok.
Stóra systir hafði betur í fyrsta systraslag vetrarins á Ásvöllum
Velkomin heim! helena sverrisdóttir spilaði sinn fyrsta mótsleik á íslandi í mörg ár í gærkvöldi og hafði betur gegn systur sinni Guðbjörgu þegar hauk-
ar unnu Val á ásvöllum, 73-52, í Fyrirtækjabikarnum. helena var langbest á vellinum og skoraði 24 stig og tók 18 fráköst. Fréttablaðið/Anton Brink
Um helgina
Olís-deild karla, sunnudagur
16.00 Afturelding - Akureyri N1 höllin
Olís-deild kvenna, laugardagur
13.30 Grótta - Stjarnan Hertz höllin
13.30 Valur - ÍR Vodafonehöllin
13.30 ÍBV - Afturelding Vestmannaeyjar
13.30 HK - Fram Digranes
15.00 Selfoss - KA/Þór Selfoss
16.00 Fylkir - FH Fylkishöllin
Olís-deild karla, sunnudagur
16.00 Haukar - ÍBV Schenkerhöllin
Olís-deild kvenna, sunnudagur
18.15 Haukar - Fjölnir Schenkerhöllin
Pepsi-deild karla, sunnudagur
16.00 Fjölnir - Víkingur Fjölnisvöllur
16.00 Fylkir - Leiknir Fylkisvöllur
16.00 KR - Stjarnan Alvogenvöllurinn
16.00 Keflavík - ÍA Nettóvöllurinn
16.00 ÍBV - Valur Hásteinsvöllur
16.30 Breiðablik - FH Kópavogsvöllur
Það helsta á Sportrásunum, laugardagur
11.35 Chelsea - Arsenal Sport 2
13.50 Swansea - Everton Sport 2
13.55 Real Madrid - Granada Sport
14.00 Víkingur Ó. - Fjarðabyggð Bravó
16.20 Man. City - West Ham Sport 2
17.15 BMW Championship Golfstöðin
Það helsta á Sportrásunum, sunnudagur
12.20 Tottenham - Crystal Palace Sport 2
14.50 Liverpool - Norwich Sport 2
14.50 Southampton - Man. Utd. Sport 3
16.15 BMW Championship Golfstöðin
16.30 Breiðablik - FH Sport
18.25 Barcelona - Levante Sport 3
18.40 AC Milan - Palermo Sport 4
20.00 Eagles - Cowboys Sport
21.00 Pepsi-mörkin Sport/Sport 2
Nýjast
CeCh-ar CheLsea siG úr titiL-
baráttunni?
Sjötta umferð ensku úrvals
deildarinnar byrjar með látum í dag
því hádegisleikurinn er viðureign
Lundúnarisanna Chelsea og Arsenal.
Chelsea fer skelfilega af stað þetta
tímabilið og er í 17. sæti eftir fimm
leiki með fjögur stig og búið að fá á
sig tólf mörk. Arsenal er aftur á móti í
fínum málum með tíu stig eftir fimm
leiki.
Vanalega myndi José Mourinho ekki
hafa neinar áhyggjur af þessum leik
þar sem hann var ekki vanur að tapa
fyrir Arsene Wenger. Það breyttist þó
þegar liðin mættust í Samfélagsskild
inum rétt fyrir mót.
Arsenal er auðvitað komið með Petr
Cech í markið sem þekkir það að
vinna stórleiki og titla og spurningin
er hvort gamla hetjan á Brúnni af
greiði Chelsea alveg úr titilbarátt
unni þótt aðeins sex umferðir verði
búnar.
HANdBoLTI Önnur umferð Olís
deildar kvenna í handbolta hefst í
dag með sex leikjum. Þar ber hæst
leik Gróttu og Stjörnunnar en þessi
lið áttust við í lokaúrslitunum í fyrra
þar sem Seltirningar höfðu betur í
fjórum leikjum.
Grótta teflir fram mjög svipuðu liði
og í fyrra. Karólína Bæhrenz Láru
dóttir fór til Svíþjóðar en landsliðs
konan Þórey Anna Ásgeirsdóttir kom
í hennar stað í hægra hornið. Önnur
landsliðskona, Unnur Ómarsdóttir,
er svo komin í vinstra hornið en hún
sneri aftur á Nesið í sumar eftir árs
dvöl í Noregi þar sem hún lék með
Skrim.
„Við erum ógeðslega spenntar
og það er fínt að fá heimaleik gegn
þeim,“ sagði Unnur um leikinn gegn
Stjörnunni sem hefst klukkan 13.30.
„Við spiluðum æfingaleik við þær
fyrir mót og þær mættu dýrvitlausar
til leiks og unnu hann. Við þurfum að
mæta jafn ákveðnar til leiks og gefa
allt í þetta til að vinna leikinn.“
Gróttu var spáð sigri í Olísdeild
inni í árlegri spá þjálfara, fyrirliða
og forráðamanna liðanna og Unnur
segir markmið Seltirninga ósköp ein
falt: Að vinna alla titla sem í boði eru.
„Við erum allavega með lið í það og
við getum náð markmiðum okkar ef
við erum nógu einbeittar. Við erum
búnar að taka nokkra æfingaleiki
og þegar við erum ekki 100 prósent
Ég var svolítið afbrýðissöm
Landsliðskonan Unnur Ómarsdóttir er komin aftur í Olís-deildina eftir eitt ár í atvinnumennsku með
Skrim í Noregi. Dvölin þar var enginn dans á rósum en Unnur stefnir á að vinna titla með Gróttu í vetur.
Unnur þurfti að
fylgjast með úr fjar-
lægð þegar Grótta
vann stóru titlana í
fyrra. Fréttablaðið/
valli
1 9 . S E P T E M B E R 2 0 1 5 L A U G A R d A G U R22 S P o R T ∙ F R É T T A B L A ð I ðSPORT