Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.09.2015, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 19.09.2015, Qupperneq 24
Fótbolti 352 dögum eftir áfallið á Kaplakrikavelli í fyrrahaust eru FH- ingar komnir aftur í sömu stöðu. Eitt stig og Íslandsmeistaratitillinn er þeirra, í sjöunda sinn á tólf árum. Mótherjarnir nú eru eins og fyrir ári lið sem hefur komið mörgum á óvart undir stjórn nýs þjálfara. Aðstæðurnar eru hins vegar allt aðrar. FH er með átta stiga forskot á Breiðablik þegar níu stig eru eftir í pottinum. Blikar hafa tapað fjórum stigum í síðustu tveimur leikjum sínum og því þurfa þeir sigur á FH á morgun auk afar hagstæðra úrslita í síðustu tveimur umferðunum. Það varð ekkert úr einvígi FH og KR þrátt fyrir að KR-ingar hafi sótt þrjú stig í Kaplakrikann um miðjan júlí og verið þá með tveggja stiga forskot á toppnum. Síðan þá hafa FH-ingar fengið ellefu stigum meira en KR-liðið. FH hefur níu sinnum áður verið í þeirri stöðu að geta treyst á sjálft sig í leik til að landa Íslandsmeistaratitlinum í Hafnarfjörðinn. Auk þess hafa FH-ingar fjórum sinnum getað tryggt sér titilinn með góðri hjálp frá öðrum liðum í öðrum leikjum á sama tíma. FH-ingar spila því tíunda titilleik félagsins í Kópvogi kl. 16.30 á morgun. FH-ingar eiga slæmar minningar bæði frá því þegar þeir voru fyrst í þessari stöðu fyrir 25 árum og þegar þeir voru síðast í þessari stöðu á móti Stjörn- unni í lokaumferðinni í fyrra í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Að þessu sinni er staðan reyndar allt önnur enda á liðið tvo leiki til góða náist ekki ætlunarverkið á morgun. FH-ingar hlutu sinn fyrsta Íslands- meistaratitil haustið 2004 en fimmtán árum fyrr töldu flestir að titillinn væri á leiðinni í Krikann. FH var með eins stigs forskot á KA fyrir lokaumferðina 1989 og fram undan var heimaleikur á móti neðsta liðinu í deildinni. FH, þá nýliðar í deild- inni, unnu leiki sína í 16. og 17. umferð og voru einu skrefi frá því að verða fyrstu nýliðarnir til að verða Íslands- meistarar. Þrátt fyrir draumabyrjun og mark eftir aðeins þrjár mínútur þá urðu FH- ingar að sætta sig við tap á móti Fylki í 18. umferðinni og að horfa á eftir titl- inum til KA-manna sem unnu 2-0 sigur á Keflavík á sama tíma. FH-ingar tryggðu sér fyrsta titilinn með sigri á KA 2004 og árin á eftir voru þeir búnir að tryggja sér Íslandsmeist- aratitilinn fyrir lokaumferðina. FH missti titilinn til Valsmanna sumarið 2007 eftir tap í hálfgerðum úrslitaleik í næstsíðustu umferðinni. FH-ingar höfðu síðan klárað titil- inn bæði 2009 og 2012, auk þess sem liðið fékk góða hjálp frá Fram í loka- umferðinni við að landa titlinum haustið 2008. Fyrir tæpu ári missti FH-liðið hins vegar frá sér titilinn með dramatískum hætti þegar Stjarnan, manni færri, skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótar tíma. Það hefur tekið sinn tíma fyrir FH-inga að jafna sig á þeim leik og að öllum líkindum hreinsa þeir 4. október 2014 ekki út úr kerfinu fyrr en Íslandsmeistaratitillinn 2015 er í höfn. Tíundi titilleikur FH-inga frá 1989 FH getur tryggt sér sjöunda Íslandsmeistaratitil félagsins á Kópavogsvelli á morgun og þarf ekki einu sinni öll þrjú stigin. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem FH-ingar þurfa ekki að treysta á neinn nema sjálfa sig til að landa titlinum. Daði Lárusson og Heimir Guðjónsson með Íslandsbikarinn árið 2004.Daði Lárusson lyfti bikarnum fyrir níu árum. 18. umferð 1989 tókst ekki 1 stigs forskot á KA, sigur tryggir titilinn 2-1 tap á heimavelli á móti Fylki KA vann Keflavík 2-0 á útivelli KA Íslandsmeistari í 1. sinn 18. umferð 2004 Íslandsmeistarar 3 stiga forskot á ÍBV, jafntefli tryggir titilinn 2-1 sigur á útivelli á móti KA ÍBV tapaði sínum leik FH Íslandsmeistari í 1. sinn 15. umferð 2005 Íslandsmeistarar 11 stiga forskot á Val, jafntefli tryggir titilinn 2-0 sigur á heima- velli á móti Val FH Íslandsmeistari í 2. sinn 16. umferð 2006 tókst ekki 7 stiga forskot á Val, sigur tryggir titilinn 1-1 jafntefli á útivelli á móti ÍBV ÍBV jafnaði metin í upp- bótartíma 17. umferð 2006 Íslandsmeistarar 5 stiga forskot á Val, sigur tryggir titilinn 4-0 sigur á heima- velli á móti Víkingi FH Íslandsmeistari í 3. sinn 17. umferð 2007 tókst ekki 2 stiga forskot á Val, sigur tryggir titilinn 2-0 tap á heimavelli á móti Val Valur vann HK 1-0 í lokaumferðinni Valur Íslandsmeist- ari í 20. sinn 21. umferð 2009 Íslandsmeistarar 5 stiga forskot á KR, sigur tryggir titilinn 2-0 sigur á heima- velli á móti Val FH Íslandsmeistari í 5. sinn 19. umferð 2012 Íslandsmeistarar 9 stiga forskot, jafntefli tryggir titilinn 2-2 jafntefli á útivelli á móti Stjörnunni FH Íslandsmeistari í 6. sinn 22. umferð 2014 tókst ekki 2 stiga forskot á Stjörnuna, jafntefli tryggir titilinn 2-1 tap á heimavelli á móti Stjörnunni Stjarnan Íslands- meistari í 1. sinn 25 ár eru síðan KA komst upp fyrir FH í lokaumferð- inni 1989. Guðjón Þórðarson þjálfaði KA-liðið. FH tryggði sér titilinn árið 2005 með því að vinna fimmtán fyrstu leikina. FH varð síðast Íslandsmeistari árið 2012. Michael Præst og Veigar Páll Gunnarsson lyftu bikarnum í fyrra. Óskar Ófeigur Jónsson ooj@frettabladid.is Fótbolti Þróttarar geta tryggt sér sæti í Pepsi-deild karla í dag þegar lokaumferð 1. deildar karla fer fram. Þróttur spilaði síðast í úrvalsdeildinni 2009 en liðinu nægir jafntefli á heimavelli á móti Selfossi til að komast aftur upp. Þróttur hefur þriggja stiga og sex marka forskot á KA sem þýðir að aðeins stórt tap og stórsigur KA á nágrönn- um sínum í Þór á sama tíma kemur KA-mönnum upp fyrir Þrótt. Þróttarar ætla að skapa skemmtilega umgjörð í kringum leikinn en hann mun blandast inn í Októberfest-hátíð félags- ins í risatjaldi í Laugardal. Víkingar úr Ólafsvík hafa tryggt sér sigur í deildinni fyrir nokkru og taka við bikarnum eftir heimaleik á móti Fjarðabyggð. Þeir hafa þegar jafnað stiga- metið í B-deildinni og taka það af Skagamönnum með því að ná í stig. Þróttarar geta ekki aðeins komist upp í kvöld því þeir geta einnig eignast markakóng deildarinnar. Til að svo verði þarf þó Viktor Jónsson að skora tveimur mörkum fleiri í lokaumferðinni en Haukamaður- inn Björgvin Stefánsson. Haukar spila við HK í Kórnum. Þrír leikir verða í beinni í lokaumferðinni; leikur Víkinga og Fjarða- byggðar er sýndur á Stöð 2 Sport, leikur Þórs og KA á Vísi og leikur Þróttar og Selfoss á Sporttv. Allir leikir hefjast klukkan 14.00. - óój Eitt lítið skref eftir Átján marka maður í sumar, Þróttarinn Viktor Jónsson. 1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 l A U G A r D A G U r24 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.