Fréttablaðið - 19.09.2015, Side 24
Fótbolti 352 dögum eftir áfallið á
Kaplakrikavelli í fyrrahaust eru FH-
ingar komnir aftur í sömu stöðu. Eitt
stig og Íslandsmeistaratitillinn er þeirra,
í sjöunda sinn á tólf árum. Mótherjarnir
nú eru eins og fyrir ári lið sem hefur
komið mörgum á óvart undir stjórn nýs
þjálfara. Aðstæðurnar eru hins vegar allt
aðrar.
FH er með átta stiga forskot á
Breiðablik þegar níu stig eru eftir í
pottinum. Blikar hafa tapað fjórum
stigum í síðustu tveimur leikjum sínum
og því þurfa þeir sigur á FH á morgun
auk afar hagstæðra úrslita í síðustu
tveimur umferðunum.
Það varð ekkert úr einvígi FH og KR
þrátt fyrir að KR-ingar hafi sótt þrjú stig
í Kaplakrikann um miðjan júlí og verið
þá með tveggja stiga forskot á toppnum.
Síðan þá hafa FH-ingar fengið ellefu
stigum meira en KR-liðið.
FH hefur níu sinnum áður verið í
þeirri stöðu að geta treyst á sjálft sig í
leik til að landa Íslandsmeistaratitlinum
í Hafnarfjörðinn. Auk þess hafa
FH-ingar fjórum sinnum getað tryggt
sér titilinn með góðri hjálp frá öðrum
liðum í öðrum leikjum á sama tíma.
FH-ingar spila því tíunda titilleik
félagsins í Kópvogi kl. 16.30 á morgun.
FH-ingar eiga slæmar minningar
bæði frá því þegar þeir voru fyrst í
þessari stöðu fyrir 25 árum og þegar þeir
voru síðast í þessari stöðu á móti Stjörn-
unni í lokaumferðinni í fyrra í hreinum
úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.
Að þessu sinni er staðan reyndar allt
önnur enda á liðið tvo leiki til góða náist
ekki ætlunarverkið á morgun.
FH-ingar hlutu sinn fyrsta Íslands-
meistaratitil haustið 2004 en fimmtán
árum fyrr töldu flestir að titillinn væri á
leiðinni í Krikann.
FH var með eins stigs forskot á KA
fyrir lokaumferðina 1989 og fram
undan var heimaleikur á móti neðsta
liðinu í deildinni. FH, þá nýliðar í deild-
inni, unnu leiki sína í 16. og 17. umferð
og voru einu skrefi frá því að verða
fyrstu nýliðarnir til að verða Íslands-
meistarar.
Þrátt fyrir draumabyrjun og mark
eftir aðeins þrjár mínútur þá urðu FH-
ingar að sætta sig við tap á móti Fylki
í 18. umferðinni og að horfa á eftir titl-
inum til KA-manna sem unnu 2-0 sigur
á Keflavík á sama tíma.
FH-ingar tryggðu sér fyrsta titilinn
með sigri á KA 2004 og árin á eftir voru
þeir búnir að tryggja sér Íslandsmeist-
aratitilinn fyrir lokaumferðina. FH
missti titilinn til Valsmanna sumarið
2007 eftir tap í hálfgerðum úrslitaleik
í næstsíðustu umferðinni.
FH-ingar höfðu síðan klárað titil-
inn bæði 2009 og 2012, auk þess sem
liðið fékk góða hjálp frá Fram í loka-
umferðinni við að landa titlinum
haustið 2008.
Fyrir tæpu ári missti FH-liðið hins
vegar frá sér titilinn með dramatískum
hætti þegar Stjarnan, manni færri,
skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í
uppbótar tíma. Það hefur tekið sinn
tíma fyrir FH-inga að jafna sig á þeim
leik og að öllum líkindum hreinsa þeir
4. október 2014 ekki út úr kerfinu fyrr
en Íslandsmeistaratitillinn 2015 er í
höfn.
Tíundi titilleikur FH-inga frá 1989
FH getur tryggt sér sjöunda Íslandsmeistaratitil félagsins á Kópavogsvelli á morgun og þarf ekki einu sinni öll þrjú stigin. Þetta er langt
frá því að vera í fyrsta sinn sem FH-ingar þurfa ekki að treysta á neinn nema sjálfa sig til að landa titlinum.
Daði Lárusson
og Heimir Guðjónsson með
Íslandsbikarinn árið 2004.Daði Lárusson lyfti bikarnum
fyrir níu árum.
18. umferð 1989
tókst ekki
1 stigs forskot á KA,
sigur tryggir titilinn
2-1 tap á heimavelli
á móti Fylki
KA vann Keflavík 2-0 á
útivelli
KA Íslandsmeistari í
1. sinn
18. umferð 2004
Íslandsmeistarar
3 stiga forskot á ÍBV,
jafntefli tryggir titilinn
2-1 sigur á útivelli á
móti KA
ÍBV tapaði sínum leik
FH Íslandsmeistari í
1. sinn
15. umferð 2005
Íslandsmeistarar
11 stiga forskot á Val,
jafntefli tryggir titilinn
2-0 sigur á heima-
velli á móti Val
FH Íslandsmeistari í
2. sinn
16. umferð 2006
tókst ekki
7 stiga forskot á Val,
sigur tryggir titilinn
1-1 jafntefli á útivelli
á móti ÍBV
ÍBV jafnaði metin í upp-
bótartíma
17. umferð 2006
Íslandsmeistarar
5 stiga forskot á Val,
sigur tryggir titilinn
4-0 sigur á heima-
velli á móti Víkingi
FH Íslandsmeistari í
3. sinn
17. umferð 2007
tókst ekki
2 stiga forskot á Val,
sigur tryggir titilinn
2-0 tap á heimavelli
á móti Val
Valur vann HK 1-0 í
lokaumferðinni
Valur Íslandsmeist-
ari í 20. sinn
21. umferð 2009
Íslandsmeistarar
5 stiga forskot á KR,
sigur tryggir titilinn
2-0 sigur á heima-
velli á móti Val
FH Íslandsmeistari í
5. sinn
19. umferð 2012
Íslandsmeistarar
9 stiga forskot, jafntefli
tryggir titilinn
2-2 jafntefli á útivelli
á móti Stjörnunni
FH Íslandsmeistari í
6. sinn
22. umferð 2014
tókst ekki
2 stiga forskot á
Stjörnuna, jafntefli
tryggir titilinn
2-1 tap á heimavelli
á móti Stjörnunni
Stjarnan Íslands-
meistari í 1. sinn
25 ár eru síðan KA komst upp fyrir FH í lokaumferð-
inni 1989. Guðjón Þórðarson þjálfaði KA-liðið.
FH tryggði sér titilinn árið 2005 með því að
vinna fimmtán fyrstu leikina.
FH varð síðast Íslandsmeistari
árið 2012. Michael Præst og Veigar
Páll Gunnarsson lyftu
bikarnum í fyrra.
Óskar Ófeigur
Jónsson
ooj@frettabladid.is
Fótbolti Þróttarar geta tryggt sér
sæti í Pepsi-deild karla í dag þegar
lokaumferð 1. deildar karla fer
fram. Þróttur spilaði síðast
í úrvalsdeildinni 2009 en
liðinu nægir jafntefli á
heimavelli á móti Selfossi
til að komast aftur upp.
Þróttur hefur þriggja stiga
og sex marka forskot á KA
sem þýðir að aðeins stórt tap
og stórsigur KA á nágrönn-
um sínum í Þór á sama
tíma kemur KA-mönnum
upp fyrir Þrótt. Þróttarar
ætla að skapa skemmtilega
umgjörð í kringum leikinn
en hann mun blandast inn
í Októberfest-hátíð félags-
ins í risatjaldi í Laugardal.
Víkingar úr Ólafsvík hafa
tryggt sér sigur í deildinni
fyrir nokkru og taka við
bikarnum eftir heimaleik
á móti Fjarðabyggð. Þeir
hafa þegar jafnað stiga-
metið í B-deildinni og taka það af
Skagamönnum með því að ná í stig.
Þróttarar geta ekki aðeins komist upp
í kvöld því þeir geta einnig eignast
markakóng deildarinnar. Til að
svo verði þarf þó Viktor Jónsson
að skora tveimur mörkum fleiri í
lokaumferðinni en Haukamaður-
inn Björgvin Stefánsson. Haukar
spila við HK í Kórnum.
Þrír leikir verða í beinni í
lokaumferðinni; leikur
Víkinga og Fjarða-
byggðar er sýndur á
Stöð 2 Sport, leikur
Þórs og KA á Vísi og
leikur Þróttar og Selfoss
á Sporttv. Allir leikir
hefjast klukkan 14.00.
- óój
Eitt lítið skref eftir
Átján marka maður í
sumar, Þróttarinn Viktor
Jónsson.
1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 l A U G A r D A G U r24 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð