Fréttablaðið - 19.09.2015, Page 26
1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r26Helgin
Um helgina, af hverju ekki að…
LESTU
Ljóðabókina Tíst
og bast eftir Eydísi
Blöndal sem yrkir
um allt frá kynlífi
yfir í strætóferðir.
FARÐU
Á heimilislegan
sunnudag á Kexi
með börnin.
Þennan sunnudag
stýrir Dansskóli
Birnu Björns
fjörinu. Krakkar
4-7 ára geta lært
að dansa kl. 13 og
8 ára og eldri kl.
13.30.
HORFÐU
Á Everest. Það
má enginn láta
nýjustu mynd
Baltasar Kormáks
fram hjá sér fara.
HLUSTAÐU
Á Magga Eiríks
sem heldur upp
á sjötugsafmælið
sitt á tvennum
tónleikum í Hörpu
á laugardag.
D j flugvél og geimskip, FM Belfast, Agent Fresco, Mammút og fleiri koma fram. Allt tónlistarfólkið gefur
vinnu sína og KEX útvegar aðstöð-
una og við kunnum þeim bestu
þakkir fyrir,“ segir Bergsteinn Jóns-
son, framkvæmdastjóri UNICEF
á Íslandi. Samtökin standa fyrir
tónleikum til stuðnings baráttunni
fyrir börn á flótta frá Sýrlandi.
Tónleikarnir standa frá 15.30 í dag,
laugardag, og verða ef veður leyfir í
portinu á Kexi Hosteli.
„Það er líka mikilvægt að sýna
samstöðu og láta sig þessi mál
varða. Öll börn eiga rétt á vernd,“
segir Bergsteinn. „Afleiðingarnar
af því stríði sem staðið hefur yfir
í Sýrlandi síðustu fjögur ár eru
skelfilegar: Helmingur þjóðarinnar
hefur þurft að flýja að heiman og
meira en helmingur flóttafólksins
er börn. Það er veruleiki málsins
og hann er mjög grimmur.“
Miðaverð er 2.500 krónur og all-
ur aðgangseyrir fer í neyðarsöfnun
UNICEF á Íslandi fyrir börn frá
Sýrlandi. Frítt er fyrir börn tólf ára
og yngri í fylgd með fullorðnum.
Einnig verður tekið á móti frjáls-
um framlögum.
Gefa vinnu sína til styrktar
börnum frá Sýrlandi
Dagurinn hefst í Laser Tag ásamt 15
eintökum af kjarnorkusprengjum í jarð-
neskum formum níu ára drengja þar sem
einkasonurinn heldur upp á afmælið.
Kvöldið er svo frátekið í dýrindis villi-
bráðarmatarboð hjá mesta matarpervert
landsins.
LASERTAg Og viLLibRáÐ
Ég þarf að standa pólitíska vakt á mikil-
vægum fundi í stjórnmálahreyfingu sem
ég er partur af. Svo fer ég í líkamsrækt,
svitna duglega og marinera úr mér í
gufunni á eftir. Í kvöld vænti ég þess að
það verði mikið um dýrðir því við höldum
upp á 21 árs afmæli eldri dótturinnar.
bAkSTUR Og LEikFimi
Ég ætla að byrja helgina á að drösla sam-
starfsfólki mínu í Íslandsbanka í leikfimi
og kenna þeim dansspor. Þvî mun helgin
fara í að jafna sig með bakstri og brunch
með börnum og góðum vinum.
DAnS Og bAkSTUR
Hljómsveitirnar koma allar fram til þess að styðja baráttu UNICEF. Fréttablaðið/Pjetur
Tónleikar á vegum UNICEF
eru haldnir í dag á KEXI og
byrja hálffjögur. Þar koma fram
landsþekktar hljómsveitir og
allur aðgangseyrir rennur til
neyðarsöfnunarinnar.
á TÓnLEikUnUm SPiLA:
Dj FLUgvéL Og gEimSkiP
Sin FAng
júníUS mEyvAnT
vAginA bOyS
mAmmúT
AgEnT FREScO
Fm bELFAST
Össur Skarphéðinsson þingmaðurbjörk Eiðsdóttir ritstjóri Edda Hermannsdóttir,
samskiptastjóri íslandsbanka