Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.09.2015, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 19.09.2015, Qupperneq 30
Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, samdi við enn eitt félagið á Spáni, var svekktur að fá ekkert að spila í NBA og ætlar að fagna stúdentinum fyrir fertugt. Marga dreymir um að vera l æ k n a r o g í hvaða há­s k ó l a þ e i r ætla. Minn draumur var körfubolti,“ segir Jón Arnór Stefáns­ son. Landsliðsmaðurinn, sem fagnar 33 ára afmæli á mánudag, er nýmættur til Valencia á Spáni þar sem hann mun spila næstu þrjá mán­ uðina í það minnsta. Að baki er riðla­ keppni Evrópu mótsins í Berlín þar sem okkar menn, þrátt fyrir að tapa öllum fimm leikjum sínum, stóðu sig vonum framar. Bestu landslið Evrópu áttu fullt í fangi með snögga og baráttuglaða íslenska stráka sem unnu hug og hjörtu stuðningsmanna annarra þjóða, hvort sem var í Berlín eða heima í stofu um alla álfuna. Langflestir áttu von á að okkar drengir yrðu leiddir til slátrunar leik eftir leik en svo var ekki. Tapið gegn Tyrkjum eftir framlengingu í loka­ leiknum sveið sárt að sögn Jóns. „Okkur leið eins og þetta væri að falla með okkur. Við hefðum átt að taka hann. Það svíður eftir á,“ segir landsliðsmaðurinn og byrjar að telja upp nöfn liðsfélaga sinna af aðdáun. Upptalningin hættir enda Jón Arnór að verða búinn að telja upp alla leik­ menn liðsins. Þrátt fyrir fimm töp ræðir hann um „velgengni landsliðs­ ins“, sem segir ansi mikið. „Lykillinn að þessu var að við vorum fullir sjálfstrausts, svo orku­ miklir og andinn var náttúrulega bara geðveiki. Við getum verið stoltir af því,“ segir Jón Arnór. Hann skrifaði undir þriggja mánaða samning við Valencia BC eftir tapið gegn Tyrkjum. Samningurinn er í styttra lagi en Jón Arnór segir einn þjálfarann þegar hafa sagst vonast til að framlengja samninginn. Flökkuðu um hverfið með sófa Íþróttahæfileikarnir urðu snemma ljósir hjá Jóni Arnóri sem ólst upp í Laugarneshverfinu í Reykjavík. Hann spilaði fótbolta í hverfisliðinu Fram en svo var það rúntur vestur í bæ, ýmist í strætó eða foreldrabílum, á æfingar með KR í körfunni. Jón Arnór rifjar upp NBA­körfuboltasprenging­ una sem varð hér á landi snemma á tíunda áratugnum. Óhætt er að segja að Jón Arnór og félagar í Laugarnes­ inu hafi orðið fyrir áhrifum. „Við gerðum ekkert annað en að spila „streetball“ (götubolta), hvort sem var á sumrin eða veturna,“ segir Jón Arnór. Á tímabili var gamall leðursófi með þeim í för vallanna á Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is Jón Arnór gekk að eiga Lilju Björk Guðmundsdóttur í Dómkirkjunni í Reykjavík í júlí. Brúðhjónin voru glæsileg og ekki síður Guðmundur Nóel og Stefanía Björk. Mynd/Íris Dögg Einarsdóttir milli auk gettóblasters þar sem ekk­ ert komst að nema rappið. Jón rifjar upp götukörfuboltamót sem haldið var hér á landi sumarið 1994 og lauk með úrslitum í Laugardalnum. „Það muna allir eftir þessu móti. Uppsetningin í Laugardalnum var svakalega flott, fullt af aldursflokkum og frábært veður,“ segir Jón í nost­ algíu stuði. Þrír spiluðu gegn þremur, og auk Jóns Arnórs skipuðu liðið Andri Fannar Ottósson, Hjalti Krist­ insson og Helgi Már Magnússon. Allir æfðu þeir saman með KR sem var með fáheyrða yfirburði í 1982 árganginum. Helgi Már varð einnig atvinnumaður í íþróttinni og spilar með Jóni í íslenska landsliðinu. Það var ekki erfið ákvörðun að velja körfuboltann fram yfir fótbolt­ ann að sögn Jóns Arnórs. Lífið snerist um körfubolta. Þar æfði hann með nokkrum árgöngum, spilaði með yngri landsliðum og þar voru vin­ irnir. Undir lokin í fótboltanum hafi honum boðist að mæta bara í leikina enda ekki gefist tími til æfinga. „Ég reyndi eins og ég gat en undir lokin hafði ég ekkert gaman af því.“ Stórt stökk sextán ára vestur um haf Jón Arnór hefur verið á flakki um heiminn í átján ár með stoppum hér heima inn á milli. Alls hefur hann spilað sem atvinnumaður með tíu félögum úti í heimi. Þýskaland, Bandaríkin, Rússland, Ítalía og Spánn hafa verið viðkomustaðir kappans á fjórtán ára atvinnumannsferli ytra. Hann fékk nasaþef og gott betur af lífinu utan Íslands þegar hann hélt til Bandaríkjanna sumarið eftir sam­ ræmdu prófin, þá á sextánda ári. Um fyrirheitna landið var að ræða þar sem bestu körfuboltamenn heims­ ins spila í NBA­deildinni. Menn á borð við átrúnaðargoð Jóns Arnórs, Michael Jordan. „Það var mjög stórt stökk,“ segir Jón Arnór. Um sumarið spilaði hann með liði sem þjálfari körfuboltaliðs Artesia High School hélt utan um. Um ólöglegt athæfi var að ræða sem þó var stundað um öll Bandaríkin þar sem þjálfarar menntaskólaliða settu upp leiki til að sjá leikmenn spila. Þeirra hagur var að finna frábæra leikmenn í skólaliðið, hvort sem var bandaríska eða erlenda. Þjálfarinn áttaði sig strax á hæfileikum Jóns Arnórs og bauð honum að spila með skólaliði Artesia. „Við pabbi fengum bara pappíra senda að utan, fórum bandaríska sendiráðið og ég var floginn út. Eng­ inn spurði neinna spurninga,“ segir Jón. Fram undan voru fjögur ár í menntaskóla, þaðan er sjálfsagt skref í bandaríska háskólaboltann þar sem næsta skref er NBA­deildin. Planið átti heldur betur eftir að breytast. Bannað að ferðast til Bandaríkjanna „Ég var ungur og óharðnaður. Mættur í high school í gettói á Long Beach í Los Angeles. Það var mjög erfitt að vera að heiman og mig langaði svo oft að komast heim. Ég átti erfitt með að losna við þá tilfinningu.“ Hann hafi dvalið hjá góðri fjöl­ skyldu og eignast góðan vin sem hafi hjálpað mikið. Í mars árið 2000 kom hins vegar meiriháttar babb í bátinn og allt í einu var Jón Arnór mættur til Íslands og byrjaður að spila með KR. Ævintýrinu úti var lokið og ástæðan var körfuboltaskandall sem vakti athygli um öll Bandaríkin. Í ljós kom að Jón Arnór og fleiri erlendir liðsfélagar hans höfðu verið skráðir í einkaskóla í Los Angeles til að fara í kringum reglurnar. Jón Arnór telur fjölmiðlaumfjöllunina hafa átt upptök sín hjá foreldrum leikmanna í skólanum sem fengu ekki að spila vegna alþjóðlegu leikmannanna. Í grunninn eigi skólaliðin að vera skipuð nemendum úr nágrenninu, ekki upprennandi körfuboltastjörn­ um héðan og þaðan úr heiminum. Lið Artesia var ógnarsterkt, að margra mati það sterkasta í landinu, og hafði fengið mikla umfjöllun. „Þegar þetta kemur upp þá er byrjað að elta mann eftir skóla, reynt að ná manni í viðtal. Því var hótað að þetta kæmi út í lok tímabilsins. Okkur var sagt að segja ekki neitt,“ segir Jón Arnór. Um málið var fjallað á risam­ iðlum á borð við ESPN og USA Today. „Þjálfarinn flýr eitthvert, fer bara í felur, og við guttarnir vitum ekki neitt,“ segir Jón Arnór um atburða­ rásina ótrúlegu fyrir fimmtán árum. Stefán Eggertsson, faðir Jóns Arnórs, hélt utan til að vera með syni sínum. Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju 1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r30 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.