Fréttablaðið - 19.09.2015, Side 34

Fréttablaðið - 19.09.2015, Side 34
Þ etta úrræði er til þess að aðstoða fólk sem hefur ekki aðrar bjargir. Slíka grundvallarvelferðarþjónustu getum við ekki skilyrt með nokkrum hætti,“ útskýrir Sóley og segir skilyrðingar aldrei jákvæðar. „Við höfum verið að bjóða upp á fleiri virkniúrræði og fjölbreytt tilboð fyrir fólk sem er á fjárhagsaðstoð, en við þurfum alveg klárlega að gera meira af því. Það er þannig sem við hvetjum fólk til virkrar þátttöku í samfélaginu. Að gera það með skilyrðingum hef ég einfaldlega ekki trú á að virki. Svo tel ég það hreinlega ekki í sam­ ræmi við grunnhugmyndafræði velferðar­ samfélags.“ Sóley segist ósammála þeirri fullyrðingu Bjarkar Vilhelmsdóttur að sumir sem eru á fjárhagsaðstoð þurfi einfaldlega spark í rass­ inn. „Ég er hreinlega ósammála þessari nálg­ un sem þarna er höfð uppi. Ég hef enga trú á spörkum. Ég hef hins vegar trú á samtalinu, hvatningu, umbunum og hrósi. En ég hef enga trú á skömmum, skilyrðingum og spörkum.“ En hvað segirðu um þá gagnrýni að of lítill munur sé á lágmarkslaunum og fjárhagsað- stoð og það virki letjandi? „Mér finnst þessar hugleiðingar til marks um að fólk hafi ekki mikinn skilning á stöðu þessa fólks sem er á fjárhagsaðstoð. Það ætlar sér enginn að vera á slíkri aðstoð. Því trúi ég allavega. Þetta er ekki val fólks, heldur liggja ástæður að baki þess að fólk sækir slíka þjónustu. Það er mjög mikil einföldun á veruleikanum að halda að fólk þiggi slíka aðstoð ef það hefur á annað borð möguleika á einhverju öðru.“ Nú er borgin rekin með miklum halla. Eigum við fyrir því að hafa svo marga á fjár- hagsaðstoð, eins og raunin er? „Þetta snýst um hvernig við forgangsröð­ um sameiginlegum sjóðum okkar. Við erum eftir allt saman ríkt samfélag og við eigum að veita aðstoð ef þörf er á – en fyrst og fremst eigum við að stuðla að virkni strax í bernsku. Það gerum við með því að halda úti öflugu skólakerfi sem mismunar ekki börnum eftir efnahag eða aðstæðum. Það gerum við held­ ur með því að tryggja gjaldfrjálsa þjónustu og þar með að skólakerfið virki sem það jöfn­ unartæki sem því er ætlað að vera. Fjárhagsaðstoðin er hærri í Reykjavík en hjá mörgum öðrum sveitarfélögum, en samt þannig að erfitt er að lifa af henni. Við erum höfuðborg þessa lands, leggjum upp með að hafa gott velferðarkerfi og ég sé ekki eftir þessum peningum.“ Reykjavík hefur setið með hendur í skauti Á að skilyrða fjárhagsaðstoð? Í almennri umræðu finnst mér flestir telja að skil­yrðingar þurfi alltaf að vera neikvæðar en svo er ekki. Vel er hægt að skilgreina grunnfjárhags­aðstoð og nota svo styrki til viðbótar til þeirra sem taka þátt í að sinna sínum málum, hvort sem þeir eru í leit að bata eða út á vinnumarkaðinn,“ útskýrir Áslaug. Hún segir yfirskin að nauðsynlegt sé að bíða eftir lagabreytingum. „Jákvæðar skilyrð­ ingar rúmast innan lagaheimilda. Það eina sem þarf er að leggja á sig í að skipuleggja hluti upp á nýtt.“ Áslaug segir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins hafa viljað setja meiri vinnu og breytingar í fjárhagsað­ stoð undanfarin ár, meðal annars með skilyrðingum. „Björk Vilhelmsdóttir kom einlægt fram í Föstudags­ viðtalinu í síðustu viku. Þar fór hún yfir hluti sem við höfum oft tekist á um. Ég vissi að Björk var sammála okkur en áttaði mig ekki á því að samstarfsmenn hennar hefðu komið í veg fyrir að málið gengi í gegn. Það þarf hugrekki til að segja það sem Björk sagði. Ég held að hún hafi haft mikið til síns máls með það að sumir þurfi spark í rassinn. Of oft kemur fyrir að fólk hefur sannfært sjálft sig um að það hafi lítið fram að færa.“ Hún segir að við eigum að nota jákvæða skilyrð­ ingu. „Styrki eða viðbótarfjárhagsaðstoð ef fólk tekur virkan þátt og situr ekki hjá.“ Hvað er það sem gerist þegar munur á lágmarks- launum og fjárhagsaðstoð er of lítill eða enginn? „Augljóslega dregur það úr vilja til að taka lág­ launastarfi. Af hverju að leggja á sig að taka slíku starfi ef það skiptir engu fjárhagslega? En svo er annar þáttur. Ef einhver hefur glímt við langtíma­ atvinnuleysi eða aðra erfiðleika er oft kominn upp doði og kvíði hjá viðkomandi. Þá finnst mörgum mjög erfitt að fara af stað. Þá er afar mikilvægt að reyna að rjúfa þann vítahring.“ Áslaug segir kostnaðarmun milli sveitarfélaga sláandi. „Hafnarfjarðarbær tók upp Áfram­módelið og vann gríðarlega gott verk, aðstoðaði marga og dró verulega úr kostnaði eða um 800 milljónir. Kostnað­ urinn við fjárhagsaðstoð í Reykjavík er um þrír millj­ arðar króna á hverju ári, þeim sem þurfa á henni að halda fækkar varla miðað við hvað gerist hjá öðrum sveitarfélögum. Í fyrra lækkaði talan í fyrsta sinn í sjö ár en það var varla merkjanlegt. Þetta segir sína sögu – hægt er að gera betur. En Reykjavík hefur setið með hendur í skauti. Nú er ekkert fé til nýrra verkefna í Reykjavík og sárlega þarf meiri fjármuni í velferðina.“ Nú segja sumir að leiðin í Hafnarfirði hafi hreinlega ekki verið lögleg? „Hafnarfjörður beitti skerðingum bóta. Eitt mál fór í kæruferli en úrskurðarnefnd taldi skerðingarnar lögmætar. Allt tal um að lögin komi í veg fyrir skil­ yrðingar er til að drepa málum á dreif, vel er hægt að gera þetta, með skerðingum og jákvæðum hvötum. Stóra málið er að viljann hefur vantað.“ Ég hef enga trú á spörkum Mikil umræða hefur skapast eftir Föstudagsviðtal við Björk Vilhelmsdóttur, sem gegndi stöðu formanns velferðarráðs lengi . Björk sagðist telja að sér hefði mistekist í starfi, þar sem henni tókst ekki að skilyrða fjárhagsaðstoð. Hún sagði að veikleikavæðing ætti sér stað innan velferðar­ kerfisins. Borgarfulltrúarnir Sóley Tómasdóttir og Áslaug Friðriksdóttir eru ekki á einu máli um hvaða leið eigi að fara. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna Er ekki hlynnt skilyrðingu fjárhagsaðstoðar. ÞeTTa úRRæði eR Til ÞeSS að aðSToða Fólk Sem heFuR ekki aðRaR bjaRgiR. Slíka gRundvallaR- velFeRðaRÞjónuSTu geTum við ekki SkilyRT með nokkRum hæTTi aF hveRju að leggja Á Sig að Taka Slíku STaRFi eF Það SkipTiR engu FjÁRhagSlega? Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur mikla trú á skilyrðingu fjárhagsaðstoðar. Ólöf Skaftadóttir 1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r34 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.