Fréttablaðið - 19.09.2015, Side 40

Fréttablaðið - 19.09.2015, Side 40
Fólk| helgin Frank Sinatra fæddist 12. des-ember 1915. Þess er minnst víða um heim að hann hefði orðið 100 ára þann dag. Sinatra lést árið 1998. Bjarni segir að hug- myndin hafi komið frá Sigurði Flosasyni og félögum í Stórsveit Reykjavíkur. Helstu söngvarar landsins koma fram á tónleikunum og flytja þekktustu lög Sinatra, fyrir utan Bjarna eru það Björgvin Halldórsson, Egill Ólafsson, Helgi Björnsson, Páll Óskar Hjálmtýs- son, Pálmi Gunnarsson, Ragnar Bjarnason, Valdimar Guðmunds- son, Pálmi Gunnarsson, Jógvan Hansen, Friðrik Ómar Hjörleifsson og Þór Breiðfjörð. Mikið stuð á Milla-balli Meðal frægustu laga Sinatra eru My Way, New York, New York og I've Got You Under My Skin en þar að auki söng hann mörg mjög fræg jólalög. Bjarni segir að á tónleikunum verði flutt öll helstu og frægustu lög Sinatra, þó ekki jólalög. Bjarni er kannski betur þekktur fyrir Elvis-lög en hann segist ekkert síður hafa gaman af Sinatra. „Ég hef sungið heilmikið af Sinatra-lögum í gegn- um tíðina. Ég er kannski þekktari fyrir Elvis-lögin en á löngum ferli er ekki hægt að komast hjá því að syngja Sinatra. Við erum til dæmis með Sinatra-lög þegar ég syng með Milljónamæringunum,“ segir Bjarni. Milljónamæringarnir voru einmitt með ball um síðustu helgi í Gamla bíói sem Bjarni seg- ir að hafi verið einstaklega vel heppnað. „Það var alveg ótrúlega mikið stuð og mjög gaman,“ segir hann. „Milla-böllin eru alltaf ein- stök,“ bætir hann við. „Fólk sem er ekki mikið á djamminu kemur á Milla-böll til að dansa. Við vorum að koma saman eftir þó nokkurt hlé og ég á von á að það verði fleiri svona böll á næst- unni,“ segir Bjarni. „Það er hugur í sveitinni og ég reikna með að við verðum á árshátíðum í vetur og ýmsum öðrum uppákomum.“ Það er alltaf nóg að gera hjá Bjarna, hann syngur við alls kyns athafnir; útfarir, brúðkaup og afmæli, fyrir utan tónleika. „Ég mun syngja á jólahlaðborði Grand hótels fyrir jólin þannig að það eru ýmis verkefni sem koma upp í hendurnar á manni,“ segir söngvarinn, sem er einnig með útvarpsþátt eftir hádegi á sunnu- dögum á Bylgjunni. „Þessi helgi er óvenju róleg hjá mér, ekkert bókað í kvöld þannig að ég ætla að njóta þess að vera með fjöl- skyldunni.“ langur Ferill Bjarni segir að Stórsveitin hafi verið að æfa á fullu fyrir Sinatra- tónleikana og söngvarar búnir að vinna sína heimavinnu. „Það verða æfingar með söngvurum á næstu dögum. Það er mjög góð stemning fyrir tónleikunum og ég hlakka mikið til,“ segir hann. Bjarni er 44 ára en hann hefur verið á sviði frá fjórtán ára aldri þannig að ferillinn er langur þótt hann sé enn ungur maður. „Ég hef alltaf haft áhuga á tónlist fyrri tíma og hún hefur svolítið fylgt mér,“ segir hann. „Elvis kom alltaf sterkur inn hjá mér, enda var ég ólíkur jafnöldrum mínum í skóla að því leyti. Krakkarnir voru að hlusta á popp áttunda áratugar- ins þegar ég var í gömlu meistur- unum með vatnsgreitt hár,“ segir Bjarni, sem byrjaði í tónlistar- skóla níu ára og var tæpra sextán ára þegar hann var kosinn látúns- barki árið 1987. Þar með var hann orðinn poppstjarna Íslands. „Það er til upptaka af mér í sjón- varpinu að syngja þegar ég var 14 ára svo maður er búinn að koma víða við.“ harpa einstök Bjarni hefur tvívegis tekið þátt í undankeppni Eurovision og árið 1992 munaði litlu að hann færi alla leið með lagið Karen Karen, sem enn lifir góðu lífi. „Ég gæti vel hugsað mér að taka þátt aftur ef það byðist,“ segir Bjarni og bætir því við að mörg spenn- andi verkefni séu á döfinni. „En núna hugsa ég bara um Sinatra- tónleikana. Mér finnst einstakt að stíga á svið í Eldborg. Harpa er svo stórfenglegt hús og svo verður maður með frábærum fagmönnum á sviðinu.“  n elin@365.is gaMlir Meistarar alltaF Fylgt Mér áhugaVert Bjarni Arason söngvari verður með góðum hópi tónlistarmanna á sviðinu í Eldborg á miðvikudag þegar 100 ára afmæli Franks Sinatra verður fagnað. Flutt verða þekktustu lög söngvarans og farið verður yfir sögu hans. sinatra á MiðVikudaginn Bjarni segist alla tíð hafa verið veikur fyrir gömlum meisturum á borð við Elvis og Sinatra. mynd/StEFán Vörurnar frá Sólgæti eru hollar og góðar fyrir sælkera á öllum aldri sem vilja gera vel við sig. Líttu í kringum þig í næstu verslun. Þú kemur eaust auga á eitthvað ljómandi gott. H E I L N Æ M T O G N Á T T Ú R U L E G T LJÓMANDI GOTT solgaeti.isheilsa.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.