Fréttablaðið - 19.09.2015, Side 61
| AtvinnA | LAUGARDAGUR 19. september 2015 17
Viltu starfa hjá framsæknu
hugbúnaðarfyrirtæki
Vegna aukinna umsvifa og verkefna hérlendis og erlendis viljum við stækka hópinn.
Við leitum af árangursdrifnum og sjálfstæðum einstaklingum sem búa yfir þekkingu og
reynslu sem nýtist við:
Viltu starfa í lifandi og krefjandi umhverfi við úrlausn fjölbreyttra og skemmtilegra
viðfangsefna, þar sem áhersla er lögð á metnað, gæði, gott vinnuumhverfi og góðan
starfsanda? Skoðaðu ítarlegar starfslýsingar á annata.is/careers og kannaðu hvort
þú sjáir ekki eitthvað spennandi fyrir þig.
Okkar lausnir eru byggðar á Microsoft Dynamics AX. Þeir sem hafa reynslu af Dynamics
AX, annað hvort sem ráðgjafar eða notendur eru eftirsóknarverðir, en einstaklingar
með bakgrunn í ráðgjöf og þjónustu við Dynamics NAV, Concorde XAL, SAP eða annan
viðskiptahugbúnað eru einnig hvattir til þess að skoða hvort hér leynist tækifæri.
Umsóknir skulu sendar á netfangið starf@annata.is fyrir 29. september n.k.
Fullum trúnaði er heitið.
Annata er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi og starfsemi í öllum heimsálfum. Annata er vottaður samstarfsaðili Microsoft
með endursöluaðila í fleiri en 40 löndum umhverfis heiminn. Annata er í fararbroddi með IDMS iðnlausn sína fyrir fyrirtæki í bíla-, vinnuvéla og
landbúnaðarvélageiranum, ásamt fyrirtækjum í hvers kyns tækja- og áhaldaleigustarfsemi.
Ráðgjöf við IDMS tækjakerfi
Ráðgjöf við IDMS leigu- og flotastýringarkerfi
SQL forritun og umsjón
Í boði er krefjandi og metnaðarfullt starf.
Viðskiptavinir stofunnar eru stór og smá
fyrirtæki, sem og einstaklingar.
Verkefnin eru fjölbreytt í síbreytilegu
viðskiptaumhverfi þar sem reynir á
sjálfstæði, samskiptalipurð, frumkvæði
og ábyrgð.
Umsóknir sendist á lagahvoll@lagahvoll.is
Umsóknarfrestur er til 1. október 2015.
Hæfniskröfur:
• Starfsreynsla er skilyrði
• Reynsla á sviði fyrirtækja-
og fjármálalögfræði er æskileg
• Framhaldsmenntun á því sviði er kostur
• Góð enskukunnátta er skilyrði
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Frumkvæði í starfi
• Hæfni til að vinna í krefjandi
vinnuumhverfi og undir miklu álagi
Lagahvoll óskar eftir að ráða lögfræðing
Lagahvoll s lf. | Bankastræti 5 | 101 Reykjavík | Sími 519 7660 | lagahvoll . is