Fréttablaðið - 19.09.2015, Síða 92

Fréttablaðið - 19.09.2015, Síða 92
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Þórelfur Jónsdóttir leikskólakennari, lést miðvikudaginn 16. september á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju 25. september kl. 11.00. Reynir Jóhannsson, Bragi Jóhannsson, Brynjar Jóhannsson, Hjörtur Jóhannsson, Lára Björk Magnúsdóttir, Árný S. Steindórsdóttir, Ragnhildur Gunnarsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Rafnhildar Katrínar Árnadóttur áður til heimilis að Sunnubraut 17, Akranesi. Sérstakar þakkir fá starfsmenn Dvalarheimilisins Höfða fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Helga Guðmundsdóttir Ingi Steinar Gunnlaugsson Kristinn Guðmundsson Petrea Ingibjörg Jónsdóttir Guðjón Guðmundsson Elín Jóhannsdóttir Jónína Guðmundsdóttir Ásgeir Kristjánsson Þórir Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og kærleika við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Páls Magnússonar vélfræðings. Jóhanna Rögnvaldsdóttir Magni Þór Pálsson Elísabet Arna Helgadóttir Ingvi Már Pálsson Sigríður Kristín Birnudóttir Tómas, Helga, Gauti og Gunnur Magnabörn Emilía, Karítas og Lovísa Ingvadætur Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Inga Guðrún Gunnlaugsdóttir sjúkraliði, Víðihlíð 10, andaðist á dvalarheimilinu Grund 14. september sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. september kl. 13.00. Sigurjón Hreiðar Gestsson Sigríður Sigurjónsdóttir Eiríkur Steingrímsson Gunnlaugur Sigurjónsson Þórdís Arnardóttir Rúnar Sigurjónsson Kristín Loftsdóttir Arney Eva, Inga Guðrún, Halla, Jón Hreiðar og Ragna Steinunn Innilegar þakkir fyrir einstakan kærleikshug og samúð vegna andláts og útfarar okkar ástkæra Þorgríms Einarssonar Togga Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir Kolfinna Líf Pálsdóttir, Breki Þór Þorgrímsson Viljar Máni Þorgrímsson, Einar Þorgrímsson Bryndís Eysteinsdóttir Einar Þorgrímsson Sigurlína Sveinsdóttir Eysteinn Ó. Einarsson Kristrún Úlfarsdóttir Vífill Valdimarsson Okkar ástkæri, Stefán Gunnar Vilhjálmsson Starrahólum 7, Reykjavík lést á Landspítalanum við Hringbraut 12. september. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 24. september kl. 15. Sigríður Ásmundsdóttir Gunnar Óskarsson Ásdís Gunnarsdóttir Ármann Gunnarsson Arnþór Fannar Guðmundsson Berglind Björg Guðmundsdóttir og fjölskyldur Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. „Þessir tónleikar eru mjög stórt skref fyrir mig,“ segir söngkonan Heiðrún Kristín Guðvarðsdóttir sem heldur tón­ leika í dag undir yfirskriftinni Með bros á vör. Tilefni tónleikanna er tvíþætt, annars vegar til að halda upp fimm­ tugsafmæli Heiðrúnar en einnig til þess að fagna því að hún komst heil á húfi úr erfiðri krabbameinsmeðferð. „Ég er enn að byggja upp orkuna eftir með­ ferðina,“ útskýrir Heiðrún og bætir við: „Ég fékk mjög sjaldgæfa tegund af krabba­ meini. Fyrir tíu árum voru ekki til lyf við tegundinni sem ég fékk. Ég þurfti að fara í allan pakkann; lyfjagjöf, geislameð­ ferð, aðgerð og svo aftur í lyfjagjöf. Þetta var sextán mánaða barátta og var alveg svakalega erfitt. En nú fagna ég, meðal annars með því að nota lagið Smile, sem ég hafði sérstakt dálæti á í veikindunum.“ Heiðrún varð fimmtug í júlí og hélt upp á afmælið með því að fara til útlanda. „Ég fór til Düsseldorf ásamt manninum mínum. Ég fékk meira að segja ókeypis í ferju þarna í Þýskalandi á sjálfan afmælis­ daginn,“ segir hún og skellir upp úr. Tónleikar Heiðrúnar hefjast klukkan 16 í dag og fara fram í Fella­ og Hóla­ kirkju. Með henni syngja þau Davíð Ólafsson, Kristín R. Sigurðardóttir, Helga Magnúsdóttir og sönghópurinn Boudoir. Meðleikarar eru Julian M. Hewlett á píanó, Símon H. Ívarsson á gítar og Guðni Franzson á klarin­ ett. Heiðrún ætlar að flytja sitt lítið af hverju. „Ég mun syngja bandarísk dægurlög og létta klassíska tónlist, svo eitthvað sé nefnt.“ Heiðrún mun einnig flytja íslensk lög á borð við Hrísluna og lækinn, eftir Inga T. Lárusson, og Hugur flýgur, eftir Gunnar Reyni Sveinsson. „Síðan tek ég auðvitað lagið hans Charlie Chaplins, Smile. Ég nýt aðstoðar kvenna­ sönghópsins Boudoir í því lagi.“ Heiðrún hefur tvisvar áður haldið ein­ söngstónleika, fyrst árið 2011 og síðan 2013, í bæði skiptin í Fella­ og Hóla­ kirkju. kjartanatli@frettabladid.is Tónleikar í tilefni af fimmtugsafmæli Heiðrún Kristín Guðvarsdóttir söngkona heldur tónleika í dag undir yfirskriftinni Með bros á vör. Heiðrún fagnar því að hafa komist heil á húfi úr erfiðri krabbameinsmeðferð. Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir hefur tvisvar áður haldið einsöngstónleika, fyrst árið 2011 og síðan 2013. Mynd/Aðsend Merkisatburðir 1802 Andvana síamstvíburar fæddust í Rangárvallasýslu. 1874 Blaðið Ísafold hóf göngu sína. 1915 Jóhann Hafstein, fyrrverandi forsætisráðherra, fæddist. 1939 Þýski kafbáturinn U30 kom til Reykjavíkur með þrjá slasaða menn. Þeir höfðu slasast við árás kafbátsins á breskt flutningaskip. 1974 Jimmy Fallon, bandarískur grínisti og þáttastjórnandi, fæddist. 1977 Jón L. Árnason varð heimsmeistari sveina í skák, 16 ára gamall. 1981 Tungufoss sökk á Ermarsundi. 1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r48 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.