Fréttablaðið - 19.09.2015, Side 120

Fréttablaðið - 19.09.2015, Side 120
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja Allt sem þú þarft ... Höfuðborgarsvæðið, meðallestur kvenna á tölublað, 12–80 ára. Prentmiðlakönnun Gallup, jan.– mar. 2015 YFIRBURÐIR Fréttablaðsins staðfestir 64,1% 26% FB L M BL Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka Bergs Ebba Bakþankar Úrslitin á Opna bandaríska meistara- mótinu í Tennis fóru fram um síðustu helgi. Það var gríðarleg spenna fyrir viðureignina í karlaflokki því þar mættust þeir allra stærstu: Novak Djokovic og Roger Federer. Það jók einnig á spennuna að úrslitaleikurinn frestaðist um 3,5 klst. vegna rign- ingar. Sky Sport hélt uppi útsendingu gegnum alla biðina. Þar á bæ voru menn hreinlega að ærast úr spennu þó að þeir hefðu ekki úr miklu að moða. Myndbrot af Federer að mæta á æfingasvæðið var endursýnt í sífellu. Federer var ekki með reimarnar á skóm sínum hnýttar og það fór óra- langur tími í að ræða það „atvik“ og hvaða áhrif það gæti haft á leikinn. Umræðan varð ítarleg og langdregin. Sumir gerðu því skóna að Federer væri með óreimaða skó því hann væri stökkbólginn og meiddur. Aðrir mótmæltu og sögðu hann virka meiddan vegna þess að hann væri með óreimaða skó og því væri göngu- lagið kjagandi. Þessi umræða var stórkostlega heimskuleg. Á meðan menn ræddu skóreimarnar og meint meiðsli í þaula sást Federer hlaupa um völlinn í upphituninni. En eitt- hvað verða menn að segja til að fylla upp í 3,5 klst. af bið. Þessi umræða fór fram frammi fyrir alþjóð, líklega voru milljónir að fylgjast með. Það sem er enn athyglisverðara er að þátttak- endur umræðunnar eru ekki heimskt fólk. Þetta er líklega mestanpart fólk með háskólagráður og mikinn metnað fyrir starfi sínu. Það var spennan, biðin og aðstaðan sem skóp heimskuna. Ég er stundum gáttaður á meintri heimsku fólks hér og þar og pæli mikið í „vondum skoðunum“ og rugli sem sett er fram. En kannski ætti ég frekar að beina athyglinni að aðstæðunum sem við sköpum okkur. Á meðan ekkert er í gangi eru skoðanirnar heitastar, oftúlkanirnar brenglaðastar o.s.frv. Einmitt þegar ekkert skiptir máli þá fellur mesta froðan. Kannski erum við bara eins og Sky Sport-fólkið, endalaust að rýna í tilgangslaus „atvik“, bíðandi í rigningunni eftir að leikurinn hefjist með nógan tíma fyrir höndum. Að drepa tímann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.