Fréttablaðið - 21.03.2016, Side 1

Fréttablaðið - 21.03.2016, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —6 8 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 2 1 . M a r s 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag skoðun Erna Indriðadóttir skrifar um fordóma gagnvat eldra fólki. 12-16 sport Aníta varð fimmta á HM. 18 lÍfið Annars árs fatahönnunar­ nemar við Listaháskóla Íslands sýndu útkomu samstarfs við Rauða krossinn í Hörpu. 28-30 plús 2 sérblöð l fólk l  fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 -13KR. Í HEILA VIKU 5KR. TIL MOTTUMARS AÐ AUKI SKRÁNING Á ÓB.IS Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 dægurMál Einn þekktasti núlifandi lagahöfundur heimsins, Burt Bach­ arach, heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu þriðjudaginn 12. júlí næst­ komandi. „Burt hélt ógleymanlega tónleika í fyrra, þegar hann spilaði fyrir framan 100.000 gesti á Glaston­ bury­hátíðinni. Hann hefur alls staðar verið að fá frábæra dóma,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson sem stendur fyrir tónleikunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Bacharach heldur tónleika á Íslandi. – glp / sjá síðu 30 Burt Bacharach heldur tónleika á Íslandi Burt Bacharach stjórnMál „Við höfum velt þessu upp í okkar samræðum. Þetta er einhvern veginn alveg fordæma­ laus staða og kemur alveg vel til greina,“ segir Óttar Proppé, for­ maður Bjartrar framtíðar, aðspurður hvort til greina komi að leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að slík vantrauststillaga hefði verið til umræðu innan allra stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi. Ástæðan er upplýsingar sem bárust í síðustu viku um að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona ráðherrans, eigi verulegar eignir inni í félaginu Wintr­ is, sem skráð er á Bresku Jómfrúreyj­ unum og félagið hafi lýst kröfum í slitabú föllnu bankanna. Ekki er minnst á félagið í hags­ munaskrá en ráðherra er ekki skylt að gefa upp séreignir maka. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði við RÚV að óhugsandi væri að for­ sætisráðherra sæti áfram í ljósi nýrra upplýsinga. Árni Páll Árnason, for­ maður Samfylkingarinnar, segir ekk­ ert hafa verið ákveðið um að leggja fram vantrauststillögu á ráðherrann. „Ég hef heyrt af þessum vangaveltum en við höfum ekki rætt það í okkar þingflokki,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um mögulega vantrauststillögu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, tekur í sama streng. „Það hefur ekkert verið rætt formlega innan þingflokks VG en þetta hefur verið til umræðu hjá einstaka þingmönnum.“ – jhh Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. Formaður VG segir einstaka þingmenn hafa rætt þennan möguleika. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kom ásamt fjölskyldu sinni í tveggja sólarhringa heimsókn til Kúbu í gær. Þetta er í fyrsta sinn í næstum 90 ár sem forseti Bandaríkjanna kemur í heimsókn til Kúbu. Á myndinni sjást Barack og Michelle, eiginkona hans, stíga út úr flugvél forsetans á Havana. Fyrir aftan þau sést í dætur þeirra. FréttaBlaðið/EPa sveitarstjórnarMál Yfirvofandi fjölgun á borgarfulltrúum gæti kostað 56 milljónir á ári ef rýnt er í launatölur. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg yrði stjórnarhátt­ um borgarinnar hins vegar breytt með tilliti til fjölgunarinnar og þann­ ig gæti kostnaður verið óverulegur. „Fyrstu greiningar sýna fram á það að kostnaður Reykjavíkurborg­ ar getur orðið óverulegur ef þessi leið verður farin. Á þessari stundu er því ómögulegt að áætla kostnað við breytinguna, það eina sem liggur fyrir er að ekki verður um að ræða viðbót á sömu forsendum og nú gilda,“ segir í svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. – srs / sjá síðu. 4 Fjölgun fulltrúa kallar á breytingar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.