Fréttablaðið - 21.03.2016, Page 6

Fréttablaðið - 21.03.2016, Page 6
Stundum er gott að gera sér dagamun Mjúk og bragðgóð jógúrt með stökkum kornkúlum. Tilvalinn kostur sem sparimorgunverður, gómsætur millibiti eða ljúengur eftirréttur. … hvert er þitt eftirlæti? 1 6 -0 9 5 3 -H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar Korputorg 112 Reykjavík Sími 551 5600 utilegumadurinn.is FERÐAVAGNAR KAUPLEIGA GRÆNIR BÍLAR Opið mán-fös kl. 10-18 - lau-sun kl. 12-16 Frábært verð! Verð frá 2.990.000 kr.  Prinsinn heimsækir Nepal Harry Bretaprins er staddur í fimm daga heimsókn í Nepal til þess að kynna sér aðstæður. Þar er fólk enn að takast á við afleiðingar jarðskjálftans sem varð í apríl í fyrra. Átta þúsund manns fórust í skjálftanum og 21 þúsund særðust. Fréttablaðið/EPa Tyrkland Árásarmaðurinn sem drap fjóra á einni helstu verslunar- götu Istanbúlborgar á laugardag tilheyrði hryðjuverkasamtökunum Íslamskt ríki. Efken Ala, innanríkis- ráðherra Tyrklands, greindi frá þessu á blaðamannafundi í Ankara í gær. Maðurinn, sem sprengdi sjálfan sig, hét Mehmet Ozturk og var 24 ára tyrkneskur ríkisborgari. Minnst fjórir létu lífið í árásinni og þar að auki særðust 36 manns. Í fyrstu var talið að Íslendingur væri meðal þeirra særðu, en borgaraþjón- usta utanríkisráðuneytisins staðfesti í gær að svo væri ekki. Tyrkir eru meðal þeirra ríkja sem styðja loftárásir Bandaríkjamanna gegn Íslamska ríkinu í Írak og Sýr- landi. Tyrkland hefur áður orðið fyrir árásum af hálfu hryðjuverka- samtakanna, nýlegasta árásin var gerð í janúar þegar tólf ferðamenn létu lífið í grunaðri sjálfsmorðsárás. Árásin á laugardag var fjórða hryðjuverkaárásin í Tyrklandi á þessu ári og sú sjötta frá því í júlí á síðasta ári. Í október síðastliðnum létu yfir hundrað manns lífið þegar tveir karlmenn sprengdu sig í loft upp á friðarsamkomu í Ankara. Árásin var sú mannskæðasta á seinni tíð í Tyrklandi. Ásamt vígamönnum Íslamska ríkisins hafa uppreisnar- menn meðal Kúrda verið ábyrgir fyrir árásunum. Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, segir hryðjuverkasamtök beina árásum sínum að óbreyttum borgurum því samtökin séu að tapa baráttu sinni við tyrkneskar öryggis- sveitir. Erdoğan hét því að vinna bug á hryðjuverkamönnum í Tyrklandi í kjölfar árásar í Ankara þann 13. mars síðastliðinn. thordis@frettabladid.is Fjórir fórust í árás ISIS Árásarmaður sem talinn er vera liðsmaður Íslamska ríkisins drap fjóra í Tyrk- landi. Þetta er fjórða árásin þar í landi á þessu ári. Forsetinn heitir aðgerðum. Árásin á laugardag var fjórða hryðjuverkaárásin í tyrklandi á þessu ári og sú sjötta frá því í júlí á síðasta ári. Fréttablaðið/EPa 2 1 . m a r s 2 0 1 6 m Á n U d a G U r6 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.