Fréttablaðið - 21.03.2016, Page 12
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Flísabúðin
Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is
Finndu okkur
á facebook
Gæði og g
læsileiki e
ndalaust ú
rval af há
gæða flísu
m
Erna
Indriðadóttir
ritstjóri
lifdununa.is
Það ríkja fordómar á Íslandi gagnvart eldra fólki. Rúmlega 38.000 manns eru í dag komnir á eftir-launaaldur, eða orðnir 67 ára og eldri. Og hvað
verða þeir þá? Ellilífeyris„þegar“ takk fyrir eða jafnvel
bara lífeyris„þegar“. En fyrst keyrir nú um þverbak
þegar rætt er um þetta fólk sem „bótaþega“.
Eldra fólk er ekki bótaþegar
Þessi orð fela í sér að menn séu þiggjendur, þiggi fé
af ríki eða lífeyrissjóðum. Hvernig í ósköpunum það
vildi til, að fólk sem vann hörðum höndum að upp-
byggingu þjóðfélagsins og greiddi sín gjöld og skatta
til ríkisins og seinna í lífeyrissjóði, varð allt í einu
þiggjendur er mér hulin ráðgáta. Þetta er einfaldlega
fólk sem var búið að leggja inn fyrir eftirlaununum
sínum.
Fólk á dvalarheimilum er ekki vistmenn
Þegar menn verða enn eldri og þurfa að leggjast inn á
dvalar- eða hjúkrunarheimili, tekur ekki betra við. Þá
verða þeir jafnvel „vistmenn“. Rétt eins og stundum
talað var um vistmenn í fangelsum, á Kleppi eða á
Kópavogshæli á meðan þær stofnanir voru og hétu.
Sjálft orðið vísar til fólks sem ræður sér ekki sjálft
eða getur ekki séð um sig sjálft og er stundum notað
um þá sem hafa gerst brotlegir við lög samfélagsins.
Hvorugt á við um það fólk sem býr á dvalarheimilum
eða hjúkrunarheimilum. Það er hvorki afbrotamenn
né ófært með öllu um að ráða sér sjálft. Það eru karlar
og konur sem búa á eigin heimilum.
Búist er við að fólki 67 ára og eldra fjölgi um 65%
fram til ársins 2030 og verði þá 63.000. Þetta er fólkið
sem hefur byggt upp það samfélag sem við búum við í
dag og skilað af sér blómlegra búi en það tók við fyrir
60-70 árum. Þetta er ekki bónbjargarfólk sem „þiggur“
lífeyri frá ríki og lífeyrissjóðum og búi það á dvalar-
heimilum, sem fer raunar ört fækkandi í landinu, er
það ekki „vistmenn“ þar heldur íbúar. Ég skora á fjöl-
miðla og aðra að útrýma þessum orðum úr umræðum
um málefni eldri kynslóðarinnar í landinu. Þau bera
vitni fordómum sem eiga ekki að líðast.
Grái herinn snýst til varnar
Þetta er ekki
bónbjargar-
fólk sem
„þiggur“
lífeyri frá ríki
og lífeyris-
sjóðum.
Um miðjan tíunda áratuginn gerðist Ísland aðili að samningi UNESCO um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins. Til þess að fylgja markmiðum samningsins eftir er haldin heimsminjaskrá yfir ein-
staka staði og viðurkennd verndarsvæði. Þessu skylt er
varðveisluskráin en þar er m.a. að finna handritasafn
Árna Magnússonar enda þar um ómetanlegan menn-
ingararf að ræða. En við Íslendingar erum meira fyrir
að skrifa undir samninga en að standa við þá svo sómi
sé að.
Surtsey og Þingvallaþjóðgarður eru einu íslensku
náttúruperlurnar sem er að finna á heimsminjaskrá
UNESCO. Í raun kemur það dálítið á óvart miðað við
sérstöðu íslenskrar náttúru. Mývatn, með sínu einstaka
lífríki og ómældu fegurð, er ein af þessum sérstöku
perlum. Eðlilega var því sótt um að koma Mývatni á
heimsminjaskrá tveimur árum eftir að Ísland gerðist
aðili að samningnum og ekki stóð á höfnuninni þar sem
Íslendingar láta renna skólp í jarðveginn og það endar
í vatninu. Við erum ekki alveg í lagi.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar og mikið skólp í
Mývatn frá því þessi dómur féll yfir umhirðu Íslend-
inga um þessa einstöku náttúruperlu sem á sér ekki
hliðstæðu nema í einu stöðuvatni í Japan. En þessi tvö
vötn eru þau einu í heiminum þar sem er að finna hinn
sérstæða kúluskít. Japanir hafa lengi haft þann háttinn á
að fjarlægja allt skólp sem rennur innan jarðvegssvæðis
vatnsins, og vernda þannig lífríki þess og náttúru, en hér
höfum við ekki þann háttinn á. Þvert á móti.
Í liðinni viku var greint frá því hér á síðum þessa
blaðs að miklar breytingar væru að eiga sér stað í lífríki
Mývatns til hins verra. Árni Einarsson, forstöðumaður
Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ),
greindi frá þessu og jafnframt því að breytingarnar megi
rekja til ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Árni
bendir á að hér sé um flókið mál að ræða en að í raun
sé aðeins eitt til ráða til þess að stemma stigu við þessari
mjög svo neikvæðu þróun: Það er að tryggja að sem allra
minnst af næringarefnum frá mannabyggð (nitur eða
köfnunarefni og fosfór) berist í grunnvatnið og þannig
í Mývatn.
Skútustaðahreppur er fámennt sveitarfélag, svo
fámennt að það hefur eðlilega ekkert bolmagn til þess
að takast á við vandann, og því ber stjórnvöldum að
taka á málinu. Ekki síst þar sem í gildi eru sérlög fyrir
Mývatn og Laxá, en eins og Jón Óskar Pétursson sveitar-
stjóri hefur bent á þá hafa óskir til yfirvalda um aðstoð
við frárennslismál enn engu skilað. Fundað hafi verið
með umhverfisráðherra, þingmönnum og fjárlaganefnd
og allir sýnt málinu áhuga og skilning. Það getur í besta
falli talist vandræðalegt að málið skuli strandað á áhuga
og skilningi.
Tími aðgerða í málefnum Mývatns er löngu runn-
inn upp og Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auð-
lindaráðherra, hlýtur að láta málið til sín taka og það
strax. Ef það er ekki hlutverk ráðherra, með fulltingi
Umhverfisstofnunar, að koma náttúruauðlind á borð
við Mývatn til bjargar við aðstæður sem þessar þá er
fokið í flest skjól fyrir íslenskri náttúru.
Tími aðgerða
Það getur í
besta falli
talist vand-
ræðalegt að
málið skuli
strandað á
áhuga og
skilningi.
Sigmundur og Helle
Mál málanna um þessar mundir
eru erlendar eignir eiginkonu
forsætisráðherra. Já-fólk for-
sætis keppist nú um að benda á
að það sé ekki ólöglegt að eiga
eignir erlendis sem er hugsan-
lega rétt. Hins vegar hundsar
já-fólkið þá pólitísku staðreynd
að hér er um að ræða sama
forsætisráðherra sem hvetur
Íslendinga til að kaupa íslenskt
til að styrkja gengi gjaldmið-
ilsins. Sambærilegt dæmi kom
upp árið 2010 í Danmörku
þegar kom í ljós að Stephen
Kinnock, eiginmaður Helle
Thorning-Schmidt, fyrrverandi
forsætisráðherra Danmerkur,
greiddi skatta sína í Sviss en bjó
í Danmörku. Þá þótti fólki nærri
óhugsandi að hún yrði forsætis-
ráðherra eftir að hafa predikað
að Danir ættu að greiða háa
skatta í sterkt velferðarkerfi.
Athæfi Kinnocks var ekki ólög-
legt en Thorning-Schmidt þurfti
að biðjast afsökunar og opna
bókhald fjölskyldunnar til að
eiga sér pólitíska framtíð.
Framsóknarfirringin
Karl Garðarsson, þingmaður
Framsóknar, snerti á málinu
í viðtali við RÚV í gær. Hann
sagði engum spurningum
ósvarað og traust á milli
stjórnarflokkanna væri óskadd-
að. Þetta sagði hann þó þvert
á yfirlýsingar tveggja stjórnar-
þingmanna um að sú væri ekki
raunin. stefanrafn@frettabladid.is
2 1 . m a r s 2 0 1 6 m Á N U D a G U r12 s k o ð U N ∙ F r É T T a B L a ð i ð
SKOÐUN