Fréttablaðið - 21.03.2016, Page 19

Fréttablaðið - 21.03.2016, Page 19
Einhvern veginn virðast allir kaffi­ drykkir vera betri og girnilegri þegar þeir eru keyptir á kaffihúsi. Það er þó um að gera að reyna að líkja eftir kaffihúsastemning­ unni heima fyrir og skipta uppá­ hellingnum út fyrir eitthvað meira spennandi. Eins og þennan kara­ mellumokkadrykk. KaramellumoKKadryKKur ½ bolli rjómi 1 msk. flórsykur 1 tsk. vanillusykur ¼ bolli kakó 1 ½ bolli matreiðslurjómi 4 bollar heitt, sterkt kaffi ½ karamellusíróp Hrærið rjómann í skál þar til hann verður hálfþeyttur, bætið þá flór­ sykri og hálfri teskeið af vanillu­ sykri út í og hrærið þar til þeytt. Hitið á meðal­ hita í stórum potti matreiðslurjóma, setjið kakó út í og hrær­ ið. Þegar suðan fer að koma upp bætið kaffi, karamellu­ sírópi og hálfri teskeið af van­ illusykri út í og hrær­ ið. Hellið svo í hátt glas, setj­ ið þeytta rjómann ofan á og hellið karamellu sírópi yfir. Ljúffengur heimagerður kaffidrykkur Nokkrar nýjar línur frá brasilíska hönnunardúóinu Humberto og Fernando Campana verða til sýnis á sýningunni Manufatura sem verður opnuð í Carpenters Work­ shop galleríinu í París þann 1. apríl. Tíu nýir munir úr ranni Campana bræðranna verða til sýnis. Bolotas línan inniheldur meðal annars hægindastól og sófa úr mjúku lambaskinni sem á að líkja eftir hreiðri. Hægindastóll hinna þús­ und augna kallast annað verk frá Campana sem þeir bræður unnu í samstarfi við ítalska tískuris­ ann Fendi. Stóllinn er samansett­ ur úr loðnu skinni sem skreytt er augum. Campana bræðurnir hafa unnið saman frá árinu 1983 og hafa skapað muni sem sameina list og hönnun. Þeir eru þekktir fyrir notk­ un sína á óvenjulegum efnivið á borð við leikföng og reipi. Nýtt frá Campana bræðrum 1. Ef eldhúsinnréttingin nær ekki upp í loft eru allar líkur á þar safnist fyrir ryk og fita. Flest­ ir eru vel meðvitaðir um það en jafn margir horfa fram hjá því í lengstu lög enda fæstir sem sjá þann skít hvort eð er. 2. Sófapúðarnir eru líka gróðrar­ stía, jafnvel þótt þvegið sé utan af þeim reglulega. Púð­ ana sjálfa þarf að þvo að minnsta kosti tvisvar á ári. Það sama á við um sængur og kodda. 3. Inni í skápum leynist gjarn­ an mikið ryk og drulla. Það er freistandi að loka og þykjast ekki sjá en betra að fara reglu­ lega yfir þá eins og annað. 4. Hurðarhúnar eru jafnan mjög skítugir og gleymast yfirleitt við þrif. Það er gott að strjúka yfir þá með sótthreinsandi efni mánaðarlega. 5. Ef það er motta á heimilinu er næsta víst að þar undir leynist ryk og drulla í meira mæli en annars staðar á heimilinu. 6. Raftæki eru jafn­ an mest notuðu hlut­ ir heimilisins en verða engu að síðar útund­ an við þrif. Þau soga hins vegar í sig mikið ryk. Því er nauðsyn­ legt að strjúka af sjónvarpinu og þrífa fjarstýring­ ar, lyklaborð og tölvur endrum og sinnum. SKítuguStu horn heimiliSinS KOMDU MEÐ MÁLIN og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð. FAGMENNSKA í FyrIrrúMI Þú nýtur þekkingar og reynslu og fyrsta flokks þjónustu. VIÐ KOMUM hEIM tIL þíN, tökum mál og ráðleggjum um val innréttingar. þú VELUr að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, samsetta, eða samsetta og uppsetta. Mán. - föst. kl. 10-18 · Laugardaga kl. 11-15 Við sníðum innréttinguna að þínum óskum. þú getur fengið skúffur og útdregin tauborð undir vélarnar, einnig útdreginn óhreinatausskáp, kústaskáp o.m.fl . Baðherbergi Uppþvottavélar Helluborð Ofnar Háfar Kæliskápar RAFTÆKI FYRIR ELDHÚSIÐ SANNKALLAÐ Vandaðar hirslur Þvottahúsinnréttingar ÁByrGÐ - þJÓNUStA 5 ár á innréttingum, 2 ár á raftækjum. Fríform annast alla þjónustu. (Trésmíðaverkstæði, raftækjaviðgerðaverkstæði). 20% AFSLÁttUr AF rAFtæKJUM friform.is Viftur PÁS A ERÐ Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 AFSLÁttUr 15% AF ÖLLUM INNrÉttING UM tIL PÁSKA VÖNDUÐ rAFtæKI Á VæGU VErÐI Nú í AÐdRAgANdA PÁSKANNA höFum VIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ bjóÐA oKKAR ALbESTA VERÐ F ó l k ∙ k y n n i n g a r b l a ð ∙ V i ð b U r ð i r 3M Á n U D a g U r 2 1 . M a r s 2 0 1 6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.