Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.03.2016, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 21.03.2016, Qupperneq 20
Myndum af fermingarbarninu Elísabetu var raðað upp í E til heiðurs henni. Kleinuhringir voru uppáhald Ingimars og átti vel við að nota þá í skreytingar í fermingarveislunni hans. Í veislu Ingimars Andra var bláum smarties dreift á borðin og flögg hengd á veggina til að lífga upp á þá. Til skreytingar í veislu Sigurðar Hrafns var notaður gamall gítar sem var mikið not- aður af honum þegar hann var lítill og veiðistöng sem er uppáhald hjá honum í dag. Guðbjörg keypti striga í metratali og klippti hann niður í renninga. Fékk sér svo hvítan blúndurenning, lagði yfir strigann og fékk þannig fallega borðskreytingu. Gamlir skór sem Ingimar lærði að ganga í voru skreyttir á sama hátt og hafðir uppi á kökuborðinu í veislunni hans. Algengt er að skreytingar í ferm­ ingarveislur séu í anda ferm­ ingar barnsins og oft eru hlutir sem það á eða hefur notað nýttir í skreytingarnar. Í veislum ferm­ ingarbarnanna Elísabetar Erlu Birgisdóttur, Sigurðar Hrafns Arasonar og Ingimars Andra Ómarssonar sem öll voru fermd á síðasta ári var raunin sú. TiTill fyrir fjólubláa Inga B. Jónsdóttir, móðir Elísa­ betar Erlu, segir tengdamóður sína hafa átt heiðurinn af skreyt­ ingum í veislu Elísabetar Erlu. „Hún gerði kertaskreytingarn­ ar og skreytti salinn ásamt mág­ konu minni. Efniviðinn í skreyt­ ingarnar keypti ég hér og þar, kippti með mér pakka af hinu og þessu ef ég sá eitthvað í takt við þema veislunnar.“ Hrafnar alls sTaðar „Þar sem sonur minn heitir Sig­ urður Hrafn langaði okkur að nota hrafninn sem hluta af þemanu í veislunni hans,“ segir Guðbjörg Hulda Sigurðardóttir. „Við vorum með krummaservíettur og svo sag­ aði ég út og málaði krumma sem ég setti á borðin ásamt fjörustein­ um sem ég hafði stenslað hvíta krumma á. Ég er mikið fyrir blúnd­ ur en líka grófa og náttúrulega hluti og það er gaman að blanda því saman.“ Guðbjörg segist hafa gert flestar skreytingarnar með góðum fyrirvara. „Það er sniðugt að vera tímanlega í þessu og hafa gaman af.“ KleinuHringjasKrauT Ragnheiður Birgisdóttir, stjúp­ móðir Ingimars Andra, segir að þau hafi viljað hafa skreytingarn­ ar öðruvísi, skemmtilegar, óhefð­ bundnar og að Ingimar væri sáttur við þær. „Kleinuhringir voru upp­ áhaldið hans Ingimars og átti vel við að nota þá í skreytingar. Skreyt­ ingarnar á borðum voru blómapott­ ar úr IKEA með þurrskreytingar­ svamp ofan í og álpappír utan um hann. Svo þræddi ég litla kleinu­ hringi og vanillubollur á grill­ pinna og stakk ofan í. Ég tíndi strá sem vaxa við sjóinn á Akureyri og spreyjaði þau blá og stakk með til þess að það stæði eitthvað eftir þegar búið væri að borða úr skreyt­ ingunni.“ Ragnheiður segir skreyting­ ar alls ekki þurfa að kosta mikið og það sé um að gera að hafa þær skemmtilegar. „Og ekki er verra ef hægt er að gæða sér á þeim. Ferm­ ingarveisla þarf ekki að kosta mikið, aðalmálið er að gera daginn eftirminnilegan og láta hugmynda­ flugið ráða för.“ Hugmyndaflugið láTið ráða för Nú er tími ferminga og margir sem halda veislur í tilefni þeirra þessa dagana. Algengt er að salurinn sem veislan er haldin í eða heimilið séu skreytt til heiðurs fermingarbarni. Skreytingar þurfa ekki að vera dýrar. Elísabet Erla bjó gestabókina og pennann til sjálf í skólanum. 2 1 . m a r s 2 0 1 6 m Á N U D a G U r4 F ó l k ∙ k y N N i N G a r b l a ð ∙ h e i m i l i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.