Fréttablaðið - 21.03.2016, Síða 43

Fréttablaðið - 21.03.2016, Síða 43
Faktoría er fyrirtæki sem var stofnað árið 2014 og býður fyrir­ tækjum möguleika á aðgengi að kröfufjármögnun. „Eigendur Faktoríu skynjuðu þörf á skamm­ tíma fjármögnun til fyrirtækja á núverandi markaði og vildu nýta þekkingu sína til að uppfylla þá þörf,“ segir Þorvaldur S. Krist­ jánsson, forstöðumaður viðskipta­ sviðs Faktoríu. Hann segir fyrir­ tækið hafa reynda hugbúnaðar­ menn innan borðs sem hafi mikla þekkingu á merkingu viðskipta­ krafna ásamt tengslaneti inn í tæknideildir bankanna. „Þessi þekking var nýtt til að búa til kerfi sem gæti auðveldlega veitt fjármagn til fyrir tækja með und­ irliggjandi kröfu eða kröfur sem tryggingu fyrir fjármagni.“ Svona virkar þjónustan Þorvaldur útskýrir að þjónusta Faktoríu virki þannig að fyrir­ tæki hafi sitt svæði inni í Fakto­ ríukerfinu þar sem kröfur þeirra sjáist. „Kröfur eru speglaðar úr innheimtukerfum bankanna og hægt að óska eftir tilboði í þær sem fyrir tækið velur. Þegar til­ boð hefur síðan verið samþykkt af hálfu viðskiptavina, þá fá við­ skiptavinir okkar greitt inn á sinn reikning að öllu jöfnu á næsta hálf­ tímanum. Þegar greiðandi greiðir kröfu sem hefur verið fjármögn­ uð þá lítur hún eins út í banka við­ komandi og áður, en greiðslan fer beint til Faktoría.“ Kröfufjármögnun Faktoríu er ólík kröfukaupum þar sem fyr­ irtæki raunverulega selja kröf­ una til fjármögnunarfyrirtækja. „Með því að fjármagna líkt og Faktoría gerir þá er hægt að fjár­ magna hærri prósentu en ella og það hefur ekki neikvæð áhrif á viðskiptasamband fyrirtækja og þeirra viðskiptavina,“ lýsir Þor­ valdur. Hröð afgreiðsla Hefðbundin kröfufjármögnun hefur verið til staðar hjá bönk­ unum í formi lánalína með veði í öllum kröfum fyrirtækja, ásamt viðbótartryggingum hvort sem það er í formi sjálfskuldarábyrgða eða með veði í fasteignum. „Með kröfufjármögnun Faktoríu geta fyrirtæki nálgast fjármagn í rekstur með auðveldum hætti og án frekari trygginga en undir­ liggjandi kröfusafns. Afgreiðsla gengur hratt fyrir sig eftir að við­ komandi fyrirtæki fær tilboð sent en Fakt oría reynir eftir fremsta megni að afgreiða umsóknir við­ skiptavina innan dagsins. Ferlið frá því að viðkomandi er kominn í viðskipti og þar til hann fær fjár­ magn út á kröfur getur því tekið mjög stuttan tíma.“ Viðskiptavinir úr ýmsum geirum Faktoría er ungt fyrirtæki og þar starfa fjórir starfsmenn. Við­ skiptavinir Faktoríu eru fyrir­ tæki í öllum geirum. „Við erum með mikið af heildsölum og inn­ flutningsaðilum, þjónustufyrir­ tæki, fyrirtæki í byggingariðnaði og verktaka. Þörf viðskiptavina okkar er mismunandi en allir sjá þeir þörf á að geta nýtt Faktoría á einhverjum tíma í framtíðinni,“ segir Þorvaldur. Hann tekur sem dæmi fyrir­ tæki sem þarf að leggja út mikla fjármuni fyrir innflutningi á vöru erlendis frá, sem þarf að stað­ greiða, en fær ekki greitt fyrr en við afhendingu. „Þessi viðskipta­ vinur getur fengið tilboð í kröfu sem er með eindaga eftir 35 daga og fengið fjármagn samdægurs til að panta af sínum birgja. Aðrar að­ stæður þar sem viðskiptavinir sjá þörf á þjónustu Faktoríu er þegar greiða þarf laun eða virðisauka og sjóðsflæði inn til fyrirtækis er of sveiflukennt. Þá getur viðkomandi stytt greiðslufrest í staðgreiðslu með tilstilli Faktoríu.“ Nýr möguleiki í kröfufjármögnun Faktoría býður fyrirtækjum möguleika á aðgengi að kerfi sem getur auðveldlega veitt fjármagn til fyrirtækja með undirliggjandi kröfu eða kröfur sem tryggingu fyrir fjármagni. Með þess konar fjármögnun er hægt að fjármagna hærri prósentu og það hefur ekki neikvæð áhrif á viðskiptasamband fyrirtækja og þeirra viðskiptavina. Viðskiptavinir Faktoríu eru fyrirtæki úr öllum geirum sem hafa mismunandi þarfir. Viðar Ingason viðskiptafulltrúi, Þorvaldur Símon Kristjánsson, forstöðumaður viðskiptasviðs, og Þórunn Stella Hermanns- dóttir viðskiptafulltrúi eru starfsmenn Faktoríu sem var stofnað árið 2014 og býður fyrirtækjum möguleika á aðgengi að kröfufjármögnun. MYND/VILHELM Búðu þig undir skapandi framtíð Stefán Tryggvason Hótelstjóri á Hotel Natur, Þórisstöðum Arnaldur Starri Stefánsson Móttökustjóri á Hotel Natur Ferðin frá hugmynd að farsælu fyrirtæki með skýra framtíðarsýn kallar á öflugan samstarfsaðila. Kynntu þér þjónustu okkar á arionbanki.is/fyrirtaeki Fyrirtækjaþjónusta Arion banka 2016 Nú erum við búin að kaupa næstu jörð. Það bíða ótal tækifæri.2004 Við vorum búin að vera kúabændur í 10 ár. Þá ákváðum við að breyta búinu í sveitahótel. 1 5 -2 1 6 7 – H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Kynningarblað FYrIrtæKjaÞjóNuSta 21. mars 2016 7

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.