Fréttablaðið - 21.03.2016, Side 57

Fréttablaðið - 21.03.2016, Side 57
með eftirsóttustu og fjölhæfustu trommuleikurum skandi- navíu og hafa þeir komið víða við. søren er til dæmis trommuleikari stórsveitar danska ríkisútvarpsins og hefur leikið með nöfnum á borð við mike stern, randy brecker, dr. john, richard bona og john scofield. erik hefur leikið með nöfnum á borð við bill champlin, donna summer, bob mintzer og michael bolton, ásamt því að hafa verið í hús- hljómsveitum í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum í noregi. Tveir af fremstu trommuleikurum Norðurlandanna, þeir Erik Smith frá Noregi og Søren Frost frá Dan- mörku, halda trommuvinnubúðir eða „drum camp“ á Íslandi í apríl. Vinnubúðirnar standa yfir heila helgi þar sem Erik og Søren miðla reynslu sinni og þekkingu en búð- irnar hafa slegið í gegn í Danmörku og Noregi. „Ég og Søren höfum fjórum sinnum áður haldið „drum camp“, tvisvar í Kaupmannahöfn og tvisvar í Noregi, einu sinni í Molde og einu sinni í Ósló,” segir norski trommu- leikarinn Erik Smith. Þátttakendur koma með sitt eigið trommusett og segir Erik að ákaf- lega skemmtileg stemming myndist í vinnubúðunum. „Búðirnar eru ein- stök upplifun fyrir trommuleikara á öllum aldri með ólíka getu. Hug- myndin er að búa til skemmtilega, krefjandi og hvetjandi tvo daga fyrir þátttakendur sem þeir munu aldrei gleyma,“ segir Erik. „Hér er frábært tækifæri til að læra heila helgi af tveimur af bestu trommuleikurum Norðurlanda. Erik og Søren eru menn í fremstu röð og þetta því tækifæri sem eng- inn trommuleikari ætti að láta fram hjá sér fara,“ bætir trommuleikarinn Jóhann Hjörleifsson við en hann og trommuleikarinn Halldór Lárusson hafa aðstoðað við skipulagningu. Aðeins er pláss fyrir 20 þátttak- endur að hámarki en engin sérstök inntökuskilyrði eru í trommuvinnu- búðirnar. „Við tökum við einstak- lingum á öllum aldri og óháð getu. Í síðustu vinnubúðum sem voru í Ósló voru þátttakendur á aldrinum frá 13 ára og upp í 72 ára og það læra allir af öllum,“ segir Erik léttur lundu. Eins og fyrr segir eru þeir báðir með eftirsóttustu og fjölhæfustu trommuleikurum Skandinavíu og hafa þeir komið víða við. Søren er til dæmis trommuleikari Stór- sveitar danska ríkisútvarpsins og hefur leikið með nöfnum á borð við Mike Stern, Randy Brecker, Dr. John, Richard Bona og John Scofield. Erik hefur leikið með nöfnum á borð við Bill Champlin, Donna Summer, Bob Mintzer og Michael Bolton, ásamt Aðalmálið að trommarar eru að jafnaði gott fólk Erik Smith frá Noregi og Søren Frost frá Danmörku eru með fremstu og fjölhæfustu trommuleikurum Norðurlandanna. því að hafa verið í húshljómsveitum í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum í Noregi. Erik kom hingað til lands árið 2012 og hélt þá svokallaðan master class með Gulla Briem og fer hann fögrum orðum um íslenska trommuleikara. „Ég hef dáðst að Gulla alveg frá því á áttunda áratuginum og vinnu hans með Mezzoforte, hann er frábær trommuleikari. Ég kynntist líka Jóhanni Hjörleifssyni árið 2012 og við urðum góðir vinir. Hann er einn- ig frábær og fjölhæfur trommuleikari sem ég virði mjög. Aðalmálið er þó að trommuleikarar eru gott fólk að jafn- Erik Smith og Gulli Briem héldu master­ class hér á landi árið 2012 og fer Erik fögrum orðum um Gulla. FréttaBlaðið/StEFáN aði,“ útskýrir Erik fullur tilhlökkunar. Trommuvinnubúðirnar fara fram dagana 22. og 23. apríl í sal FÍH og fer skráning fram á drumcampreykja- vik@gmail.com. gunnarleo@frettabladid.is hugmyndin er að búa til skemmti- lega, krefjandi og hvetj- andi tvo daga fyrir þátt- takendur sem þeir munu aldrei gleyma. Erik Smith N Ó I SÍ R Í U S facebook.com/noisirius Nú mega páskarnir koma því að Nóa páskaeggin eru tilbúin. Og vitið þið bara hvað? Við vönduðum okkur alveg sérstaklega í ár, því við vitum að þið viljið hafa þau fullkomin. Bæði gómsæta súkkulaðiskelina sem bráðnar í munni og allt góðgætið sem leynist þar fyrir innan. Ekki ryðjast — það er nóg til fyrir alla. Þau eru tilbúinSjálfbærni og samfélagsábyrgð Nóa Síríus súkkulaði er hluti af Cocoa Horizons verkefninu, sem gerir kakóræktendum kleift að framleiða kakó á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Verkefnið stuðlar að betri lífsskilyrðum í kakóræktarsamfélögum og bættum aðbúnaði starfsfólks. M e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 25M Á n U D A g U R 2 1 . M A R s 2 0 1 6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.