Fréttablaðið - 21.03.2016, Page 62

Fréttablaðið - 21.03.2016, Page 62
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Burt Bacharach er Búinn að semja öll uppáhalds lögin þín og þú hefur ekki hugmynd um það,“ páll Óskar. Einn stærsti núlifandi lagahöfundur heimsins, sjálfur Burt Bacharach, heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu þriðjudaginn 12. júlí næst- komandi. Þessi 87 ára snillingur hefur á 60 ára ferli sínum samið meira en 500 lög. Margverðlaunaður listamaður Guðbjartur Finnbjörnsson stend- ur fyrir tónleikunum. „Burt hélt ógleymanlega tónleika í fyrra, þegar hann spilaði fyrir framan 100.000 gesti á Glastonbury-hátíðinni. Hann hefur alls staðar verið að fá frábæra dóma. Það kemur með honum stór hljómsveit og svo spilar hann auðvitað á flygilinn eins og algjör meistari,“ segir Guðbjartur fullur tilhlökkunar. „Ég væri til í að vera svona þegar ég verð 87 ára gamall,“ bætir Guðbjartur við og hlær. Með Bacharach kemur hingað til lands stórhljómsveit og þrír söngv- arar en þetta er í fyrsta sinn sem Bacharach heldur tónleika á Íslandi. Hann hefur unnið til ótal verð- launa fyrir verk sín. Þar á meðal eru átta Grammy-verðlaun, þrenn Óskarsverðlaun, ein Golden Globe- verðlaun og þá hefur hann samið 48 lög sem hafa farið á topp 10 í Banda- ríkjunum, níu lög sem hafa farið í efsta sæti vinsældalistans og árið 2012 fékk hann hin virtu Gershwin- verðlaun og hélt þá frábæra tónleika fyrir Barack Obama í Hvíta húsinu. Lifandi goðsögn „Burt Bacharach er búinn að semja öll uppáhaldslögin þín og þú hefur ekki hugmynd um það,“ segir tón- listarmaðurinn Páll Óskar Hjálm- týsson sem er gríðarlega mikill aðdáandi tónskáldsins. „Ég hef aldrei farið á tónleika með honum svo hér er langþráður draumur minn er að rætast.“ Hann segir tónlist Bacharachs oft hafa bjargað lífi sínu. „Og gerir enn. Burt Bacharach og textahöfundur- inn Hal David höfðu jafn djúpstæð áhrif á popptónlist og Bítlarnir og Motown-gengið. Þetta fólk bjó til formið sem popptónlist er mótuð eftir enn í dag. Burt hefur ákveðna sérstöðu vegna þess honum tókst alltaf að gera þetta svo flókið-ein- falt. Lögin hans virka ofsalega ein- föld kannski við fyrstu heyrn, en þegar þú ætlar þér að fara spila og flytja þetta sjálfur þá eru þetta svo gríðarlega flóknar taktskiptingar og hljómagangarnir eru stöðugt að taka óvæntar beygjur. Það er ekki fyrir hvern sem er að leika þessa músík, þú þarft að liggja yfir þessu. Hann nær samt að krossa yfir til almúgans með svona gríðarlega flókna músík. Ef þú hefur einhvern tíma ryksugað heima hjá þér, þá hefur þú sungið með I Say a Little Prayer,“ útskýrir Palli. Safnar öllum upptökum Palli var sautján ára gamall þegar tónlist Burts Bacharach fór að læð- ast inn í líf hans. Það var svo árið 1988 að hann kynntist tónlistinni fyrir alvöru, þegar hann vann við að skúra Kringluna. „Ég var að skúra Kringluna þegar hún var að opna og þar var plötu- búð Skífunnar. Inni í Skífunni sá ég tvöfalda safnplötu á vínyl með söng- konu sem heitir Dionne Warwick og þar hjó ég eftir því að hvert einasta lag á þessari safnplötu var eftir sama manninn. Öll þessi uppáhaldslög mín sem höfðu verið að læðast til mín voru samin af Bacharach og Hal David þannig að ég sökkti mér á kaf í þetta og ég fór að safna öllum upptökum sem til eru af lögunum hans. Það mun taka mig alla ævina að fullkomna safnið, skal ég segja þér,“ segir Palli léttur í lundu. „Söngvarar slógust um að syngja lögin hans, þannig að oft eru til margar upptökur af sama laginu með mismunandi flytjendum. Það eru til meira en 120 útgefnar upp- tökur af „The Look of Love“. Eins og fyrr segir hefur Bacharach samið meira en 500 lög en getur Palli nefnt sín uppáhaldslög? „Ég elska mest Walk on By, I Just Don’t Know What to Do with Myself, Close to You, Alfie, I’ll Never Fall in Love Again, The Look of Love og I Say a Little Prayer,“ segir Palli. Miðasala hefst þriðjudaginn 4. apríl á harpa.is. gunnarleo@frettabladid.is Burt Bacharach heldur tónleika á íslandi Tónlistarmaðurinn Burt Bacharach er eitt virtasta tónskáld sögunn- ar og hefur meðal annars unnið átta Grammy-verðlaun. Páll Óskar Hjálmtýsson fagnar komu Bacharachs mjög, enda mikill aðdáandi. Vinsælustu lög Burt Bacharach eru: Alfie Anyone Who Had a Heart Do You Know The Way to San Jose Raindrops Keep Fallin’ on My Head What’s New Pussycat? Always Something There to Remind Me What the World Needs Now Is Love That’s What Friends Are For I Say a Little Prayer Burt hefur unnið: 8 Grammy-verðlaun 3 Óskarsverðlaun Dionne Warwick, Dusty Spring- field, Jackie DeShannon, Bobbie Gentry, Tom Jones, Herb Alpert, B. J. Thomas og The Carpenters eru á meðal þeirra sem flutt hafa lög Bacharachs. Með Burt Bacharach kemur hingað til lands stórhljómsveit og þrír söngvarar en þetta er í fyrsta sinn sem Bacharach heldur tónleika á Íslandi. MyND/GETTy 2 1 . m a r s 2 0 1 6 m Á N U D a G U r30 L í f i ð ∙ f r É T T a B L a ð i ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.