Fréttablaðið - 24.09.2016, Side 31
„Hátíðin hefst með Food and Fun,
sem er í fyrsta skipti hluti af há-
tíðinni. Þar eru fengnir íslenskir
gestakokkar á sjö veitingastaði hér
í bænum sem reiða fram fjögurra
rétta matseðla úr hráefni úr hér-
aði,“ lýsir Davíð Rúnar Gunnars-
son, verkefnastjóri hátíðarinnar.
„Hátíðin hefur verið haldin í
fjölmörg ár en gekk áður undir
nafninu Matur Inn. Viðburðastofa
Norðurlands tók við henni í fyrra
og breytti nafninu í Local Food
Festival,“ segir Davíð en hátíðinni
er einnig ætlað að vekja athygli á
norðlenskum mat víðar en á Ís-
landi. „Í fyrra komu fjölmargir er-
lendir kokkar, innkaupastjórar og
fleiri til að sækja hátíðina heim,
fóru hér í ferðir um Eyjafjörðinn
og Norðurland í heila viku til að
skoða hvað væri að gerast í mat-
vælaiðnaðinum og luku ferðinni á
matarhátíðinni,“ segir Davíð.
Gestum boðið til veislu
Matarhátíðin í Íþróttahöllinni á
Akureyri hefur fyrir löngu fest
sig í sessi. Í ár verða einhverjar
breytingar. „Til dæmis verð-
ur haldinn bransahitting-
ur á föstudaginn. Þá bjóða
sýnendur viðskiptavinum
á sýninguna og líklegt að
þá verði mikið spjallað.“
Sýningin verður opnuð
almenningi á laugardag-
inn klukkan 13. Hún er
opin öllum og ókeyp-
is inn. „Hátt í þrjá-
tíu sýnendur af
fjölbreyttum toga
taka þátt og margt
skemmti legt í
boði,“ segir Davíð.
Hann nefnir meðal
annars matvælalínu
sem kallast Frá haga
í maga. „Þar sýnum
við hvernig matur er meðhöndl-
aður. Kjötiðnaðarmenn úrbeina
kjöt sem er síðan afhent þeim
sem pakka og svo heldur hráefn-
ið áfram eftir línunni þangað til
kokkurinn tekur við matnum og
eldar hann, afhendir þjóninum
sem ber hann á borð fyrir gesti
sýningarinnar.“
Fjölbreytt keppni
Á sýningunni fara fram spenn-
andi keppnir. Til dæmis keppni
um Local Food-kokk ársins 2016.
Keppendur reiða fram tveggja
rétta matseðil og fer matreiðslan
fram fyrir framan gesti sýningar-
innar.
Einnig er keppt um Local Food-
nemann árið 2016 en þá er
keppt um besta saltfiskrétt-
inn. Barþjónar keppa sín á
milli um besta kokteilinn og
kaffiþjónar keppa um besta
kaffidrykkinn. Almenningi
gefst kostur á að taka
þátt í keppninni um
bestu kökuna sem
fer þannig fram
að þátttakend-
ur baka kökuna
heima, koma
með á sýninguna og skreyta fyrir
framan áhorfendur. Bakarar og
kokkar dæma svo um hvaða kaka
er best á bragðið og hefur falleg-
asta útlitið.
Söguleg sýning
Á efri hæð Íþróttahallarinnar
mun Iðnaðarsafnið á Akureyri
setja upp sýningu þar sem litið er
til fortíðar í matvælaframleiðslu
síðustu áratuga en Akureyri á sér
langa sögu í matvælaframleiðslu.
Davíð býst við að þrettán til
fimmtán þúsund gestir mæti á
sýninguna líkt og síðustu ár, en
hátíðin verður haldin annað hvert
ár héðan í frá.
Sjá nánar á www.localfood.is
Glæsileg matarveisla á Akureyri
Norðlenska matarhátíðin Local Food Festival fer fram á Akureyri 29. september til 1. október. Hátíðin samanstendur annars vegar af
sýningunni Local Food sem haldin er í Íþróttahöllinni á Akureyri á laugardag og hins vegar af Food and Fun Pop UP Akureyri.
Local Food Festival
24. september 2016
KynninGArbLAð Eyjabiti | Markaðsráð kindakjöts
Davíð rúnar
Gunnarsson,
verkefnastjóri
Local Food
Festival.
Í fyrra komu fjöl-
margir erlendir kokkar,
innkaupastjórar og fleiri
til að sækja hátíðina,
fóru hér í ferðir um
Eyjafjörðinn og norður-
land í heila viku.
Davíð Rúnar Gunnarsson,
verkefnastjóri Local Food Festival
búist er við að um fimmtán þúsund manns komi á sýninguna í Íþróttahöll Akureyrar laugardaginn 1. október.
Sólveig
Gísladóttir
solveig@365.is