Fréttablaðið - 24.09.2016, Síða 31

Fréttablaðið - 24.09.2016, Síða 31
„Hátíðin hefst með Food and Fun, sem er í fyrsta skipti hluti af há- tíðinni. Þar eru fengnir íslenskir gestakokkar á sjö veitingastaði hér í bænum sem reiða fram fjögurra rétta matseðla úr hráefni úr hér- aði,“ lýsir Davíð Rúnar Gunnars- son, verkefnastjóri hátíðarinnar. „Hátíðin hefur verið haldin í fjölmörg ár en gekk áður undir nafninu Matur Inn. Viðburðastofa Norðurlands tók við henni í fyrra og breytti nafninu í Local Food Festival,“ segir Davíð en hátíðinni er einnig ætlað að vekja athygli á norðlenskum mat víðar en á Ís- landi. „Í fyrra komu fjölmargir er- lendir kokkar, innkaupastjórar og fleiri til að sækja hátíðina heim, fóru hér í ferðir um Eyjafjörðinn og Norðurland í heila viku til að skoða hvað væri að gerast í mat- vælaiðnaðinum og luku ferðinni á matarhátíðinni,“ segir Davíð. Gestum boðið til veislu Matarhátíðin í Íþróttahöllinni á Akureyri hefur fyrir löngu fest sig í sessi. Í ár verða einhverjar breytingar. „Til dæmis verð- ur haldinn bransahitting- ur á föstudaginn. Þá bjóða sýnendur viðskiptavinum á sýninguna og líklegt að þá verði mikið spjallað.“ Sýningin verður opnuð almenningi á laugardag- inn klukkan 13. Hún er opin öllum og ókeyp- is inn. „Hátt í þrjá- tíu sýnendur af fjölbreyttum toga taka þátt og margt skemmti legt í boði,“ segir Davíð. Hann nefnir meðal annars matvælalínu sem kallast Frá haga í maga. „Þar sýnum við hvernig matur er meðhöndl- aður. Kjötiðnaðarmenn úrbeina kjöt sem er síðan afhent þeim sem pakka og svo heldur hráefn- ið áfram eftir línunni þangað til kokkurinn tekur við matnum og eldar hann, afhendir þjóninum sem ber hann á borð fyrir gesti sýningarinnar.“ Fjölbreytt keppni Á sýningunni fara fram spenn- andi keppnir. Til dæmis keppni um Local Food-kokk ársins 2016. Keppendur reiða fram tveggja rétta matseðil og fer matreiðslan fram fyrir framan gesti sýningar- innar. Einnig er keppt um Local Food- nemann árið 2016 en þá er keppt um besta saltfiskrétt- inn. Barþjónar keppa sín á milli um besta kokteilinn og kaffiþjónar keppa um besta kaffidrykkinn. Almenningi gefst kostur á að taka þátt í keppninni um bestu kökuna sem fer þannig fram að þátttakend- ur baka kökuna heima, koma með á sýninguna og skreyta fyrir framan áhorfendur. Bakarar og kokkar dæma svo um hvaða kaka er best á bragðið og hefur falleg- asta útlitið. Söguleg sýning Á efri hæð Íþróttahallarinnar mun Iðnaðarsafnið á Akureyri setja upp sýningu þar sem litið er til fortíðar í matvælaframleiðslu síðustu áratuga en Akureyri á sér langa sögu í matvælaframleiðslu. Davíð býst við að þrettán til fimmtán þúsund gestir mæti á sýninguna líkt og síðustu ár, en hátíðin verður haldin annað hvert ár héðan í frá. Sjá nánar á www.localfood.is Glæsileg matarveisla á Akureyri Norðlenska matarhátíðin Local Food Festival fer fram á Akureyri 29. september til 1. október. Hátíðin samanstendur annars vegar af sýningunni Local Food sem haldin er í Íþróttahöllinni á Akureyri á laugardag og hins vegar af Food and Fun Pop UP Akureyri. Local Food Festival 24. september 2016 KynninGArbLAð Eyjabiti | Markaðsráð kindakjöts Davíð rúnar Gunnarsson, verkefnastjóri Local Food Festival. Í fyrra komu fjöl- margir erlendir kokkar, innkaupastjórar og fleiri til að sækja hátíðina, fóru hér í ferðir um Eyjafjörðinn og norður- land í heila viku. Davíð Rúnar Gunnarsson, verkefnastjóri Local Food Festival búist er við að um fimmtán þúsund manns komi á sýninguna í Íþróttahöll Akureyrar laugardaginn 1. október. Sólveig Gísladóttir solveig@365.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.