Fréttablaðið - 24.09.2016, Page 92

Fréttablaðið - 24.09.2016, Page 92
Ég held að verkin hans valtýs tali jafnvel meira til unga fólksins í dag en margra fyrri kynslóða. Valtýr Pétursson list-málari var fæddur árið 1919 og lést 1988 og hafði þá skilið eftir sig djúp spor í íslenskri listasögu. Dagný Heiðdal, ritstjóri bókarinnar um Valtý og deildarstjóri listaverka- deildar Listasafns Íslands, segir að það hafi verið kominn tími til að rifja upp kynnin við Valtý þar sem hann hafi ekki verið áberandi á sýningum undanfarið. „Okkur lang- aði því til þess að kynna hann fyrir nýjum áhorfendum, enda á hann fullt erindi. Nýjar kynslóðir sjá alltaf eitthvað nýtt og horfa á verkin með öðrum augum.“ Valtýr var mjög ungur þegar hann fékk áhuga á myndlist og stundaði þá nám í teikningu í Reykjavík. Dagný segir hins vegar að þeir sem voru í kringum hann hafi verið á því að hann ætti að læra eitthvað hagnýtt. „Það varð því úr að Valtýr fór til Bandaríkjanna árið 1944 í verslunar- nám en þar hafði hann líka tækifæri til þess að skoða söfn og sýningar og kynnast listasögunni. Hann sagði frá því sjálfur að hann hefði farið á MoMA í New York og fyrir framan verk eftir Van Gogh hefði hann fengið þá uppljómum að hann yrði að feta listabrautina og eftir það varð ekki aftur snúið. Þá fór hann í einka- skóla í Boston og síðar til Flórens á akademíuna þar og var svo í París í tæp tvö ár. Að auki var hann sérstak- lega duglegur við að ferðast og skoða söfn og sýningar, alltaf að kynna sér það nýjasta. Þó svo ferill Valtýs hafi verið ákaf- lega fjölbreyttur þá bendir Dagný á að hann hafi vissulega verið braut- ryðjandi í abstraktlistinni á Íslandi. „Hann átti verk á septembersýn- ingunni 1951 sem hét Á svörtum grunni, sem er talið vera fyrsta full- komna konkretverkið sem var sýnt á Íslandi enda var það alveg í takt við það nýjasta sem var að gerast í París á þessum tíma. Hann var í hópi ungra manna sem börðust fyrir fram- gangi abstraktlistarinnar á Íslandi á þessum tíma sem var misvel tekið. Valtýr sagði frá því að það hefðu verið gerð hróp að þeim úti á götu og mikið gengið á. Þetta var eins og með atómskáldin sem einnig voru að ryðja nýjum hugmyndum braut og það voru ekki allir sem skildu það á þessum tíma þó svo að þetta séu verk sem við kunnum vel að meta í dag. En það er athyglisvert hversu þátt- taka og áhugi almennings var mikill á þessum tíma enda var umfjöll- unin í blöðunum um myndlist mikil. Umfjöllun um myndlist var líka stór þáttur í ævistarfi Valtýs en hann var gagnrýnandi Morgunblaðsins í 36 ár og skrifaði hátt í 900 greinar, mest um íslenska myndlist.“ Dagný segir að það skipti miklu máli fyrir ungu kynslóðina í mynd- listinni að geta komið og séð verk málara fyrri kynslóða. „Ég held að verkin hans Valtýs tali jafnvel meira til unga fólksins í dag en margra fyrri kynslóða. Hver tími setur upp ný gleraugu og sér eitthvað nýtt. Valtýr átti mjög fjölbreyttan feril og var alls ekki bara abstraktmálari þó svo flestir þekki hann þannig. Hann sneri til að mynda við blaðinu seint á ferlinum og fór aftur að vinna fígúratíft. Hann er svo fjölbreyttur að ég held að á sýningunni sem við erum að opna núna ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi sama hvar áhugasviðið liggur.“ Í þá tíð voru gerð hróp að listamönnum úti á götu yfirlitsýning á verkum valtýs Péturssonar listmálara verður opnuð í listasafni íslands í dag. samtímis kemur út bók um ævi og störf listamannsins, sem var á meðal frumkvöðla í málaralist á íslandi á síðustu öld. Myndlist Beucoup of Blues HHHHH Sýningarstaður: Tveir hrafnar Listamaður: Jón Óskar Sýningarstjórar: Halla og Gústi Á sýningunni Beacoups of Blues má sjá kunnugleg stef Jóns Óskars í þeim sjö myndlistarverkum sem voru til sýnis. Jón Óskar á að baki góðan feril í abstrakt og er þekktur fyrir stór verk þar sem flæðandi pensilstrokur og tónuð litapalletta einkenna verkin. Nýjasta sýning Jóns Óskars var engin undantekn- ing frá því. Verkin fengu öll heilan vegg undir sig og á það einnig við um verkið sjálft Beaucoups of Blues þó verkið væri ekki sjáanlegt í fyrstu þar sem það er á veggnum bak við aðalsalinn. Verkin á einn eða annan hátt eru viðbrögð listamannsins við öðrum listamönnum úr mynd- list, tónlist og ritlist. Ýmist blátónuð eða brúnleit, eiga verkin það sameigin- legt að vera persónuleg skírskotun í höfunda sem Jón Óskar hefur sjálfur kallað fram. Má í því sam- hengi nefna titil sýningar- innar sem er vísun í titil breiðskífu Ringos Starr frá 1970 og titillag þess. Texti lagsins í sýningarskránni ásamt titli sýningarinnar slá þannig tóninn fyrir sýninguna. Um er að ræða melódrama um mann sem stendur við veginn með gat á sálinni og já, líka skónum. Það kallast á ákveðinn hátt við verkið Eyðilandið sem færir sviðið til T.S. Eliot og er vísun í ljóð hans, The Waste Land. Ljóð Eliots frá 1922 hefur verið nefnt eitt merkasta ljóðverk 20. aldar og þar sem í því birtast flóknar og þungar skírskotanir í samfélag, trú og tilvist finnst manni á ein- hvern hátt að máttur þess og tenging veikist undir umgjörð sýningarinnar. Inntak sýningarinnar líður fyrir tengslaleysi þeirra listamanna sem um ræðir í sýningunni og standa þannig nokkur verk í vegi fyrir eðlilegu flæði. Lagið Poptones af plötunni Metal Box eftir Public Image Ltd. frá 1979 samræmist þó vel þeim punkti sem lagt var upp með í Beaucoups of Blues og styrkir upp- hafspunkt sýningarinnar. Verkið Metal Box er ágæt vísun í Poptones en yfir heildina skortir öflug samheild sem þarf til að halda utan um og sameina tónlist, ritlist og myndlist með þeim fáu verkum sem voru til sýnis. Jóni Óskari tókst vel til í túlkun sinni á Kjarval og Van Gogh með Remake/ Re-paint og HB1 Red Hook. Á sýn- ingunni kennir kunnuglegra grasa þar sem sjá má Jón Óskar í sínu nátt- úrulega umhverfi í mótun verkanna. Verkin standa öll vel undir sér ein og sér og er ánægjulegt að sjá brot af því sem listamaðurinn er að fást við að þessu sinni. Verkin bera öll merki um samtal sem listamaðurinn á við sinn samtíma í list og tónlist og því er sýningin áhugaverð fyrir þá sem vilja kynna sér listamanninn betur á persónulegum grundvelli. Sýning- unni var vel tekið við opnun hennar og fullt var út úr dyrum. Andrúms- loft sýningarinnar er létt og á móti blúslegum textum veita blátónuðu verkin á sýningunni ákveðna von í vonleysislegum texta. Júlía Marinósdóttir niðurstaða: Þrátt fyrir að upp- bygging sýningarinnar sé í veikari kantinum eru verkin engu að síður áhugaverð fyrir þá sem vilja kynna sér listamanninn betur. Alls konar blús Dagný Heiðdal, sýningarstjóri yfirlitssýningar á verkum Valtýs Péturssonar. FréttabLaðið/anton brink Metal box, eitt af verkum Jóns Óskars á sýningunni í tveimur hröfnum. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 2 4 . s e p t e M B e r 2 0 1 6 l a u G a r d a G u r48 M e n n i n G ∙ F r É t t a B l a ð i ð menning
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.