Fréttablaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 25
Þetta er bíll af gerðinni Magirus Deutz sem notaður var af sænska hernum. Þetta er að megninu til þýskur bíll því þó Iveco sé yfirnafn er ekki nema húsið frá því merki. Hann er af árgerð 1983 en ekki keyrður nema 55 þúsund kílómetra og virðist mjög lítið slitinn,“ segir Jón Bergmann sem er bifvélavirki og keypti þennan sérstaka húsbíl síðastliðið haust. „Bílinn var fluttur inn árið 2006 af Íslendingi sem keypti hann í Fyrirtaks vatnabíll Jón Bergmann Jónsson og eiginkona hans, Bryndís Þorbjörg Ólafsdóttir, ferðast mikið um landið. Til að komast enn víðar um hálendið festu þau kaup á allsérstökum húsbíl. Bíllinn er af gerðinni Mag- irus Deutz, árgerð 1983, en ekki keyrður nema 55 þúsund kílómetra. MYND/JÓN AÐALSTEINN BERG- SVEINSSON Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Svíþjóð. Hann flutti hann fyrst til Danmerkur þar sem hann lét setja húsið á hann. Jón og Bryndís kona hans ferðast mikið um landið og Jón er sérlega hrifinn af hálendinu. „Við áttum gamlan Benz sem var bara eindrifa og því ekki þorandi að vera mikið á honum á hálendinu. Ég hafði séð Magirus Deutz bílinn auglýstan öðru hvoru í nokkur ár en ákvað síðan að slá til og kaupa hann síðastliðið haust.“ Jón keypti bílinn ekki síst til að komast á þá staði sem hann átti eftir að fara á. „Ég hef þrívegis þurft frá að hverfa vegna vatnavaxta. Það er mjög svekkjandi að þurfa að snúa við þegar maður hefur keyrt langar vegalengdir inn á hálendið. Deutz- inn er góður vatnabíll og kemst yfir hvaða vatnsföll sem er. Hann er svo hár og þungur að engin hætta er á að hann taki inn vatn.“ Stærð og þyngd bílsins varð þó til þess að ferðalögin á hálendið urðu heldur færri en til stóð síðastliðið sumar. „Það varð mjög seint fært á hálendið og allir vegir rennandi blautir. Þá er ekki gott að vera á þungum bíl.“ Jón og Bryndís eru sjaldnast ein á ferð. Oftast eru með þeim börn og barnabörn og þá er gott að hafa nóg pláss í húsbílnum. „Við gistum sjaldan bara tvö í húsinu. Þar er gott svefnpláss fyrir fjóra og öll aðstaða til eldunar, salerni og meira að segja heitt vatn. Það á bara eftir að tengja sturtuna og þá er allt klárt í nokk- urra daga ferð.“ Jón vonast eftir þurru sumri á næsta ári enda vonast hann til að komast á ýmsa staði sem hafa orðið út undan í gegnum tíðina. „Til dæmis upp undir Mýrdalsjökul og í Lónsöræfi. Svo væri gaman að fara aðrar leiðir aftur.“ En voru þau hjónin samstiga í að kaupa bílinn? „Ég var nú heitari fyrir því, en hún samþykkti því auðvitað er þetta mikið öruggari bíll til að þvælast í vötnum.“ Jón og Bryndís fóru á unglingalandsmótið í Þorlákshöfn í sumar og þar nýttist húsbíllinn góði afar vel. MYND/JÓN AÐALSTEINN BERGSVEINSSON Ný og glæsileg varahlutaverslun Sérhæfð fyrir atvinnubifreiðar og tæki 555-8000 Álhellu 8, 221 Hafnarfirði 8 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.